Fréttablaðið - 17.03.2018, Qupperneq 38
Búi Bjarmar
Aðalsteinsson
segir margar
spurningar
hafa vaknað í
tengslum við
verkefnið
Afrakstur verkefnisins er nú sýndur í Aðalstræti 2 á HönnunarMars.
Ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@frettabladid.is
Marokkóbúar nota yfirleitt kúskús sem meðlæti með pottréttum sínum.
Þessi réttur á ættir að rekja til Norður-Afríku. Hann er bragðmikill en samt svo-
lítið öðruvísi matreiðsla en við
erum vön á lambakjöti. En það
væri gaman að prófa. Uppskriftin
miðast við fjóra.
1 kg gott lambakjöt í bitum, til
dæmis innralæri
1 laukur
4 stór hvítlauksrif
2 msk. fersk engiferrót
4 stórir vel þroskaðir tómatar
1 tsk. cumin
2 tsk. túrmerik
1 kanilstöng
3 dl kjötkraftur
100 g þurrkaðar apríkósur
1 dl möndluflögur
1-2 msk. harissa
Nokkrir dropar af sítrónusafa
Kóríanderlauf
Granateplakjarni
Salt og pipar
Olía
Skerið kjötið í bita og saltið og
piprið. Skerið lauk og hvítlauk í
þunnar sneiðar og deilið tómötum
í fjóra parta. Takið fræin úr og
skerið þá enn smærra.
Hitið olíu á pönnu og steikið
kjötið. Færið kjötið síðan yfir í
góðan pott. Steikið lauk, hvítlauk
og engifer á pönnunni þangað til
allt fer að mýkjast. Bætið þá cumin,
kanil og túrmerik út í. Steikið
áfram í nokkrar mínútur en setjið
síðan yfir kjötið. Setjið gjarnan
smá vatn á pönnuna til að leysa
upp bragð og setjið út í pottinn.
Bætið tómötum, harissa-kryddi
og kjötkrafti saman við. Látið
malla undir loki í um það bil eina
klukkustund.
Þá eru apríkósur og möndlur settar
saman við. Látið réttinn malla
áfram undir loki í 30 mínútur og
hrærið af og til. Bragðbætið með
smávegis sítrónusafa og meira
harissa ef þörf er á því að rétturinn
sé sterkari.
Harissa er norðurafrískt krydd-
mauk sem inniheldur meðal
annars chili, tómat og hvítlauk. Ef
harissa er ekki fáanlegt má nota
sterka chili-sósu í staðinn.
Lamb að hætti Marokkóbúa
Verkefnið snýst um að finna leiðir til þess að efla starfsgetu og starfsánægju á vinnustof-
unum fanga á Litla-Hrauni. Mörg
verkefnanna sem þar hafa verið
unnin hingað til hafa ekki verið
gefandi fyrir þann sem vinnur þau
en í samtali okkar við fangaverðina
og verkstæðisstjórana komumst við
að því að verkefni þar sem fangarnir
fengu tækifæri til að fylgja verkinu
frá upphafi til enda hafa gefist miklu
betur. „Maður þekkir tilfinninguna
sjálfur, að byrja á einhverju og sjá
það verða að fullkláruðum hlut,“
útskýrir Búi Bjarmar Aðalsteins-
son, vöruhönnuður og stofnandi
hönnunarstúd íósins Grallaragerð-
arinnar, en hann stýrði samstarfs-
verkefni hönnuða og fanga á Litla-
Hrauni í sumar, um þróun vörulínu
sem framleidd er á verkstæðum
Litla-Hrauns. Afraksturinn, sippu-
bönd, tafl, klukka og leikfangabílar,
er nú sýndur á HönnunarMars í
Aðalstræti 2.
Búi segir verkefnið hafa verið
krefjandi á margan hátt.
„Hugmyndin er að búa til port-
folio af verkefnum sem geta bæði
hjálpað föngum að finna eitthvað
Samvinna hönnuða og fanga
Stússað í steininum er yfirskrift samstarfsverkefnis Grallaragerðarinnar hönnunarstúdíós og Litla-
Hrauns. Þróuð var vörulína sem framleidd er á verkstæðum fangelsisins. Sýnt á HönnunarMars.
sem þeir hafa áhuga á og einnig að
þjálfa upp starfshæfni,“ segir Búi.
„Það blasir við að margir hafa ekki
endilega reynslu af vinnu á tré-
smíðaverkstæði og því leggjum við
upp úr að aðferðirnar séu einfaldar,
hver og einn hlutur krefjist ekki
sérþekkingar og ekki þurfi að nota
nema tvö til þrjú verkfæri við smíð-
ina. Að auki er fangelsi ekki eins og
hefðbundinn vinnustaður, þarna
staldrar fólk mislengi við og því ekki
endilega hægt að viðhalda þekk-
ingu. Svona verkefni byggjast einnig
mikið á trausti og samskiptum,
bæði við fangana og fangaverði,“
segir Búi. Miklar tilfinningar hafi
fylgt vinnunni og margar áleitnar
spurningar komið upp.
„Þetta er svo flókið mál, mikið
tabú og svona verkefni gæti auðveld-
lega misskilist. Hvernig er best að
miðla svona verkefni? Finnst okkur
að fangar eigi skilið að koma aftur út
í samfélagið? Við reyndum að hafa
samband við sem flesta í þróunar-
ferlinu og töluðum meðal annars við
Stígamót og reyndum að fá skilning
á því hvernig væri best að miðla
verkefninu.
En þetta gekk vel. Það voru allir
mjög jákvæðir. Ég held að allir hafi
verið sammála um að allt sem við
getum gert til þess að vinnan innan
fangelsis stuðli að því að koma fólki
aftur inn í samfélagið og koma í veg
fyrir að fólk brjóti af sér aftur, eigi
rétt á sér,” segir Búi.
Verkefnið á að efla starfsgetu og starfsánægju innan fangelsisins.
VORIÐ ER KOMIÐ
Í TÍSKUNA
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . M A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
1
7
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
3
8
-F
3
0
C
1
F
3
8
-F
1
D
0
1
F
3
8
-F
0
9
4
1
F
3
8
-E
F
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
2
0
s
_
1
6
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K