Fréttablaðið - 10.03.2018, Síða 2

Fréttablaðið - 10.03.2018, Síða 2
Veður Snjókoma vestast á landinu með morgninum, en léttir til fyrir hádegi. Annars áframhaldandi austlæg átt í dag með éljum, en bjart veður sunnanlands. Hiti áfram um og undir frostmarki. sjá síðu 52 Jóhann Jóhannsson kvaddur hinstu kveðju Útför Jóhanns Jóhannssonar tónskálds var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Jóhann lést í Berlín 9. febrúar síðastliðinn, 48 ára að aldri. Tónverk Jóhanns hafa verið tilnefnd til fjölda verðlauna, þar á meðal Óskarsverðlauna, BAFTA og Golden Globe. fréttablaðið/vilhelm gunnarsson samfélag „Við erum búnar að læra mjög mikið og leggja ótrúlega hart að okkur, svo er okkur bara sagt að þetta gildi ekki!“ segja bekkjar- systurnar Eva María, Birgitta, María, Kamilla og Teresa María í 9. bekk í Vatnsendaskóla í Kópavogi. Þeim finnst Menntamálastofnun sýna sér óvirðingu og eru allt annað en sáttar við framkvæmd samræmdra prófa. Sjálfar hafa þær lagt mikið á sig og sleppt því að mæta á æfingar, bæði í íþróttum og tónlist, til að undirbúa sig fyrir prófin. „Okkur finnst bara verið að svindla á okkur og viljum bara standa upp fyrir okkur sjálfar,“ segja þær stöllur. Vinkonurnar lýsa enskuprófinu sem þær tóku í gær. „Svörin voru alltaf að detta út hjá okkur og við þurftum alltaf að byrja upp á nýtt og setja svörin inn aftur. Svo þegar við vorum að skila prófinu þá kom bara „error“, þannig að við vitum ekkert hvort við skiluðum prófinu. Núna er verið að segja að prófið eigi ekki að gilda. Samt vorum við látnar læra fyrir prófið, taka prófið og klára það.“ Vinkonurnar og nemendur úr öðrum skólum hafa borið saman bækur sínar. „Það voru bara nokkrir úr hverjum skóla sem komust inn í íslenskuprófið og voru látnir klára það. Þau voru látin sitja í prófinu, alveg í tvo klukkutíma, þótt allt hafi verið bilað og svörin alltaf að detta út þrátt fyrir að búið væri að senda hina heim og prófið ætti ekkert að gilda.“ Þær segja marga hafa verið mjög kvíðna allan síðasta mánuð vegna prófanna. „Mjög margir lærðu til dæmis mjög mikið fyrir íslensku- prófið og lásu alveg í heila viku og slepptu öllum æfingum og slíku. Og svo er prófið bara ekki gilt!“ Þær segjast ekki aðeins hafa fórn- að öllum tómstundum í aðdraganda prófanna heldur hafi þær líka keypt sérstakt stærðfræðinámskeið á net- inu sem kostaði 30 þúsund til undir- búnings fyrir samræmdu prófin. Aðspurðar segja þær alls ekki nógu skýrt af hverju þær eigi að leggja hart að sér í þessum prófum. „Nei, en það er bara svo mikil pressa og við skilj- um ekki alveg af hverju. Sumir kenn- arar segja að þetta gildi svo mikið og sé alveg ótrúlega mikilvægt á meðan aðrir segja að við þurfum bara að gera okkar besta en útskýra ekkert fyrir okkur af hverju eða vita bara ekki sjálfir ekki af hverju við erum að taka þessi próf.“ Þá segja vinkonurnar, sem hafa æft sig á prófum frá fyrri árum, prófin núna mun þyngri en þau hafa verið áður og það auki vissulega á kvíðann. Smári Stefánsson, faðir einnar stúlkunnar, segist ánægður með að þær vinkonurnar láti í sér heyra vegna málsins. „Þetta eru bara börn sem eru búin að eyða fullt af tíma í þetta og mér finnst þeim sýnd svo mikil lítilsvirðing. Svo axlar enginn ábyrgð. Það er bara bent á þjónustu- aðilann,“ segir Smári. adalheidur@frettabladid.is Upplifa óvirðingu eftir miklar fórnir fyrir próf Fimm vinkonur í Vatnsendaskóla senda Menntamálastofnun tóninn og finnst nemendum sýnd óvirðing með framkvæmd samræmdra prófa. Þær fórnuðu öllum íþróttaæfingum og tónlist fyrir prófaundirbúning sem er að engu orðinn. vinkonurnar maría arnardóttir, Kamilla gunnarsdóttir, eva maría smára- dóttir, teresa maría era og birgitta eysteinsdóttir. fréttablaðið/stefán Þetta eru bara börn sem eru búin að eyða fullt af tíma í þetta og mér finnst þeim sýnd svo mikil lítilsvirðing. Smári Stefánsson, faðir Evu Maríu Rafvirkjar LED skápalampar www.olafsson.is Endursöluaðilar um land allt Snjöll lýsing! OSRAM LIGHTIFY: Aðlaga u l ósið að þínum þörfum með Appi Jóhann Ólafsson & Co. Krókháls 3, 110 Reykjavík 533 1900 olafsson.is stjórnsýsla Theodór Kristjáns- son aðstoðaryfirlögregluþjónn tók við sem yfirmaður kynferðisbrota- deildar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu á mánudag. Áður var Árni Þór Sigmundsson yfirmaður deild- arinnar. Theodór sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann myndi stýra deildinni að minnsta kosti næsta árið. Framhaldið er óráðið. Starfsemi kynferðisbrotadeildar- innar hefur sætt talsverðri gagnrýni undanfarnar vikur. Ekki síst eftir að fjölmiðlar fjölluðu um mál fyrrverandi starfsmanns Barna- verndar Reykjavík- ur, sem grunaður er um brot gegn börnum. – jhh Theodór tekur við af Árna theodór Kristjánsson stjórnsýsla Þingmenn fengu í janúar samtals greitt 551 þúsund krónur frá þinginu vegna síma- og netnotkunar. Þingmenn fá endurgreiddan kostnað við notkun á heimasíma og farsíma auk nettengingar, að því er fram kemur á vef Alþingis. Einn- ig endurgreiðir Alþingi þingmanni á tveggja ára fresti allt að 80 þúsund krónum til kaupa á farsíma að eigin vali. Tveir þingmenn fengu í janúar styrk vegna símakaupa. Þau Guð- mundur Andri Thorsson og Helga Vala Helgadóttir. – bg Tveir fengu greitt fyrir síma 551 þúsund krónur greiddi þingið vegna síma og nets. stjórnmál Tveir stjórnmálaflokkar af þeim átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi halda fundi fyrir félags- menn sína um helgina. Í Gullhömrum í Reykjavík fer fram 35. flokksþing Framsóknar- manna. Á fundinum er áhersla lögð á sveitarstjórnarmál en líka þá málaflokka sem ráðherrar flokksins, þau Sigurður Ingi Jóhannsson, Lilja Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, fara með. Þá heldur Viðreisn landsþing sitt í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Í setningarræðu sinni í gær þakkaði núverandi formaður flokksins, Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, forvera sínum og fyrsta formanni flokksins, Benedikt Jóhannessyni, fyrir störf hans í þágu flokksins. Bæði flokks- þing og landsþing hafa æðsta vald í málum hvors flokks. – jhh Tveir flokkar leggja línurnar 1 0 . m a r s 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 0 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 9 -8 6 4 8 1 F 2 9 -8 5 0 C 1 F 2 9 -8 3 D 0 1 F 2 9 -8 2 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 9 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.