Fréttablaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 96
Árið 1969 setti Hawking fram kenningu sýna um sérstöðupunkt- inn, sem er óendanlega þéttur „punktur“ sem segja má að rífi efni alheimsins í sundur og myndi svarthol. Kenninguna setti Hawking fram á sama tíma og eðlisfræðingar voru enn að kljást við þær flóknu spurningar sem kenning Alberts Einstein um almennt afstæði skildi eftir sig. Áður en Hawking kom til sögunnar var sérstöðu- punkturinn aðeins afstrakt fyrirbæri. Hawking sýndi fram á stærðfræðina sem býr að baki þessu undarlega fyrirbæri. Hvað býr í hjarta svarthola? Hvernig minnumst við Stephens Hawking? Stephen Hawking er allur. Þessi ein- staki vísindamaður varpaði ljósi á öfga- fyllstu fyrirbæri alheimsins um leið og hann sýndi fram á hvers mannsandinn er megnugur. Upphaf alls Út frá kenningunni um sér- stöðupunktinn dró Hawking þá ályktun að slíkt fyrirbæri hafi verið til staðar við upp- haf alheimsins. Á ákveðnum tímapunkti utan tíma var allt efni alheimsins, allt sem í honum er, þjappað saman í sérstöðupunkt sem sprakk og ól af sér alheim- inn. Þetta var miklihvellur. Afrek mannsandans Áskoranir og sigrar einkenndu ævi Hawkings. Ungur að árum greindist hann með ALS-tauga- hrörnunarsjúkdóminn. Hann var sagður eiga tvö ár eftur ólifuð. Hawking lifði í fjörutíu ár en á þeim tíma versnaði líkamlegt ástand hans mikið, þangað til að hann gat aðeins hreyft annað augað og einn fingur. Hawking tókst að varpa ljósi á einhver flóknustu fyrirbæri alheimsins án þess að geta hreyft sig eða talað. Hugsunin ein var að verki. Hann sýndi fram á það hvers mannsandinn er megnugur. Stutt saga tímans Eitt af merkustu afrekum Hawkings hafði í raun lítið að gera með stærðfræði og beina fræðilega eðlisfræði eða alheimsfræði. Árið 1988 gaf hann út bók fyrir almenna lesendur, A Brief History of Time eða Stutt saga tímans. Bókin naut gríðarlegra vinsælda og skaut Hawking upp á stjörnuhimininn. Í bókinni miðlar Hawking með einstakri lagni sinni sýn á alheim- inn og gerir flóknar hugmyndir og kenningar um alheiminn, upp- runa hans og fleira, aðgengilegar öllum. Hawking varð vísinda- miðlari heillar kynslóðar. Svarthol eru ekki svört Tómarúm alheimsins er í raun ekki tómt, að minnsta kosti ekki í skiln- ingi skammtafræðinnar þar sem agnarsmáar eindir spretta fram í gríð og erg. Þegar þetta gerist í jaðri svarthols getur par einda klofnað, önnur fellur ofan í svartholið á meðan hin sleppur í formi geislunar. Þessi geislun er í dag kölluð Hawking-geislun. Kenning Hawk- ings sameinar eiginlega almennu afstæðiskenninguna, sem lýsir öllum stærri fyrirbærum í alheim- inum, og skammtafræði, sem lýsir því agnarsmáa. Svarthol eru í raun ekki svört, þau eru gosbrunnar geisl- unar. Kjartan Hreinn Njálsson kjartanhreinn@frettabladid.is Svarthol tifandi tímasprengjur Í kenningunni um Hawking-geislun blasir við sú staðreynd að eindir sem falla ofan í svarthol hafa neikvæðan massa. Því verður svartholið með tímanum minna og minna, þangað til það hverfur. Þetta tekur langan tíma, milljarða ára í raun. En þegar svarthol hverfa, þá gera þau það í stórkost- legri sprengingu sem er á við sprengikraft milljóna kjarnorkusprengja. UngUr að árUm greindist hann með aLs-taUgahrörnUnar- sjúkdóminn. 1 7 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r44 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 7 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 3 8 -C 1 A C 1 F 3 8 -C 0 7 0 1 F 3 8 -B F 3 4 1 F 3 8 -B D F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 0 s _ 1 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.