Fréttablaðið - 17.03.2018, Qupperneq 53
Matreiðslumaður
Sjálfsbjargarheimilið auglýsir stöðu matreiðslumanns
lausa til umsóknar.
Í starfinu felst m.a. matreiðsla og gæðaeftirlit. Leitað er að
áhugasömum starfsmanni, matreiðslumeistara eða starfs-
manni með aðra viðeigandi menntun, er býr að fjölþættri
starfsreynslu, þekkingu í næringarfræði og innra eftirliti.
Lögð er sérstök áhersla á hæfni í mannlegum samskiptum
enda byggist starfið að verulegu leyti á samskiptum við
þjónustuþega og samstarfsmenn. Um er að ræða fullt starf.
Vinnutími 8-16 alla daga ársins með vaktafyrirkomulagi.
Starfsmaður er staðgengill forstöðumanns eldhússins.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá
og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur færður fram fyrir hæfni
viðkomandi til að gegna starfinu. Umsókn berist til Garðars
Halldórssonar forstöðumanns eldhúss Sjálfsbjargarheimili-
sins á netfangið gardar@sbh.is eigi síðar en í lok dags
2. apríl 2018.
Sjálfsbjargarheimilið rekur búsetuþjónustu, dagþjónustu
og fleiri starfsemisþætti í Sjálfsbjargarhúsinu að Hátúni
12, 105 R. Frekari upplýsingar um starfsemina má finna á
heimasíðu okkar, sbh.is.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Mjög góð enskukunnátta er skilyrði
• Reynsla af vörustjórnun er kostur
• Jákvætt viðhorf og hæfni til að vinna í hópi
• Þekking á matvælaiðnaði er kostur
• Reynsla af stefnumótun er kostur
Starfssvið:
• Almenn ráðgjöf til viðskiptavina um SensorX röntgenkerfi
• Vinnslu- og tækniráðgjöf fyrir sölunet
• Greina framtíðarmöguleika og viðskiptatækifæri
• Vinna að og framfylgja markaðsáætlun fyrir SensorX
• Þátttaka í stefnumótun fyrir SensorX vörulínuna
• Gerð stuðningsefnis fyrir sölunet
Marel leitar að sérfræðingi til liðs við vörustjórnunarteymi SensorX röntgenlausna. SensorX er leiðandi vara á sínu sviði
í gæðaskoðun á kjúklingi, kjöti og fiski. Starfið felur í sér náið samstarf við vöruþróun og sölunet Marel auk ferðalaga til
viðskiptavina og samstarfsaðila erlendis. Leitað er að kraftmiklum og fjölhæfum aðila með þekkingu á sviði vörustjórnunar,
viðskipta- og tækniráðgjafar.
SENSORX SÉRFRÆÐINGUR
ER FRAMTÍÐ ÞÍN HJÁ OKKUR?
Marel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki með um 5.400 starfsmenn, þar af um 600 á Íslandi. Fyrirtækið er brautryðjandi á
heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja og hugbúnaðar fyrir matvælaiðnað. Við leggjum ríka áherslu á nýsköpun og
framþróun í öllu okkar starfi. Þess vegna viljum við ráða til okkur öflugt fólk, konur og karla, sem hafa áhuga á að
mæta nýjum og spennandi áskorunum á hverjum degi. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu, skilvirka starfsþjálfun,
sveigjanlegan vinnutíma, glæsilegt mötuneyti, framúrskarandi íþróttaaðstöðu og gott félagslíf.
Umsóknarfrestur er til og með 26. mars. Sótt er um starfið rafrænt á vef Marel, marel.com/35221.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Pálmi Freyr Bárðarson, Product Manager – X-ray solutions, palmi.bardarson@marel.com, 563-8000.
1
7
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
3
9
-0
B
B
C
1
F
3
9
-0
A
8
0
1
F
3
9
-0
9
4
4
1
F
3
9
-0
8
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
2
0
s
_
1
6
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K