Fréttablaðið - 17.03.2018, Qupperneq 36
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir,
heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368
| Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@
frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 |
Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Máté Dalmay, mate@frettabladid.is, s. 512 5442 ,
„Ég fékk hálfs
árs söngleikja-
pásu en var
rosa spennt að
byrja aftur, þetta
er svo gaman.
Rocky Horror og
Mamma Mia eru
gjörólíkir söng-
leikir og það
gerir leiklistina
einmitt svo
skemmtilega,“
segir Þórunn
Arna.
MYND/ANTON
BRINK
Miðað við viðbrögðin sem við höfum fengið á ég von á að þetta verði dúndur-
sýning. Við byrjuðum að æfa í
janúar og undanfarnar vikur hafa
verið mjög annasamar. Fátt annað
en Rocky Horror Picture Show
hefur komist að í lífi mínu,“ segir
Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem
leikur Janet Weiss, eitt aðalhlut-
verkið í þessum sívinsæla söngleik.
Hún notaði gærdaginn til að
fara í ræktina og slakaði síðan vel
á áður en stóra stundin rann upp.
„Á frumsýningardegi finn ég alltaf
bæði fyrir stressi og eftirvæntingu
og held að það sé bara heilbrigt. Í
mínum huga er frumsýningardagur
einnig hátíðisdagur. Við erum að
uppskera árangur eftir mikla vinnu
undanfarnar vikur.“
Þórunn er ekki óvön því að
standa á sviði og leika og syngja en
hún var í einu stærsta hlutverkinu í
Mamma Mia sem sýnt var í Borgar-
leikhúsinu en sú sýning sló öll
aðsóknarmet fyrr og síðar. „Ég fékk
hálfs árs söngleikjapásu en var rosa
spennt að byrja aftur, þetta er svo
gaman. Rocky Horror og Mamma
Mia eru gjörólíkir söngleikir og
það gerir leiklistina einmitt svo
skemmtilega. Hún er svo fjöl-
breytt og maður er aldrei að gera
það sama,“ segir Þórunn sem er að
vonum ánægð með viðtökurnar í
gærkvöldi en þakið ætlaði bókstaf-
lega að rifna af leikhúsinu vegna
fagnaðarláta.
Tónlistarnámið leiddi hana út
í leiklistina
Þórunn er frá Ísafirði og var ung að
aldri þegar hún hóf tónlistarnám
sem leiddi hana síðar út í leiklistina.
„Hluti af því að alast upp á Ísafirði
er að læra á hljóðfæri við tónlistar-
skólann, sem er ótrúlega flottur
skóli. Við Ísfirðingar erum ekkert
smá ríkir að eiga þennan skóla. Ég
byrjaði í forskóla sex ára gömul, fór
svo í fiðlunám og síðar píanónám
samhliða því. Á unglingsárunum
byrjaði ég í söngnámi og var í öllum
kórum og strengjasveitum sem
hægt var. Þetta var bara lífið mitt
fyrir vestan,“ rifjar Þórunn upp.
Að loknu stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Ísafirði flutti
hún til Reykjavíkur til að fara í
frekara nám. „Ég fann snemma að
hjartað sló í leiklistinni. Ég vissi vel
að það væri harður heimur og erfitt
að komast í góðan leiklistarskóla
og var stöðugt að reyna að finna
út hvort það væri eitthvað annað
sem mig langaði að gera. Ég fór því
í söngnám við Listaháskólann og
lauk því en fann svo sterkt að mig
langaði að standa á sviði. Það var
draumur sem ég gat ekki annað
en látið rætast,“ segir Þórunn um
tildrög þess að hún lagði leiklistina
fyrir sig. Hún útskrifaðist frá leik-
listardeild Listaháskóla Íslands
2010 og hefur leikið í fjölmörgum
sýningum síðan þá.
„Tónlistarnámið á Ísafirði var
mjög góður undirbúningur fyrir
leiklistarnámið og þar liggur
minn grunnur. Sigríður Ragnars-
dóttir, sem lengst af var skólastjóri
tónlistarskólans, er ein af mínum
fyrirmyndum í lífinu. Eljan og
krafturinn sem hún setti í tónlistar-
og menningarlífið á Ísafirði er aðdá-
unarvert. Þegar ég kem vestur finn
ég alltaf fyrir mikilli hlýju og velvild
bæjarbúa og þykir mjög vænt um
það.“
Svakaleg vika að baki
Vinnutími leikara er óreglulegur en
Þórunn segir það henta sér ágæt-
lega. „Það er bara partur af lífinu
og ég pæli ekkert sérstaklega í því.
Vissulega getur verið mikið púslu-
spil að skipuleggja vinnuna og fjöl-
skyldulífið, ekki síst því maðurinn
minn, Vignir Rafn Valþórsson, er
líka leikari og leikstjóri. Hann var
með frumsýningu á miðvikudaginn
á leikritinu Hans Blær eftir Eirík
Norðdahl sem sýnt er í Tjarnarbíói
og ég í gær þannig að þessi vika er
búin að vera svakaleg fyrir heimilis-
lífið,“ segir Þórunn.
Kynntust í sumarleikriti
Leiklistin leiddi þau Þórunni og
Vigni Rafn saman en þau eiga
saman fjögurra ára dóttur. „Hann
var að útskrifast sem leikari frá
Listaháskólanum þegar ég var að
byrja í náminu. Leiðir okkar lágu
svo saman í sumarleiklistarverkefni
þar sem við kynntumst betur. Við
höfum gott fólk í kringum okkur
sem er boðið og búið að aðstoða
okkur. Foreldrar okkar beggja hafa
t.d. reynst okkur ótrúlega vel. Við
minnum hvort annað reglulega á
hvað við erum heppin í þessum
efnum. Vikurnar tvær fyrir frum-
sýningu er dóttir okkar mikið í
pössun hjá ömmu og afa og hún
tekur þessu róti ótrúlega vel en
svona umstang getur auðvitað
verið erfitt fyrir börn. Ég get þá leyft
mér að einbeita mér algjörlega að
leikhúsinu og er þakklát fyrir það.
Þá er líka hugurinn algjörlega þar.
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@frettabladid.is
Framhald af forsíðu ➛
Vinir mínir og fjölskylda eru orðin
vön því að ég hverfi algjörlega af
yfirborði jarðar þegar það styttist í
frumsýningu.“
Fjallgöngur á dagskránni
Þegar Þórunn á frí notar hún
tímann til að gera eitthvað
skemmtilegt með fjölskyldunni og
hún segir það vega upp á móti því
hversu langir vinnudagarnir geti
verið. „Mér finnst t.d. gaman að
ferðast og skipulegg helst eina utan-
landsferð á ári. Ég hef líka mikla
ánægju af því að ferðast um Ísland.
Í fyrra fórum við Vignir Rafn með
vinum okkar í þriggja daga göngu
um hálendið og eftir það verður
ekki aftur snúið. Það var eitt það
stórkostlegasta sem ég hef gert og
við erum þegar farin að skipuleggja
næstu göngu. Reyndar á ég til að
ofskipuleggja sumarfríið, kannski
af því að ég vinn svo mikið. Ég hef
upplifað sumur þar sem ég er ekkert
heima hjá mér og gleymi stundum
hvað það er líka dásamlegt að vera
heima.“
Ólíklegt er að Þórunn verði mikið
heima hjá sér á næstunni því aldrei
áður hafa jafnmargir miðar selst á
jafnstuttum tíma á eina leiksýningu
og Rocky Horror Picture Show.
„Við finnum að það er mjög mikill
spenningur fyrir sýningunni og ég
er að vinna með frábæru fólki. Ég
bið ekki um meira.“
Á frumsýningar-
degi finn ég alltaf
bæði fyrir stressi og
eftirvæntingu og held að
það sé bara heilbrigt.
Þórunn og Haraldur Ari Sefánsson í hlutverkum sínum í Rocky Horror Show.
Lifandi fréttamiðill með nýjustu
fréttum allan sólarhringinn ásamt
ítarlegri umöllun um málefni
líðandi stundar.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . M A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
1
7
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
3
8
-D
F
4
C
1
F
3
8
-D
E
1
0
1
F
3
8
-D
C
D
4
1
F
3
8
-D
B
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
2
0
s
_
1
6
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K