Fréttablaðið - 17.03.2018, Side 52

Fréttablaðið - 17.03.2018, Side 52
Sölu- og þjónustufulltrúi Northwear leitar að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi 35 ára eða eldri í fjölbreytt og skemmtilegt starf. Starfssvið • Sala og dreifing á Wrangler vörum • Almenn þjónusta við viðskiptavini • Samskipti við erlenda birgja • Vörupantanir og innkaup • Móttaka vörusendinga og útgáfa reikninga Hæfniskröfur • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum • Áhugi og þekking á fatnaði • Góð kunnátta í ensku og íslensku • Almenn tölvukunnátta • Stundvísi og skipulagshæfileikar • Þekking á DK hugbúnaði kostur Northwear er í dag leiðandi fyrirtæki á Íslandi í framleiðslu og sölu á einkennis- og starfsmannafatnaði auk þess að reka öfluga heildsöludeild. Umsóknir berist til godi@northwear.is fyrir 22. mars. Northwear ehf, Sundaborg 7-9 | 104 Reykjavík | Sími 511 4747 | www.northwear.is Stöður ráðgjafa Vilt þú taka þátt í krefjandi og spennandi starfi í sérúrræði undir stjórn Stuðla? Starfið felur í sér vinnu með unglingum þar sem starfsfólk fær þjálfun í viðurkenndum aðferðum eins og ART (Aggression Replacement Training). Um er að ræða átta til tíu 100% stöður í vaktavinnu til allt að tveggja ára. Starfsstöð verður á höfuðborgarsvæðinu. Starfssvið Starfið felst m.a. í: • Samveru og samskiptum við unglinga. • Samskiptum við foreldra. • Tómstundastarfi með unglingum. • Einstaklingsbundnum stuðningi við unglingana meðferð í samvinnu við yfirmenn og sálfræðinga. Persónulegir eiginleikar Lögð er áhersla á persónulega eiginleika, svo sem góða samskiptahæfni, sveigjanleika, jákvætt viðhorf til skjólstæð­ inga, áhuga á meðferðarstörfum og skipulögð vinnubrögð. Hæfnikröfur • Reynsla af vinnu með unglinga er æskileg t.d. í meðferðar-, tómstunda­ eða íþróttastarfi. • Umsækjendur þurfa að geta tileinkað sér þá meðferðar- nálgun og þær verklagsreglur sem unnið er eftir á Stuðlum. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og í teymi. Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá hjá Funa Sigurðs- syni, forstöðumanni Stuðla, í síma 530 8800 eð funi@bvs.is. Störfin eru auglýst með fyrirvara um að hentugt húsnæði finnist fyrir starfsemina. Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat forstöðumanns Stuðla á hæfni og eiginleikum umsækjanda. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum SFR og ríkisins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Auglýsingin gildir í 6 mánuði frá birtingu. Með umsóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf. Umsóknir skulu berast til Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík eða á netfangið bvs@bvs.is. Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2018. Fossaleynir 17 (Grafarvogi) |112 Reykjavík | www.studlar.is | mru@studlar.is Verk- og tæknifræðingar Orbicon Arctic á Íslandi óskar eftir að ráða verk- og/eða tæknifræðinga með reynslu og þekkingu á einu eða fleirru af eftirfarandi fagsviðum á starfsstöðvar okkar á Íslandi og/eða Grænlandi: - Burðarþolshönnun - Lagnahönnun - Gatna- og veghönnun - Starfssvið: Viðkomandi munu sinna fjölbreyttum verkefnum við hönnun sem og gerð útboðs- og verklýsinga fyrir byggingar, hafnar- og samgöngumannvirki á Íslandi og Grænlandi. Með tíma mun verkefnastjórn og eftirfylgni bætast við starfssviðið ef vilji er fyrir hendi. Hæfniskröfur, burðarþolshönnuður: • Þekking á þrívíddarhönnun og BIM aðferðarfræðinni ásamt kunnáttu í Revit • Starfsreynsla er ekki nauðsynleg, en krafist er áhuga á faginu og heiðarleika Hæfniskröfur, gatna- og veghönnuður: • Haldgóð þekking og reynsla á sviði veghönnunar og jarðtækni • Að minnsta kosti 2 ára starfsreynsla er æskileg en ekki skilyrði • Kunnátta á þrívíddarhönnun með MicroStation og PowerCivil Hæfniskröfur, lagnahönnuður: • Haldgóð þekking og reynsla á hönnun neysluvatns-, hita-, fráveitu- og loftræstilagna í byggingar • Kostur ef viðkomandi hefur þekkingu eða reynslu á veituhönnun • Að minnsta kosti 2 ára starfsreynsla er æskileg en ekki skilyrði • Kunnátta í þrívíddarhönnun og BIM aðferðarfræðinni ásamt kunnáttu í Revit Sameiginlegar hæfniskröfur fyrir alla eru: • B.Sc. eða M.Sc gráða • Hæfni til að starfa sjálfstætt, og vilji til að setja sig inn í nýtt verklag og starfsumhverfi • Hæfni í mannlegum samskiptum • Góð eða miðlungskunnátta í dönsku eða öðru norðurlandamáli ásamt ensku • Kostur er, ef viðkomandi hefur gott tengslanet á Íslandi Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Birkir Rútsson á birk@orbicon.is. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á info@orbicon.is fyrir 3. apríl 2018. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Orbicon Arctic er alhliða verkfræðistofa með höfuðstöðvar í Grænlandi og Danmörku. Orbicon Arctic sinnir verkefnum á sviði innviða, bygginga, hafna og byggðatækni á Íslandi og Grænlandi. Hjá Orbicon Arctic starfa um 25 manns á skrifstofum okkar á Íslandi og Grænlandi. Hjá móðurfyrirtæki okkar í Danmörku starfa rúmlega 600 tækni- og verkfræðingar. Staða leikskólastjóra við leikskólann Furuskóg Skóla- og frístundasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra í Furuskógi lausa til umsóknar. Furuskógur er sex deilda leikskóli með tvær starfsstöðvar í Fossvogi í Reykjavík. Áherslur í starfi skólans eru sköpun, útinám og lífsleikni, auk þess sem læsi er stór þáttur í námi barnanna. Unnið er með lýðræði í leikskólastarfinu þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er hafður að leiðarljósi, börnin tjá skoðanir sínar, geta valið og hafnað og haft áhrif á eigin þekkingaröflun, menningu og lífsgildi. Leikskólinn hefur innleitt PBS sem er heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun og áhersla er lögð á jákvæð samskipti, hrós, umhyggju og hlýju. Umhverfi skólans er mjög fjölbreytt og náttúruparadís Fossvogsdalsins er í næsta nágrenni með iðandi fuglalífi, fjölbreyttum gróðri og veðursæld. Gott samstarf er við aðra skóla í hverfinu og íþróttafélagið Víking auk þess sem Furuskógur er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli og Grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn til að leiða áfram gott og metnaðarfullt leikskólastarf í Furuskógi. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á starf í leikskólanum. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júní 2018. Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2018. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, skrifstofustjóri fagskrifstofu leikskólamála, sími 411 1111. Netfang: ingibjorg.m.gunnlaugsdottir@reykjavik.is Meginhlutverk leikskólastjóra er að: • Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnu Reykjavíkurborgar. • Bera ábyrgð á daglegu starfi í leikskólanum. • Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og starfsmenn. • Hafa yfirumsjón með innra mati á starfi leikskólans og umbótaáætlunum. • Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi. • Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskólastigi. • Reynsla af stjórnun æskileg. • Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða. • Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. • Sjálfstæði og frumkvæði. 10 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 7 . m A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 7 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 3 8 -F C E C 1 F 3 8 -F B B 0 1 F 3 8 -F A 7 4 1 F 3 8 -F 9 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 2 0 s _ 1 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.