Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Qupperneq 45
tímavélin 4516. febrúar 2018 Susan baðar sig Susan Haslund, skemmtikraft- ur frá Árósum í Danmörku, kom hingað hvert sumar árin 1974 til 1981. Hún ferðaðist um landið og sýndi nektardans í samkomuhúsum, veitinga- stöðum og karlaklúbbum. Ís- lendingar voru óvanir nektard- ansmeyjum og hvað þá því sem Susan bauð upp á. En sýningin varð engu að síður gríðarlega vinsæl hér. Í atriði sínu baðaði hún sig í ákaflega litlu baðkari og dillaði sér í allar áttir. Hún átti önnur atriði upp í erminni, kom fram í jólasveinsbúning og sem brúður. Baðkarið stóð samt upp úr og var auglýsinga- herferðin byggð á því: „Susan baðar sig“. Susan lærði sálfræði og starfaði síðar sem leikskóla- kennari. Sagt var að hún væri bráðsnjöll og reglusöm, snerti hvorki áfengi né eiturlyf. „Farið varlega – elskurnar“ Þann 23. nóvember árið 1953 birtist forsíðufrétt í Mánu- dagsblaðinu um að kynvilla fyndist hér á landi. Þar kom fram að vitað væri um kynvill- inga sem störfuðu hjá tiltek- inni ríkisstofnun. Tekið var fram að greinin væri ekki rit- uð til að ákæra neinn mann eða stofnun. „Til þeirra hefur sézt og um þá er vitað.“ Blaða- maður þóttist stíga varlega til jarðar því að kynvilla væri mál sem varla mætti festa á prent. Vandamálið taldi hann að full- orðnir menn tældu veikgeðja unglinga til maka og gætu ung- lingarnir því smitast af þessum „sjúkdómi“ og orðið „homos- exuals.“ Þetta afbrigði kynlífs væri ekki viðurkennt af samfé- laginu, kynvillingar væru vand- ræðamenn sem móðguðu sam- starfsfólk sitt. Greininni lauk á orðunum: „Farið varlega – elsk- urnar.“ Espihóls- annáll 1782 „Kona síra Jóns Stefánssonar í Vallanesi hóraðist með vinnumanni föður síns, síra Eiríks á Kolfreyjustað“ sagði þar að ekki væri hægt að ræða myndina á prúðmannlegan hátt. Minntist hann þess að hafa komið inn í baðhús í Pompei á Ítalíu sem var prýtt með smá- myndum af samförum manna og dýra. „Þessar myndir voru gerðar á hnignunartíma Rómarveldis og sýndu hvernig var komið fyrir sið- menningunni.“ Sagði hann menn- ingu Dana og Svía komið á þetta stig vegna klámvæðingarinnar. Fólkið í pallborðinu hafði mikl- ar áhyggjur af því að börn kynnu að sjá myndina og Freymóður taldi að börn undir 17 ára aldri hefðu ekk- ert með kynferðisfræðslu að gera yfirhöfuð, hvorki í kvikmyndahús- um né skólum. „Eiga kannski að vera samfarir í skólastofunum? Vilja þeir sem hér eru viðstadd- ir, rétta upp hendi, sem eru fúsir til slíks.“ Myndin var kærð líkt og Vixen! en kærunni vísað frá. Eftir þetta fékk Freymóður viðurnefnið Óðinn hinn meyfróði. n „Eiga kannski að vera samfarir í skólastofunum?“ Freymóður Jóhannsson Taldi ungmenni ekki þurfa á kynferðisfræðslu að halda. raunveruleg og segir aldrei nei.“ Upptalningunni lauk ekki þar. Sjá mátti Ruddann, Ótemjuna, Didda hrekkjótta, Tortímandann, Kjaftakerlinguna, Þroskahjálp, Broddgöltinn, Bragðarefinn, Limakrúnuna, Frikka fljóta, Skeið- varginn og margt margt fleira. Sýndu nærföt, leður og tól Haukur segir að verslunin hafi fengið margar beiðnir um að sýna vörurnar, bæði í saumaklúbbum og annars staðar. Þá kom upp sú hugmynd að ráða fyrirsætur til að sýna vörurnar. „Við auglýst- um eftir stelpum til að auglýsa undirfatnað og djarfan leður- fatnað. Það voru svo margar stelpur sem sóttu um að þú myndir ekki trúa mér. Þær vilja náttúrlega allar vera módel.“ Haukur og Guðmundur réðu þá nokkrar stúlkur til að sýna í saumaklúbbum. „Við vorum alltaf í frétt- unum og það var farið að líta á mig sem einhvern dóna- karl þó að ég hefði upp- runalega ekki viljað tengja nafn mitt sérstaklega við þetta. Blaðamaður Helgar- póstsins tók viðtal og lofaði að birta engin nöfn en stóð auð- vitað ekki við það, heldur birti þriggja síðna grein um nýjung í ástarlífinu á Íslandi og birti myndir úr Hustler og öðrum klámtímaritum með.“ Þá hafði eigandi skemmti- staðsins Sigtúns samband við Hauk og bauð honum að setja upp opna sýningu á staðnum. Þeir tóku boðinu og ákváðu jafnframt að bæta strákum inn sem fyrirsætum. Sú sýning vakti mikla athygli, svo mikla að Vil- hjálmur Svan, eigandi skemmti- staðarins Upp og Niður, bauð þeim að halda sýningu í hverri viku sem var samþykkt. Fram að þessu höfðu sýningarnar fyrst og fremst verið hugsaðar sem auglýsing fyrir vörurnar en fljótt öðluðust þær sjálfstætt líf. Ein stúlkan í vændi Fram að þessu hafði Upp og Nið- ur verið í rekstrarkröggum en það breyttist eftir að Pan-hópurinn mætti á svæðið. „Það var fullt hús í eitt og hálft ár, allar helgar og öll kvöld.“ Einnig var farið út á land, á Akureyri, Ísafjörð, Vestmannaeyjar og víðar til að sýna og í einkasamkvæmum. Hópnum var skipt í þrennt en einn var aðalhópur og yfirleitt voru þrjár stúlkur og tveir strákar á sviðinu í senn. Haukur segist ekki hafa haft vaxtarlagið í að sýna sjálfur en hann gegndi hlutverki kynnis. Á sýningunum voru sýnd nær- föt og leðurföt af ýmsum gerðum og sum ansi efnislítil. Einnig voru sýndar svipur, handjárn og fleira sem nýta mátti í hjónalífinu. Fyrir sæturnar voru mjög ungar, á 16 til 20 ára aldri. Miklar sögur spunnust um Pan-hópinn, að þar væri mikið eiturlyfjasvall og vændi stundað. Var einhver óregla í gangi? „Nei, þetta voru flestallt mjög heilbrigðir og góðir krakkar sem voru að sýna.“ Leiðir Hauks og Guðmundar skildi þegar sýningarnar ágerðust því Guðmundi leist ekki á stefn- una sem farin var. Ákveðið var að Guðmundur héldi áfram með póstverslunina en Haukur héldi áfram með sýningarnar. Í samtali við DV í júní árið 1987 sagði Guð- mundur: „Ég er sannfærður um að Pan-sýningarhópurinn stund- ar vændi samfara sýningarstörf- unum … Rekstur sýningarhópsins var farinn úr böndum og orðinn baggi á fyrirtæki mínu. Fyrrver- andi félagi minn sá um þetta og eitthvert agavandamál virðist vera innan hópsins því til mín hafa streymt áfengisreikningar sýn- ingarfólksins, svo ekki sé minnst á leigubílanótur.“ Var nafni Pan- hópsins þá breytt í Pam. Í sömu grein stendur að hringt hafi verið í Hauk á skrifstofuna og því svar- að að hægt væri að „fá eina sýn- ingarstúlkuna.“ „Annars er ég ekki vanur að ræða þessi mál í síma.“ Var vændi í gangi? „Ekki sem ég vissi um. Ég reyndar frétti það seinna að ein stelpan hefði verið að selja sig. Ég vissi það ekki þá og það var ekk- ert vændi á sýningunum. Það var bara þessi eina manneskja.“ Sýningarnar gerðust sífellt djarfari með leðju- slag, gelslag, fatafellu- samkeppni og blaut- bolakeppni sem Baldur Brjánsson töframaður tók að sér að stýra. Stund- um voru haldin sér- stök karlakvöld þar sem einungis stúlkur sýndu og kvennakvöld þar sem aðeins strákar sýndu. Í Samúel segir að áhorfendur hafi borg- að fyrir sjá spjarir falla af fyrirsætunum: „ Fyrir ákveðnar upphæðir tíndu þær af sér spjar- irnar á „lostafullan“ hátt. Kossa og kreistingar gátu áhorfendur fengið fyrir eitt til fimm hundruð krónur. Gestir stungu peningum í nærhald stúlknanna og fengu sína fjár- festingu þá strax til baka. Fljótlega voru þrjár stúlknanna orðnar ber- brjósta … Þegar hitna fór í hamsi enduðu tvær stúlkur í faðmlög- um liggjandi á miðju gólfi, hvattar áfram af fremur daufum áhorfend- um (miðað við aðstæður) létu þær vel hvor að annarri.“ Mættuð þið einhverri andstöðu? „Auðvitað var fjöldi fólks á móti þessu og varð hneykslað, helst Þjóð- viljinn sem sagði okkur setja upp sadistasýningu. En yfirleitt var fjall- að um þetta á jákvæðum nótum.“ Blökkufólk og gott framboð af taílenskum stúlkum í Evrópu Aðeins 18 mánuðum eftir stofnun Pan-hópsins var öllu lokið en áhugi landsmanna hafði þó síður en svo minnkað. Skipuleggjendur önnuðu vart eftirspurn og fjölgað hafði í hópi þeirra sem sýndu. Haukur bauð upp á val milli blökkufólks og hvítra en í viðtali sem birtist í DV, laugardaginn 12. júlí árið 1986 sagði hann menn geta „pantað blandaðan hóp, svartan eða alhvít- an, allt eftir óskum hvers og eins.“ Hann hafði þá ráðið þeldökkt sýn- ingarfólk til starfa og bauð sýningar á alla mannfagnaði, hvort sem væri í heimahúsum eða á opinberum skemmtistöðum. Í maí sama ár sagðist hann einnig vera að flytja inn þrjár stúlkur frá Taílandi: „Það er nóg framboð af þessum stúlkum í Evrópu. Þessar sem við höfum verið í sambandi við starfa nú við sýningar í Þýskalandi. Það er ekkert mál að fá þær til að koma hingað. Vandinn er bara sá að við komumst ekki yfir að anna öllum þeim beiðnum um sýningar sem við fáum. Því er enn óráðið hvenær þær taílensku koma,“ sagði Hauk- ur í baksíðufrétt DV. Frelsaðist og leysti upp hópinn Skömmu eftir að Pan-hópurinn leystist upp síðla árs 1986 birt- ist Haukur á öldum ljósvakans á kristilegu útvarpsstöðinni Alfa, sem var forveri bæði Lindarinnar og Ómega. Síðustu þrjá áratugi hef- ur hann meðal annars starfað við húsamálun, flutt inn gallabuxur og selt sólgleraugu í Kolaportinu. „Við vorum búin að innrétta og vorum að fara að opna flotta búð með hjálpartækjum ástarlífsins en ég fór þá í kirkju í Njarðvík og frelsaðist. Þá henti ég þessu öllu frá mér og fór í Biblíuskólann, akkúrat þegar allt var á toppnum. Ég var fullur og flottur á þessum tíma en væri sennilega dauð- ur ef ég hefði ekki reddað mér út.“ Um áratug eftir að Pan-hópur- inn var og hét varð Ísland skyndi- lega mjög kynferðislega opinskátt land. Tímaritið Bleikt og blátt seld- ist eins og heitar lummur, nektar- staðir spruttu upp eins og gor kúlur, Páll Óskar og Rósa á Spotlight héldu klámkvöld og fyrstu erótísku kvikmyndirnar voru framleiddar. Myndu sýningar eins og þær sem Pan-hópurinn bauð upp á ganga upp í dag? „Nei. Þetta myndi hvorki þykja fugl né fiskur í dag. Það hafa nátt- úrlega komið þessir strippstaðir og sýningar Pan-hópsins voru eins og englakór við hliðina á þeim.“ Banaslys á Hverfisgötu Miðvikudagskvöldið 20. apríl árið 1988 lést hin 22 ára gamla Linda Björk Bjarnadóttir í bílslysi á Hverfis- götu. Linda var einn þekktasti með- limur Pan-hópsins og sú sem kom hvað oftast fram á síðum blaðanna. Lögreglan fékk tilkynningu klukkan 23.21 um að slys hefði átt sér stað rétt austan við Klapparstíg eftir kappakstur tveggja bifreiða. Linda gekk yfir götuna með hópi fólks þegar bílarnir komu á miklum hraða á báðum akreinum. Bílstjórarnir sáu hópinn of seint og náðu ekki að hemla. Önnur bifreiðin lenti á Lindu sem lenti á framrúðunni og svo í götuna. Hún var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahúsið og félagi hennar slasaðist. n Baldur Brjánsson og Alfreð Alfreðsson á sýningu Helgarpósturinn, maí 1986. Gelslagur Helgarpósturinn, maí 1986. Linda lést í sviplegu bílslysi DV, maí 1986. Sýnin arhópu inn Tíminn, 1986
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.