Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Síða 23
16. febrúar 2018 fréttir 23 Hnífstungur og frelsis- svipting á Akureyri en sleppt sólarhring síðar. Þar býr Marvin ásamt kærustu sinni, Móniku Atladóttur, en hún var ný- lega í viðtali við DV vegna fang- elsisdóms sem hún hlaut fyrir að stela nærbuxum úr Lindex. Marvin var í viðtali hjá DV í ágúst 2011, þá 27 ára gamall. Þar talaði hann á opinskáan hátt um fíknina sem hann hafði barist við frá unga aldri. Þegar viðtalið var tekið hafði hann verið edrú í þrjú ár en sagði drauga fortíðar reglu- lega minna á sig í formi innbrota, hótana og árása. Þeir draugar virð- ast nú hafa náð yfirhöndinni að nýju. Vafasamt bókhald Danna danska Samkvæmt heimildum DV er ástæða frelsissviptingarinnar og líkamsmeiðinganna sögð vera skuld fórnarlambsins við áður- nefndan Danna danska. Hefur fórnarlambið áður lent í hremm- ingum vegna téðrar skuldar sem er einkennilegt í ljósi þess að það telur sig hafa greitt skuldina fyr- ir lifandis löngu. Bókhald Dan- ans virðist því, ef tekið er mið af orðrómi úr undirheimum Akur- eyrar, ekki upp á marga fiska. Athygli vekur ungur ald- ur tveggja piltanna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi. Ísak Logi og Sindri Snær eru báðir fædd- ir árið 1999 en hafa gert talsverð- an usla norðan heiða undanfarna mánuði. Þetta er þriðja alvarlega árásin á innan við ári sem þeir tengjast með einhverjum hætti. Marvin stunginn í Kjarnaskógi Þannig greindu fjölmiðlar frá alvarlegri hnífstunguárás í Kjarna- skógi þann 14. apríl í fyrra. Þar var Ísak Logi handtekinn sem meintur árásarmaður ásamt pari, tvítugri konu og 27 ára karlmanni. Síð- ar voru tveir aðrir menn hand- teknir og yfirheyrðir vegna máls- ins. Fórnarlamb þeirrar árásar var Marvin Haukdal, sem eins og áður segir var handtekinn ásamt Ísaki Loga í frelsissviptingarmál- inu nú. Andrúmsloftið í fangels- inu á Akur eyri hlýtur að hafa verið nokkuð þrúgandi en þó aðeins í tæpan sólarhring því Marvin var fljótlega látinn laus. Vitni lýstu árásinni í Kjarna- skógi þannig að tveimur mönn- um hafi orðið sundurorða. Eftir langt rifrildi var Marvin stunginn tvívegis í lærið með „rambóhníf“. Slagæð rofnaði við árásina og því blæddi gríðarlega mikið úr honum. Þurfti Marvin að undirgangast sex klukku- stunda langa aðgerð á Sjúkra- húsinu á Akureyri. Haft var eftir rannsóknarlögreglumanni að Marvini hefði að öllum líkind- um blætt út ef hann hefði ekki komist undir læknishendur með hraði. DV óskaði eftir upplýsing- um frá lögreglu um hvar þetta mál væri statt í réttarkerfinu. Bergur Jónsson lögreglufull- trúi sagði í skriflegu svari að lögreglan myndi ekki tjá sig frekar um málið að sinni. Ekki stunginn í fyrsta sinn Þessi lífshættulega árás var ekki sú fyrsta sem Marvin verður fyrir. Hann hefur tals- verða reynslu af ýmiss konar hremmingum. Visir.is greindi frá því í apríl 2016 að Marvin hefði orðið fyrir alvarlegri lík- amsárás á laugardagsmorgni við heimahús í Akureyri. „Ég var bara í heitum potti á sólpalli á Akureyri þegar ég er laminn í hnakkann og svo er ég stunginn í tvígang og höndin á mér brotin,“ sagði Marvin í samtali við blaðamann Vísis. Hann rankaði við sér á leiðinni upp í Fálkafell, ofan við Akureyri, en þar fannst hann síðar rænulítill með mikla áverka, meðal annars hafði hann misst á annan lítra af blóði. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef göngumenn hefðu ekki komið auga á hann. Rétt er að geta þess að þeir sem voru grunaðir um þá árás tengjast ekki frelsissviptingarmál- inu nú. Illa farið með Bigga bangsa En Marvin er ekki bara fórnar- lamb. Þann 10. mars 2017 var hann dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir lík- amsárás. Fórnarlamb hans er maður á þrítugsaldri sem geng- ur undir nafninu Biggi bangsi í undirheimum Akureyrar. Var Marvin dæmdur fyrir að skvetta hættulegum vökva, sem reyndist vera sterkur basi, í andlit Bigga. Hluti af vökvanum lenti í vinstra auga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut „fleiður á glæru, sár á sjónhimnu og sjón hans var móðukennd um tíma“, eins og segir í dómsorði. Þá var Marvin einnig dæmdur fyrir vopnalaga- brot vegna vasahnífs sem hann var tekinn með á almannafæri nokkru síðar. Undirheimar Akureyrar eru ekki stórir þótt þeir geti verið hrottalegir. Þann 31. október átti sér stað alvarleg árás við Glerár- kirkju sem ekki var fjallað um í fjölmiðlum. Enn einu sinni kom hnífur við sögu. Atburðarásin er nokkuð á reiki samkvæmt heim- ildarmönnum DV en leikar fóru þannig að Biggi bangsi var stunginn en tókst að forða sér af vettvangi. Í tengslum við rann- sókn málsins voru títtnefndir Ísak Logi og Sindri Snær handteknir. DV óskaði eftir frekari upplýs- ingum frá lögreglu á Akureyri um rannsókn málsins og hvort ákærur hefðu verið gefnar út en fékk sama svarið. Lögreglan ætlar ekki að tjá sig um málið að sinni. n n Efasemdir um bókhald Danna danska n Illa farið með Bigga bangsa n Lögreglan verst allra frétta Marvin Haukdal Var fórnarlamb hnífstunguárásar í Kjarnaskógi í fyrra sem Ísak Logi er talinn tengjast. Þeir sitja engu að síður saman í gæsluvarðahaldi vegna frelsissviptingarmálsins. Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofnar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000 W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Ísak Logi Bjarnason Aðeins 19 ára að aldri er Ísak Logi grunaður um aðild að tveimur alvarlegum hnífstunguárásum á síðasta ári. Kjarnaskógur Vettvangur hnífstunguárásar í fyrra. Glerárkirkja Vettvangur líkamsárásar í október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.