Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Qupperneq 26
26 sport 16. febrúar 2018 Hjátrú og trú Hjátrú og trú tengist mikið inn í íþróttir og í Bandaríkjunum eru mörg dæmi þess að íþróttafólk telji að trú sín á guð hjálpi mikið til. Sú hefð er ekki eins rík á okkar ástkæra Íslandi en nokkrir íþróttamenn trúa þó á guð en kannski ekki á hjálp hans í keppni. Hjátrú er einnig stór hluti af íþróttum og margir sem nýta sér það og telja það hjálpa sér í leik og starfi. DV fékk nokkra af okkur fremstu íþróttamönnum til að svara spurningum um hjátrú og trú. hoddi@433.is n Er okkar fremsta íþróttafólk haldið hjátrú? n Hjálpar guð þeim í keppni? Arnar Pétursson Íslandsmeistari í hlaupum Ertu hjátrúarfullur? Nei. Var um tímabil alltaf í sömu sokkunum þegar ég var yngri en svo urðu þeir ónýtir og það kom ekkert í staðinn. Ertu trúaður og ef svo er hjálpar trúin þér í íþróttum? Ég er alls ekki trúaður og væri mjög mikið til í að Ísland yrði fyrsta almennilega trú- lausa land í heiminum. Að sama skapi væri ég virkilega til í að vera trúaður því ég held maður geti sótt ótrúlegan innri styrk með því að trúa á eitthvað stærra en maður sjálfur, því miður er bara ekkert sem hefur látið mig halda að Guð sé til. júlían j. K. jóhannsson Kraftlyftingamaður Ertu hjátrúarfullur? Ég er ekki haldinn sérstakri hjátrú fyrir mót hjá mér en auðvitað ýmsar reglur sem ég set mér og sá reglurammi þrengist þegar nær dregur móti. En ég hef reynt að þjálfa mig í því að æfa og keppa við fjölbreyttar aðstæður svo ég sé undir sem flest búinn. Til að bæta aðeins við þá hefur það gerst tvisvar að ég hef borðað hangikjöt með uppstúf o.s.frv. kvöldið fyrir mót og á þeim mótum hefur mér gengið mjög vel en það hefur ekki orðið að neinni hjátrú hjá mér enn. Ertu trúaður og ef svo er hjálpar trúin þér í íþróttum? Ég get nú ekki sagt að ég sé trúaður en ég hef séð marga trúaða keppa í minni íþrótt og stundum er engu líkara en það hjálpi þeim. Kannski að það sé málið. Valdís Þóra jónsdóttir Atvinnukylfingur Ertu hjátrúarfull? Ég er ekki beint haldin hjátrú þannig séð en er með rútínu sem er alltaf sú sama áður en ég fer út á völl. Ertu trúuð og ef svo er hjálpar trúin þér í íþróttum? Ég trúi ekki beint á guð en ég trúi á að það sé eitthvað annað sem tekur á móti manni þegar maður deyr. Andri rúnar Bjarnason Landsliðsmaður í knattspyrnu Ertu hjátrúarfullur? Ég er ekki haldinn hjátrú eða neinu slíku. Ertu trúaður og ef svo er hjálpar trúin þér í íþróttum? Ég trúi ekki á guð. Ég gerði það þegar ég var yngri en eftir því sem vísindin urðu öflugri og við fengum fleiri svör því minni varð trú mín. glódís Perla Viggósdóttir Landsliðskona í knattspyrnu Ertu hjátrúarfull? Ég er ekki haldin hjátrú fyrir æfingar né leiki. Var hins vegar þegar ég var yngri með hjátrú um að ég þyrfti að fara í hægri skóinn á undan vinstri og eitthvað svona týpískt fyrir leiki. Ertu trúuð og ef svo er hjálpar trúin þér í íþróttum? Ég veit í raun ekki alveg hverju ég trúi og er því ekki viss um hvort ég trúi á guð eða ekki. Ég trúi að það sé eitthvað æðra okkur en trúi ekki endilega að það hafi einhvern mátt eða áhrif á okkar veruleika heldur sé frekar einhvers konar ró sem við getum leitað til og sé eins konar ljós í myrkri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.