Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Qupperneq 28
28 fólk - viðtal 16. febrúar 2018 M arketa fæddist árið 1988 í smábænum Valasske Mezirici í landi sem hét þá Tékkóslóvakía en skiptist upp í tvö ríki, Tékkland og Slóvakíu, þegar kommúnism- inn riðaði til falls fjórum árum síð- ar. Foreldrar Marketu eru blaða- menn, búa enn í bænum og gefa saman út bæjarblað sem dreift er frítt. Þau eiga tvær dætur og er Marketa sú eldri. Hvernig var að alast upp í landi sem var að brjótast undan komm- únisma? „Ég fann mjög lítið fyrir því sjálf. En foreldrar mínir tala um þetta sem erfiðan tíma. Þau voru í háskólanum þegar þetta var að gerast og höfðu ekkert ferðafrelsi. Margar bækur og tónlistarplötur voru bannaðar og því þurfti að smygla þeim inn til landsins sem var hættulegt. Þau gerðu þetta nokkrum sinnum og ef einhver hefði komist að því hefðu þau verið rekin úr skólanum. En þegar ég var tveggja ára var allt farið að breytast.“ Fyrsta árið eftir að Marketa fæddist þurfti móðir hennar að sjá um hana ein. Allt til ársins 2004 var herskylda í landinu og faðir henn- ar var kvaddur í herskóla langt frá Valasske Mezirici . Á árunum eftir það var þröngt í búi hjá fjöl- skyldunni en Marketa segir að for- eldrar hennar hafi verið duglegir í að reyna að koma fjölskyldunni úr þeim kröggum sem flestir lands- menn voru í. Töluverð fátækt var í landinu og fá tækifæri fyrir ungt fólk. „Ég held að þjóðin hafi ekki enn náð að gera upp tíma komm- únismans og jafnað sig almenni- lega á honum.“ Skorti sjálfstraustið Þegar Marketa var yngri lék hún sér mikið einsömul og átti ekki marga vini. Það voru helst frænkur hennar sem hún lék sér með. „Ég var svolítið í mínum eigin heimi þegar ég var krakki. Ég elskaði tón- list, teiknaði mikið og föndraði en ég var afskaplega feimin. Ég sé hvað dóttir mín, sem er fjögurra ára í dag, er öðruvísi. Hún hefur sjálfstraustið sem mig skorti.“ Hvernig var í skólanum? „Mér fannst ég mjög út undan í skólanum. Ekki af því að einhver væri að gera það viljandi heldur fann ég mig ekki alveg með öðr- um. Ég veit ekki alveg af hverju mér leið þannig. Það var ekki fyrr en miklu seinna að mér var far- ið að líða betur innan um fólk og fannst það skilja mig.“ Ávallt var mikil tónlist á heim- ilinu og faðir hennar var sífellt að setja plötur á fóninn. Foreldrar hennar spiluðu sjálf ekki á neitt hljóðfæri en þegar Marketa var sjö ára hóf hún að læra á píanó. „Það var draumur fyrir mömmu. Hana hafði alltaf langað til að spila á píanó en foreldrar hennar höfðu ekki efni á því að kaupa píanó fyrir hana.“ Skömmu síðar hóf hún að læra á gítar og selló og einnig söng hún mikið. Píanó er þó hennar að- alhljóðfæri í dag. Hverjir voru áhrifavaldarnir? „Ég hlustaði mikið á söngvara sem sungu róleg og falleg lög eins og til dæmis Simon og Gar- funkel, Joni Mitchell, Kate Bush og Leonard Cohen. Sterkar melódí- ur og flottir textar var það sem ég var alltaf að leita að, ég tengdi við það. Ég hafði einnig mjög gaman að því að dansa við alls kyns tón- list en hlustaði aldrei mikið á rokk eða slíkt.“ Hún segir tónlist hafa mjög mikil áhrif á skap hennar og hvern- ig henni líður. Stundum þarf hún að stöðva tónlistina ef hún rímar ekki við tilfinningar hennar á þeim tíma. „Þegar ég eignaðist börn kom að þeim tímapunkti að mér fannst oft erfitt að hlusta á tónlist og vildi fremur hafa hljóð. Ég get ekki haft tónlist í bakgrunninum, til dæmis í bíl. Ég lít á tónlist eins og ferðalag.“ 17 ára til Írlands Árið 2001, þegar Marketa var þrettán ára gömul, kynntist hún írska söngvaranum Glen Hansard úr hljómsveitinni The Frames. Faðir hennar þekkti fólk sem að- stoðaði hljómsveitina við að halda tónleika í Tékklandi, þar á meðal í Valasske Mezirici. „Glen heim- sótti okkur og við urðum mjög góðir vinir. Það voru mörg hljóð- færi á heimilinu og við spiluðum saman. Hann kynnti mér það frelsi að semja eigin tónlist og hvatti mig áfram.“ Hljómsveitin fór margsinnis til Tékklands eftir þetta og Marketa kom fram með henni á tónleik- um. „Glen hafði trú á mér og það byggði upp mitt eigið sjálfstraust. Allt í einu fór ég að trúa að ég gæti starfað við tónlist.“ Einn fyrrverandi meðlimur The Frames, John Carny, gerðist kvik- myndaleikstjóri og ákvað að gera mynd um írskan tónlistarmann og tónlistarkonu frá Austur-Evrópu. „Á þessum tíma voru miklar sam- félagsbreytingar í gangi á Írlandi. Áður fluttu Írar út en nú voru inn- flytjendur farnir að koma til lands- ins. Hann vildi gera kvikmynd um þetta viðfangsefni.“ John spurði Glen hvort hann þekkti einhverja konu á fertugs- aldri frá Austur-Evrópu sem spil- aði á píanó og gæti tekið að sér hlutverkið. Glen stakk upp á Marketu sem var þá aðeins sautján ára. Hún flaug út og John sá að það var einhver orka í þeim tveimur. Úr varð að Glen og Marketa léku að- alhlutverkin í kvikmyndinni Once sem kom út árið 2007. Hún var tekin upp á þremur vikum og kost- aði aðeins 150 þúsund dollara en vakti strax athygli, sérstaklega fyrir tónlistina sem Glen og Marketa sömdu og fluttu. Hvernig leið þér fyrir framan myndavélina? „Það var svolítið skrítið í byrjun en ég var fljót að venjast því. Þetta verður ekkert mál ef maður hættir að hugsa um hvernig maður lítur út og hvað maður gerir. Maður hættir að taka eftir myndavélun- um. John notaði þá aðferð að taka skotin langt frá til að trufla ekki.“ Tilnefningin kom ekki af sjálfri sér Þann 22. janúar árið 2008 voru Óskarstilnefningar kynntar og lag- ið „Falling Slowly“ úr Once var þar á meðal. Marketa segir að að það hafi komið á óvart en ekki gerst af sjálfu sér. Að fá tilnefningu var eitt- hvað sem Glen og Marketa höfðu unnið hörðum höndum að. „Við byrjuðum á því að kynna myndina á Sundance-kvikmynda- hátíðinni í Salt Lake City. Stans- laust vorum við að spila tónlistina, veita viðtöl, mættum á sýningar til að svara spurningum áhorfenda. Þegar Fox Searchlight ákvað að dreifa myndinni fyrir okkur gerð- um við samning um að ferðast um Bandaríkin og kynna myndina í mánuð. Það sem skipti mestu máli var það umtal sem myndin fékk og við vorum andlit hennar. Ef við hefðum ekki gert þetta hefðum við aldrei fengið tilnefninguna.“ Verkefnið vatt stöðugt upp á sig og sífellt fleira fólk fór að tala um myndina. Marketa segist hafa heyrt alls kyns sögur sem henni þykir mjög vænt um í dag. „Til dæmis af fólki sem ákvað að gifta sig á tónleikunum okkar. Ástar- sögur af fólki sem fannst það eiga hluta af kvikmyndinni, sögunni og tónlistinni.“ Voruð þið Glen par? „Já, í smá stund. En við vorum miklu betri vinir en par.“ Óskarsverðlaunahátíðin eins og brúðkaup vinafólks Marketa og Glen voru einnig til- nefnd til Grammy-verðlauna fyrir lagið en Marketa segir að sú upp- lifun hafi valdið vonbrigðum. „Sú verðlaunaafhending er gerð fyrir sjónvarp. Þarna var hálftómur sal- ur, með plasthúsgögnum og ein- hverjum skreytingum. Það var skrítin stemning í húsinu og okkur leið ekki eins og við værum hluti af einhverjum hópi þar. Ég tók þá reynslu með mér á Óskarinn og hafði ekki mjög miklar væntingar.“ Þann 24. febrúar gengu Marketa og Glen inn í Kodak-höllina í Óskarsverðlaunahafinn í Vesturbænum Marketa Irglova er tékkneskur tónlistarmaður sem hlaut Óskarsverðlaun árið 2008 fyrir lag í írskri kvikmynd. Þá var hún aðeins 19 ára gömul og yngsti einstaklingurinn sem hlotið hefur styttuna eftirsóttu ef utan eru skildir leiklistarflokkarnir. Marketa, sem einnig lék annað aðalhlutverkið í myndinni og hefur flutt tónlist sína um allan heim, hefur búið á Íslandi í sex ár með manni sínum Sturlu Míó Þórissyni upptökustjóra. Eiga þau tvö börn og það þriðja er á leiðinni auk dóttur sem Sturla átti fyrir. Kristinn heimsótti Marketu í upptökuver þeirra á Seltjarnarnesi og ræddi um æskuna, kvikmynda- og tónlistarferilinn og umskiptin við að flytja til Íslands. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Ég var svolítið í mínum eigin heimi þegar ég var krakki. Methafi Marketa er yngsti einstaklingurinn sem unnið hefur Óskarinn ef undan er skilinn flokkur leikara. Myndir SiGTryGGur Ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.