Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Qupperneq 49
 16. febrúar 2018 49 Kristín Mariella Friðjóns-dóttir fæddist í Reykjavík 21. apríl 1989. Hún er dóttir þeirra Margrétar Sigurðar- dóttur, kennara í Landakotsskóla, og Friðjóns Arnar Friðjónssonar hæstaréttarlögmanns. Kristín á þrjú systkini, Áslaugu Írisi, f. 1981, Tómas, f. 1984, og Alexander, f. 1991. Kristín er uppalin í Fossvog- inum. Hún lauk menntaskólanámi frá MH og stundaði fiðlu- og víólu- nám í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Eftir menntaskóla lá leið hennar til Bandaríkjanna þar sem hún stundaði framhaldsnám í víóluleik við Temple University en nú beinist áhugi hennar fyrst og fremst að uppeldisnálgun sem kallast RIE, – eða virðingarríkt tengslauppeldi á íslensku. Hún heldur úti vefsíðunni www.respectfulmom.com sem hefur notið mikilla vinsælda meðal foreldra. Eiginmaður Kristínar heitir Orri Helgason og starfar hjá Hyper Island í Singapúr þar sem fjölskyldan býr. Þau eiga tvö börn, Ylfu, fjögurra ára, og Breka, eins árs. 07.00 Yfirleitt vakna ég klukkan sjö með börnunum mínum og útbý fyrir þau hafragrauts-gúmmelaði með fræjum, olíum og vítamínum. Ég sjálf verð ekki svöng fyrr en aðeins seinna og fæ mér þess vegna ekki mikið meira en grænt vítamínduft í vatni svona til að vakna aðeins betur. 08.00 Það tekur okkur um 45–55 mín- útur að komast í skólann og við þurfum að taka strætó og lest til að komast á leiðarenda. Ég kýs að líta á þennan langa ferðatíma sem einkatímann okkar Ylfu en eftir að litli bróðir kom í heiminn þá er mikilvægt að búa til tíma þar sem hægt er að gefa hvoru systkini um sig 100% athygli. Á morgnana er hann heima með au-pair stelpunni okkar. 09.30–10.00 Í tæpt ár hef ég farið á sama kaffi- húsið til að vinna, sest á sama stað- inn og panta mér alltaf það sama – bláberjaskonsu og grænt te. Ég er orðin alveg einstaklega góð í að koma mér strax í vinnugírinn því ég má í raun engan tíma missa. Ég skrifa pistla og handrit að Youtube- myndböndum, set upp glærur fyrir námskeið, viðheld Facebook-hóp- unum mínum eða set daglega RIE- fræðslu inn á Snapchat-ið mitt. 13.00 Ég vinn í þrjá til fjóra tíma og stekk svo örstutt í matvöruverslunina á horninu til að kaupa í matinn ef eitthvað vantar, og tek síðan lest eða leigubíl heim enda vil ég vera þar þegar Breki vaknar. 13.30 Mín helsta áskorun yfir daginn er að hægja á hausnum eftir vinnu morgunsins. Koma mér úr vinnugírnum í meðvitað ástand þar sem ég er róleg, slök og í tengingu við sjálfa mig. Í því ástandi vil ég koma inn um dyrnar heima, tilbúin að njóta tímans með stráknum mínum í núvitund og helst veita honum 100% athygli áður en stóra systir kemur heim. Ég legg símann iðulega efst uppi á bóka- skáp og reyni að halda honum þar fram að kvöldmat. Oftast tekst mér að skipta alveg um gír og hrista stressið af mér en stundum tekst það ekki. Það hefur hins vegar hjálpað mér mikið að nýta tímann í lestinni, hugleiða, anda djúpt og reyna þannig að komast í rétt ástand á leiðinni heim eftir morgunvinnuna. 16.00 Ég er svo heppin að vera með au- pair stelpu til aðstoðar en hún sæk- ir Ylfu í leikskólann og þannig get ég einbeitt mér að Breka litla yfir daginn. Stundum erum við Breki komin í garðinn eða á leikvöllinn um eftirmiðdaginn og þá hitta þær okkur þar. Það er nefnilega of heitt yfir hádegið til að fara út. Garðarnir og leikvellirnir vakna til lífsins eftir klukkan þrjú enda þá fyrst hægt að njóta útiverunnar án þess að stikna. 17.30 Við borðum kvöldmatinn snemma enda förum við snemma í háttinn. Ylfa elskar að aðstoða við elda- mennskuna, sem er nú oftast í einfaldara lagi. Orri dettur oftast inn um dyrnar þegar við erum rétt að byrja að borða og það er alltaf jafn gaman að fá pabba heim. 19.15 Ef einhver er ennþá svangur eftir kvöldmatinn og baðið má fá sér bananasnarl. Svo burstum við tenn- ur og leikum okkur ef tími er til en upp úr sjö eru tvær sögur lesnar uppi í rúmi og svo eru ljósin slökkt. 19.30–20.00 Við foreldrarnir eigum oftast rólega stund eftir að börnin sofna. Horfum á sjónvarpið eða spjöllum saman áður en við förum að sofa, sem er milli ellefu og tólf. Snapchat: kmariella Instagram: @respectfulmom Kristín Mariella Friðjónsdóttir - 100% núvitund, bláberjaskonsur og brjálaður hiti í Singapúr Hvað er besta ráð sem þér Hefur verið gefið? „Treystu ferlinu.“ Hvaða ráð vilt þú gefa öðrum? Ég hvet alla foreldra til þess að gera minna. Slaka á, fylgjast meira með og njóta með börnunum sínum akkúrat eins og þau eru, akkúrat í dag. Hvað vildir þú að þú Hefð- ir vitað fyrr? Hversu vel mér fór að líða þegar ég byrjaði að njóta þess að vera einlægasta útgáfan af sjálfri mér. Da gur í l ífi Meðalaldurinn verður í kringum fertugt „Ég er orðin alveg einstak- lega góð í að koma mér strax í vinnugír- inn því ég má í raun engan tíma missa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.