Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Síða 12
12 16. febrúar 2018fréttir Í vikunni var greint frá því að Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska karla­ landsliðsins í knattspyrnu, hefði verið sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í opin­ berri heimsókn Guðna Th. Jó­ hannessonar, forseta Íslands, til Svíþjóðar. Mörgum þykir Lars Lagerbäck vel að orðunni kominn enda náði hann frábærum árangri með liðið og kom því í fyrsta sinn á stórmót í knattspyrnu. Stig fálkaorðunnar eru fimm talsins. Keðja ásamt stórkross­ stjörnu er virðulegasta stig fálka­ orðunnar og er venjan sú að veita hana einungis þjóðhöfðingjum. Þar á eftir kemur stórkrossinn en hann hafa fáir Íslendingar hlotið sem ekki hafa gegnt embætti á vegum ríkis­ ins eða hafa haft beina tengingu við slíkt. Næst er það stórriddarakross með stjörnu og svo án hennar. Að lokum er það riddarakrossinn sem er fyrsta stigið og er það heiðurs­ merki sem oftast er veitt. Það getur verið áhugavert að skoða orðuveitingar í gegnum tíð­ ina og fyrir leikmenn virkar oft furðulegt hvernig því er háttað hvaða stig orðunnar er veitt hverj­ um. Það á sérstaklega við þegar um er að ræða orðu­ veitingar til fulltrúa erlendra ríkja. Margir er­ lendir embætt­ ismenn hafa hlotið hærri stig orðunnar þrátt fyrir að tengjast Íslandi á engan annan hátt en að hafa kannski komið hing­ að í opinbera heimsókn ásamt þjóðhöfðingja. Þótt það sé ljóst að stórt hlutverk orðunnar sé einmitt að skipt­ ast á þeim við slík tilefni var það nokkuð sérstakt að sjá að í opinberri heim­ sókn Guðna í Sví­ þjóð veitti hann 48 orður á með­ an Karl Gústav Svía­ konungur veitti aðeins 16 Norðurstjörnuorður, sem eru sambærilegar hinni íslensku fálkaorðu. Það er varla hægt að deila um það að nán­ ast annað hvert manns­ barn hérlendis þekkir til Lagerbäcks en öllu færri kannast við Margretu Nissar Dalman hirðsafnstjóra sem hlaut stórriddarakross með stjörnu við sama tækifæri. Franskur verðbréfamiðlari sæmdur riddarakrossi Hægt er að telja upp fleiri ein­ kennilegar orðuveitingar. Til dæmis hlaut Tommy M. Poul­ sen, einkaritari Benediktu, systur Margrétar Danadrottningar, stór­ riddarakrossinn sama ár og hið ástsæla skáld Sigurður Pálsson hlaut einungis riddarakross. Þrír aðstoðar­ skrifstofu­ stjór­ ar hjá norsku hirðinni hlutu líka stórriddarakross árið 2017 á með­ an Tryggvi Ólafsson, einn þekktasti núlifandi myndlistarmaður okkar Íslendinga, varð að sætta sig við riddarakrossinn, sem og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari sem er flestum ís­ lenskum tónlistarunnendum kunnur. Baltasar Kormákur fékk riddarakrossinn árið 2007 fyrir framlag sitt til leiklistar og kvik­ myndagerðar. Sama ár fékk franski verðbréfamiðlarinn Marc­Adrien Marcelli­ er líka riddarakross og færeyski lög­ maðurinn Jóhannes Eidesgaard hlaut stór­ riddarakross með stjörnu fyrir að styrkja samvinnu Íslands og Fær­ eyja. Ári síðar fékk myndlistarmað­ urinn Ólafur Elíasson riddara­ krossinn fyrir framlag sitt til ís­ lenskrar sem og alþjóðlegrar myndlistar en nafni hans hand­ knattleikskappinn Ólafur Stefánsson fékk stór­ riddarakrossinn fyrir frammistöðu sína sem fyrirliði landsliðsins á Ólympíuleikunum það árið, þar sem liðið hreppti silfrið. Það er óneitanlega skemmti­ legt að bera þetta saman þótt það sé gert meira í gamni en alvöru enda ljóst að orðuveitingarnar eru að mestu notaðar til að styrkja vin­ skap okkar og annarra ríkja frekar en að verðlauna Íslendinga sjálfa fyrir þeirra ýmsu framlög. Í því samhengi má nefna að Björk Guð­ mundsdóttur, sem líklega mætti teljast einn allra þekktasti Ís­ lendingurinn, fékk lægsta stig orðunnar, riddarakrossinn, fyrir tónlistarstörf árið 1997. Það er merkilegt miðað við þá gífurlegu landkynningu sem fylgt hefur farsæl­ um ferli hennar úti í heimi að ekki hafi þótt ástæða síðan þá að veita henni hærra stig orðunnar. Sama ár og Björk hlaut orðuna fékk norski skrifstofustjór­ inn Eva Brugge líka fálka­ orðuna en þá þótti riddara­ krossinn ekki duga og fékk hún því stórriddarakross með stjörnu. n Hirðsafnstjóri hlaut virðulegri orðu en Lars n Erlendir embættismenn fá virðulegri vegtyllur en íslenskt afreksfólk Steingerður Sonja Þórisdóttir ritstjorn@dv.is Fékk orðu Baltasar fékk riddarakrossinn árið 2007. Lars Lagerbäck fékk riddarakrossinn En sænski hirðsafnstjórinn fékk stórriddarakrossinn. Björk fékk riddarakrossinn 1997 Sama ár fékk skrif- stofustjóri hjá norsku hirðinni stórriddarakross með stjörnu. Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum. Einnig sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silfurplett. Við eigum líka fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. Sjálflímandi hnífaparaskorður Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is Sendum í póSt- kröfu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.