Fréttablaðið - 17.03.2018, Side 90
Opið:
Virka daga kl. 10-18
Laugardaga kl. 11-16
LAGERHREINSUN
AFSLÁTTURALLT AÐ
Rýmingarútsala -
lokadagar
Verið velkomin í heim
sókn!
70%60%
Dýnur í mörgum stærðum
Hvíldarsófar
Náttborð Rúmgaflar
Dýnur Tungusófar
Svefnsófar
Hvíldarstólar
LÚR Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Sími 554 6969 lur@lur.is www.lur.is
Heilsurúm, heilsu
dýnur, rúmgafla
r, hliðarborð, ná
ttborð, hvíldarstó
lar,
hvíldarsófar, tun
gusófar, stakir s
ófar og stólar, d
únsængur, vatns
koddar,
skammel, kollar
, heilsukoddar, s
ófaborð dýnur í
stillanleg rúm og
margt fleira.
Gerið
góð
kaup
og spákonur, án vísinda. En þetta
hefur gjörbreyst síðustu tíu ár.“
Unnur: „Á heimsvísu eru rann-
sóknir um áhrif áfalla á heilsu frek-
ar ung vísindagrein. Frá því að við
vorum í doktorsnáminu og vorum
að kynna niðurstöður okkar fyrir
heilbrigðisstarfsfólki, hef ég skynj-
að ofboðslega breytingu á hugar-
fari þeirra gagnvart þessum armi
vísindanna, sérstaklega síðustu tíu
ár, á milli þess hvernig þér líður og
heilsufarsins. Og það er margt sem
hefur breytt því. Rannsóknarað-
ferðirnar eru betri og grundvallast
á lífeðlisfræði og stærri hópum.
Þannig að fólk er farið að sjá að þessi
tengsl eru raunveruleg. En það eru
ákveðnir vendipunktar, eins og til
dæmis þegar Elizabeth Blackburn
fékk Nóbelsverðlaunin í læknis-
fræði 2009 fyrir rannsóknir sínar
á litningaendum. Hún hefur síðan
helgað sig að mörgu leyti áhrifum
streitu og áfalla á hrörnun þessara
litningaenda.
Og einmitt það, að fá svona harð-
kjarna vísindamanneskju á heims-
mælikvarða fram á sjónarsviðið
sem brennur fyrir þessum pæling-
um skiptir máli. Hennar atorka
hefur breytt skilningi fólks og gert
það móttækilegra fyrir því að líðan
hefur áhrif á heilsufar. Til þess að
sýna fram á tengslin, þarf mjög sterk
gögn. Það höfum við Arna verið að
gera síðustu tuttugu ár.“
Þið eruð nánast alltaf saman? Í
vinnunni en líka í einkalífinu?
Arna: „Já, við erum mjög mikið
saman í vinnunni og deilum skrif-
stofu. Höfum gert það í tíu ár. Við
þekkjum vel tengda -og stórfjöl-
skyldur hvor annarrar, förum í frí
og upplifum mjög margt saman.
Mér finnst við vera eins og aðskildar
systur sem hittust þarna fyrir til-
viljun í háskólanum. Svo er líka svo-
lítið fyndið að við fæddumst nánast
á sama sólarhring, sama árið. Hún
fyrir norðan og ég hér í Reykjavík.“
Unnur: „Mér finnst ótrúleg for-
réttindi að fá að vinna með vinkonu
minni. Akademískt starf er náttúru-
lega mikil vinna og krefjandi. En
henni fylgir frelsi. Þú ræður hvað
þú rannsakar, í hvað þú eyðir tíma
þínum og þú hefur líka ákveðið
frelsi með hverjum þú vinnur og
eitt af því sem ég hef lært að meta
í gegnum tíðina er að fá að vinna
með vinum mínum. Við bætum
hvor aðra upp. Erum mjög ólíkar og
erum meðvitaðar um það.“
Arna: „Það hefur áhrif á afrakst-
urinn. Okkur gengur betur. Svo eru
samvistirnar mjög miklar. Oft erum
við að spjalla um vinnuna hvert sem
við förum. Í matarboðum, barnaaf-
mæli, sundi og göngutúrum til
dæmis.
Er þetta karllægur bransi?
Arna: „Já, hann hefur verið það
lengi. Hér á Íslandi og alls staðar í
heiminum. Í töluvert mörg ár hafa
jafnmargir eða fleiri kvendoktorar
útskrifast en karlar. Samt komast
þær síður áfram í akademíunni, í
að verða dósentar og prófessorar.
Þannig hefur þetta verið í mörg ár.
Hlutfall kvenprófessora við háskól-
ann er lágt og mjög mismunandi
eftir deildum og það væri sannar-
lega takmark að sjá það aukast
meira í takt við hlutfall menntunar
kvenna.“
Unnur: „Doktorsprófið helst oft í
hendur við barneignatíma kvenna.
Það er álagstími. Þessi tími eftir
doktorspróf er því mikill álagstími
og er einnig krítískur um það hvort
þú nærð spretti í þínum frama.
Þess vegna er jöfn skipting for-
eldraorlofs svo mikilvæg. Á meðan
það detta út ár vegna barneigna hjá
konum þá halda karlar áfram og fá
framgang.“
Unnur, hverjir eru styrkleikar
Örnu?
„Arna er rosalega vösk og vel
vakandi manneskja. Góður grein-
andi bæði á fólk og málefni. Hún
hefur einstaklega góða tilfinningu
fyrir fólki í kringum sig. Og sjálfri
sér. Mér finnst hún hafa aðdáunar-
verða innsýn, góða sjálfsþekkingu,
sem ég sakna algjörlega í eigin fari.
Þetta endurspeglast bæði í einka-
lífi og vinnu. Fólk treystir Örnu vel.
Trúir henni og treystir fyrir sínum
hjartans málum.
Arna er tenging mín við raun-
veruleikann. Mér hættir til að úti-
loka hann algjörlega þegar ég sekk
of djúpt í eigin verkefni. Ef ég þarf að
fá að vita hvað er í gangi í kringum
mig, öðru en nákvæmlega í því verk-
efni sem ég er að einbeita mér að,
þá þarf ég ekki annað en að spyrja
og leita til Örnu. Það er mér mjög
mikilvægt og hjálplegt.“
En Arna, hvað með Unni? Er hún
svona utan við sig?
„Hún er það ekki jafnoft og hún
heldur. Ég myndi segja að hún sé
gífurlega gáfuð manneskja, ein af
okkar fremsta vísindafólki. Ég held
að um það verði ekki deilt. Það er
líka sjúklega gott að vinna með
henni og hún er góð fyrirmynd í
vísindum. En það allra besta við
hana er hvað hún er gríðarlega góð
vinkona.
Ef það kemur eitthvað upp á, þá
kemur hún. Hún hættir ekki fyrr en
hún er viss um að það sé í lagi með
mig. Fylgist vel með og gætir manns.
Hún passar jafn vel upp á mig og sitt
fólk og er trygg sínu fólki. Hún hefur
sterk tilfinningatengsl við sína nán-
ustu sem hún vinnur vel með.“
Unnur: „Arna er einn mesti þjark-
ur sem ég þekki. Einu sinni kom hún
til mín til Bretlands og hjálpaði mér
að pakka saman heilli búslóð. Hún
gerði það eiginlega allt alveg ein.
Á meðan var ég að bara skemmta
henni við verkið, sýna henni myndir
og lesa upp úr bókum og gömlum
bréfum. Hún er sleggja!“
Hvaða væntingar hafið þið til
verkefnisins?
Arna: „Núna standa vonir okkar
til þess að konur sýni rannsókninni
áhuga og vilji taka þátt. Nú þegar
hafa fjölmargar konur tekið þátt og
við höfum fengið mjög jákvæð við-
brögð, jafnvel þakklæti, frá þeim
sem við höfum heyrt í. En ég hef
miklar væntingar. Við Unnur gerum
okkur þó grein fyrir því að þetta er
langtímaverkefni. Við erum rétt að
byrja.“ Unnur: „Við viljum skapa
sterka þekkingu sem hefur burði
til að breyta heiminum og fyrst og
fremst kemur þolendum áfalla til
góða í framtíðinni. En það tekur
tíma, þetta er langhlaup.“
„Mér finnst ótrúleg forréttindi að fá að vinna með vinkonu minni, segir Unnur. Fréttablaðið/SteFán
ArnA er tenging mín við
rAunveruleikAnn. mér
hættir til Að útilokA
hAnn AlgjörlegA þegAr
ég sekk of djúpt í eigin
verkefni.
↣
1 7 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r38 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
1
7
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
3
8
-8
6
6
C
1
F
3
8
-8
5
3
0
1
F
3
8
-8
3
F
4
1
F
3
8
-8
2
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
2
0
s
_
1
6
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K