Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Side 19
16. febrúar 2018 fréttir 19 „Fer í Hollywood um helgar með mynd af bílnum í vasanum“ Fram kemur á Wikipedia: Skemmtistaðurinn Hollywood kemur fyrir í nokkrum íslenskum dægurlagatextum. Má þar nefna lagið Fegurðardrottning með Ragnhildi Gísladóttur. Þar segir: n „Og svo frétti ég af keppninni í Hollywood / Þar sem bíll af Datsun-gerð í veði var / Svo ég skellti mér í chiffonkjól, batt hár í hnút / og viti menn ég sigur úr býtum bar.“ n Í lagi Bítlavinafélagsins, Þrisvar í viku, segir frá tvítuga töffaranum Auðbirni sem „… fer í ljós þrisvar í viku og mætir reglulega í líkamsrækt. Hann fer í Hollywood um helgar með mynd af bílnum í vasanum.“ n Á plötunni Ísland syngur Spilverk þjóðanna um hippann sem „forðum í Tjarnarbúð fríkaði út“ en „er nú fastagestur í Hollywood, mænir á meyjar og vídeó og dreymir um Alfa Rómeó“. n Bubbi Morthens samdi svo og söng lagið Hollywood, hárbeitta ádeilu um firringu diskómenningarinnar, sem kom út á hljómplötunni Ísbjarnarblús (1980).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.