Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Síða 48
48 16. febrúar 2018 Þú hefur kannski tekið eftir því að Facebook er búið að breyta taktinum á síðustu vikum? Við fáum aðallega tilkynningar um að einhver hafi svarað kommenti eða smellt læki á það. Fréttalinkum hefur verið skipt út fyrir myndir af börnum og gæludýrum og svo tökum við eftir mikilli virkni í öllum þessum grúppum. Sumum finnst breytingin ágæt, enda hefur hún orðið til þess að margir nota tímaþjófinn minna. Aðrir kunna illa við þetta, enda hafa margir vanist Facebook sem allsherjar frétta­ gátt þar sem bæði er hægt að fylgjast með og ræða þjóðmálin, og halda sambandi við vini og kunningja. Líklegast hefur forystulið Facebook fengið sjokk þegar það sá hversu einhliða (pólaríseruð) hægri/vinstri stjórnmála­ umræðan þróaðist í gegnum fréttadeilingar á miðlinum og hvernig notendur létu gabbast af platfréttum hvers konar. Þau hafa ákveðið að einblína meira á einkalífið í stað þess að kynda undir einsleitni í pólitískri umræðu sem leiddi m.a. af sér appel­ sínugulan forseta og annað rugl. Undanfarin tíu ár, eða frá og með tilkomu læktakkans, hefur Facebook hefur á vissan hátt þjónað sama tilgangi gagnvart fjölmiðlum á netinu og Spotify gagnvart tónlistar­ fólki og Netflix kvikmyndaframleið­ endum. Facebook flokkaði síður (pages) eftir tegundum, og efni, sem var póstað í gegn­ um Facebook­síður fjölmiðla fékk góða dreifingu, – allt til síðustu áramóta. Þegar maður pælir í því þá var þetta frekar steikt. Fréttir eru ekki sams konar afþreyingarefni og tónlist eða kvikmyndir og því ætti ekki að vera einhver samfélags­ miðill funkerandi sem miðlunargátt fyrir fréttaefni. Góður fjölmiðill flytur heiðarlegar frásagnir af því sem er að gerast í þjóðfélaginu og heiminum og leitast við að vera eins sannur og hægt er. Það virkar því frekar undarlega þegar þessar frásagnir eru „sponsaðar“ inn á samfélagsmiðil eða auglýstar eins og eitt­ hvert tannkrem eða önnur markaðsvara. Vinsældir fjölmiðils ættu að ráðast af gæð­ um hans og smellirnir ættu að vera tilkomnir af sömu ástæðu. Auglýsendur ættu að velja að kaupa auglýsingar í fjölmiðli sem er góður og þar af leiðandi vinsæll, ekki af því einhver hópur Indverja, eða annarra gervinotenda, smellir á fullu gegn þóknun. Við þurfum að fara aftur í tímann þegar kemur að vefmiðlum. Merkja uppáhaldsfjöl­ miðlana sem upphafssíður í vafranum í stað þess að láta duttlungafulla og tilraunaglaða Zuckerbergera heimsins stjórna því hvort fjölmiðlarnir standa eða falla. Hver stjórnar því hvaða fréttir þú lest og hvað eru góðir fjölmiðlar? Margrét H. gústavsdóttir margret@dv.is Franz Gunnarsson, gítarleikari og söngvari, er í hópi valin­kunnra tónlistarmanna sem standa að sérstakri Soundgarden rokkmessu á Gauknum, laugardaginn 17. febrúar. Messan verður haldin til heiðurs söngvaranum og Íslandsvin­ inum Chris Cornell sem lést aðeins 52 ára að aldri í maí í fyrra. Dagskráin samanstendur af helstu lögum rokksveitarinnar Soundgarden þar sem Chris Corn­ ell var forsprakki og helsti laga­ og textahöfundur. Einnig mun dúett­ inn Bellstop koma fram og leika lög frá sólóferli og hliðarverkefnum Chris Cornell. „Hann var búinn glíma við þunglyndi og kvíða í mörg ár. Notaði bæði lyfseðilsskyld lyf og verkjalyf sem fóru misvel í hann og í raun er dánarorsökin rakin til þeirra því það var í sjálfu sér allt með besta móti í lífi hans þegar hann stytti sér fyrirvaralaust aldur eftir tónleika. Hann var vel kvæntur og átti fallega fjölskyldu,“ segir Franz. „Konan hans er búin að „blammera“ lyfjarisana mikið eftir þetta, enda ekki í fyrsta skipti sem fólk á besta aldri fellur frá vegna lyfjanotkunar. Hún heyrði í Chris í síma rétt áður en þetta gerðist, fattaði að það var ekki allt með felldu og bað félaga hans að fara að gá að honum. Þegar sá braut niður hurðina á búningsherberginu var það of seint. Chris var búinn að hengja sig,“ útskýrir Franz og bætir við að flestir forsöngvarar grugg­ sveitanna svokölluðu sem komu fram upp úr 1990 hafi svipt sig lífi eða látist af völdum ofneyslu fíkni­ efna og áfengis: „Sá eini sem er enn á lífi er Eddie Wedder úr Pearl Jam.“ Sjálfur hefur Franz verið aðdáandi Soundgarden um árabil en hann vill meina að sveitin hafi ýtt úr vör þessari tónlistarstefnu sem tröllreið öllu í upphafi tíunda áratugarins: „Flestir halda að Nirvana sé fyrsta grugg­sveitin en Soundgarden var sú fyrsta sem komst á útgáfusamning og kom þannig Seattle, sem tón­ listarborg, á kortið,“ segir hann og bætir við að það sem gerði sveitina, og síðar þessa tónlistarstefnu, að því sem síðar varð raunin hafi meðal annars skrifast á textana. „Á textunum má heyra að höfundarnir voru flestir að berjast við þunglyndi og kvíða enda fjöll­ uðu þeir oftast um þessar dekkri hliðar mannlífsins, og ungt fólk, utanveltu í samfélaginu, tengdi auðveldlega við þetta.“ X kynslóðin verður í essinu sínu Franz segist reikna með því að með­ alaldur tónleikagesta á laugardaginn verði í kringum fertugt og upp úr enda sé það X kynslóðin sem einna helst unni þessari tónlistarstefnu. Þá eigi gruggið sér einnig eldri aðdá­ endur enda sé kjarni tónlistarinnar sóttur til sveita á borð við The Who og Led Zeppelin. „X kynslóðin afmarkast af fólki sem er fætt á bilinu 1970 til svona 1985 en rokkunnendur eru auðvitað á öllum aldri,“ segir hann að lokum. Meðalaldurinn verður í kringum fertugt HVENÆR: Laugardaginn, 17. febrúar 2018.KLUKKAN: Opnar 21.00. Tónleikar hefjast 23.00KOSTAR: 2.500 kr. í forsölu. 3.000 kr. við inngang.ALDUR: 20 ára nema í fylgd með forráðamanni.FORSALA: tix.is HEiðURSSVEiTiN: Söngur / Gítar: Einar Vilberg Gítar / Söngur: Franz GunnarssonBassi / Söngur: Jón Svanur SveinssonTrommur: Skúli Gíslason BELLSTOp: Elín Jónsdóttir – Söngur Rúnar Sigurbjörnsson – Gítar / Söngurhttps://www.facebook.com/bellstop.is/ CHRiS CORNELL Chris heitinn kom tvisvar sinnum til Íslands með tón- leika. Í fyrra skiptið með hljómsveit en í seinna skiptið sat hann einn á sviði Eldborgar með kassagítarinn. Soundgarden rokkmessa á Gauknum ViðBURðUR „Hann var búinn glíma við þunglyndi og kvíða í mörg ár. Notaði bæði lyfseðilsskyld lyf og verkjalyf sem fóru misvel í hann „Undanfarin tíu ár, eða frá og með tilkomu læktakkans, hefur Facebook á vissan hátt þjónað sama tilgangi gagnvart vefmiðlum og spotify gagnvart tónlistar­ fólki og Netflix kvik­ myndaframleiðendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.