Fréttablaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 10
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar:
Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17
og laugardaga kl. 12-16
FORD TRANSIT
PALLBÍLAR
4.890.000 KR. MEÐ VSK.
FÁANLEGUR SJÁLFSKIPTUR OG FÁANLEGUR AWD
3.940.000 KR.ÁN VSK.
FRÁ:
Transit er ríkulega búinn
m.a. með Bluetooth,
upphitaðri framrúðu,
olíumiðstöð með
tímastillingu og
fjarstýringu, spólvörn,
brekkuaðstoð og
aksturstölvu.
ford.is
Ford Transit Single Cab pallbílarnir eru með einföldu 3ja manna húsi (ökumaður + 2 farþegar).Ford Transit Double Cab pallbílarnir eru með tvöföldu 7 manna húsi (ökumaður + 6 farþegar).Myndin sýnir Double Cab.
KOMDU OG TRY
GGÐU ÞÉR
FORD TRANSIT
.
EIGUM BÍLA TIL
BÚNA TIL
AFHENDINGAR
STRAX.
ORD TRANSIT PALLBÍLAR KOSTA FRÁ:
Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is
Hvernig hleður
maður rafbíl?
Kynning á hleðslu rafbíla á Orkustofnun,
mánudaginn 19. mars kl. 12:00-13:00.
Sigurður Ástgeirsson hjá Ísorku heldur fyrirlestur
á vegum Orkustofnunar, í samstarfi við Grænu
orkuna - samstarfsvettvang um orkuskipti.
Salurinn opnar kl. 12:00 og verður boðið upp á
léttar veitingar í upphafi fundar. Fyrirlesturinn
hefst kl. 12:15 og verður góður tími til umræðna
að honum loknum.
Skráning á www.os.is
NeyteNdur Eftir að Costco hóf að
selja jarðarber á lægra kílóverði en
áður hafði þekkst hér á landi í fyrra
hafa innlendir samkeppnisaðilar og
framleiðendur neyðst til að bregðast
við. Jarðarberjaverðstríð ríkir nú þar
sem matvöruverslanir keppast marg-
ar við að bjóða sem hagstæðast verð
á berjunum, sem Íslendingar virðast
svo sólgnir í.
Costco skók markaðinn í fyrra en
kílóverð jarðarberja hefur hækkað
þar um 21,8 prósent síðan í haust.
Nú er svo komið að kílóverð jarðar-
berja hjá Costco reyndist það næst-
hæsta hjá þeim fimm verslunum sem
Fréttablaðið gerði verðathugun hjá.
Athugunin leiddi í ljós að 118 pró-
senta verðmunur er á ódýrasta og
dýrasta kílóinu af innfluttum jarð-
arberjum. Aðeins ein verslun bauð
upp á íslensk ber, sem skýrist af því
að jarðarberjavertíðin er ekki hafin.
Íslensku berin reyndust ríflega þre-
falt dýrari en þau ódýrustu innfluttu.
Fréttablaðið sagði frá því í
febrúar að innflutningur á ferskum
jarðarberjum frá Bandaríkjunum
átjánfaldaðist í fyrra vegna opnunar
Costco. Jarðarberin hafa verið ein
söluhæsta vara Costco frá opnun en
innflutningur fór úr 26 tonnum árið
2016 í 465 tonn í fyrra. Aðrar versl-
anir og íslenskir framleiðendur tóku
á sig högg vegna þessa. Nú virðast
samkeppnisaðilar vera búnir að ná
vopnum sínum og að því er virðist
hagstæðari innkaupum erlendis.
Jarðarberjastríð milli matvöruverslana
Costco skók markaðinn í fyrra með lægra verði á jarðarberjum sem rokseldust en hefur dregist aftur úr. Fréttablaðið tók púlsinn á
jarðarberjastríði verslana. 118 prósenta verðmunur milli verslana á innfluttum berjum. Íslenskir garðyrkjubændur neita að gefast upp.
Íslendingar hafa tekið verðlækkunum á jarðarberjum opnum örmum. Fréttablaðið/SteFán
Jarðarberjastríðin
Krónan
Ódýrasta kr/kg:
1.539 kr.
Sölueining: 454 gr.
Uppruni: USa
Íslensk ber: ekki
til
Nettó
Ódýrasta kr/kg:
1.443 kr.
Sölueining: 900 gr.
Uppruni: Spánn
Íslensk ber: 3.445
kr/kg
Bónus
Ódýrasta kr/kg:
1.098 kr.
Sölueining: 1 kg.
Uppruni: Spánn
Íslensk ber: ekki
til
Framtíðin er björt
hjá íslenskum
jarðarberjabænum. Það er
enn mikil eftirspurn.
Gunnlaugur Karlsson, framkvæmda-
stjóri SFG
Í verðathugun Fréttablaðsins í
haust kostaði kílóið af jarðarberjum
1.266 kr. í Costco en stendur nú
í 1.542 krónum. Eins og sjá má á
meðfylgjandi töflu bjóða nú Bónus,
Krónan og Nettó öll lægra kílóverð
á sínum innfluttu jarðarberjum.
Aðeins Hagkaup eru með hærra verð
en Costco í könnuninni.
Krónan selur sömu bandarísku
Driscoll’s-jarðarber og Costco, í
minni einingum þó, á 3 krónum
lægra kílóverði en Costco.
Bónus hefur undanfarið boðið
kíló af spænskum jarðarberjum
á 1.098 krónur. Eftir leit í þremur
verslunum á föstudag fengust þær
upplýsingar hjá verslunarstjóra
einnar þeirra að berin væru upp-
seld í öllum verslunum. Blaðamaður
hafði skráð hjá sér verðið á fimmtu-
dag í Kauptúni, en ódýrustu berin
virðast búin í bili.
Nettó átti næstlægsta kílóverðið,
1.442 krónur kílóið, og var eina
verslunin sem bauð upp á íslensk
jarðarber. Kílóverðið á íslensku
berjunum er fjarri því að vera sam-
keppnishæft, 3.445 krónur. Dýrustu
innfluttu berin voru í Hagkaupum, á
2.396 krónur kílóið.
Íslenskir jarðarberjabændur fóru
ekki varhluta af komu Costco í fyrra
eins og fjallað hefur verið um. Gunn-
laugur Karlsson, framkvæmdastjóri
Sölufélags garðyrkjumanna, segir þó
enn eftirspurn eftir framleiðslunni.
Salan hafi vissulega dregist saman
fyrst en því hafi verið mætt með
verðlækkunum. Þegar upp var staðið
hafi lítið farið til spillis.
„Við seldum á afslætti svo auð-
vitað urðu tekjur minni og þá var
uppskeran í haust vonbrigði. En
við seldum nær öll berin. Íslenska
jarðar berjavertíðin fer af stað í næsta
mánuði og lítur bara mjög vel út og
framtíðin er björt hjá íslenskum
jarðarberjabændum. Það er enn
mikil eftirspurn hjá kaupmönnum
og neytendum.“
Athugun Fréttablaðsins var gerð
fimmtudaginn 15. mars í Bónus og
Costco í Kauptúni og föstudaginn
16. mars í verslunum Nettó og
Krónunnar á Granda og Hagkaupi í
Kringlunni. Skráð var niður ódýrasta
uppgefna kílóverð á jarðarberjum.
mikael@frettabladid.is
Hagkaup
Ódýrasta kr/kg:
2.396 kr.
Sölueining: 250 gr.
Uppruni: Spánn
Íslensk ber: ekki
til
Costco
Ódýrasta kr/kg:
1.542 kr.
Sölueining: 907 gr.
Uppruni: USa
Íslensk ber: ekki
til
1 7 . m a r s 2 0 1 8 L a u G a r d a G u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð
1
7
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
3
8
-B
2
D
C
1
F
3
8
-B
1
A
0
1
F
3
8
-B
0
6
4
1
F
3
8
-A
F
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
2
0
s
_
1
6
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K