Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2018, Qupperneq 107

Fréttablaðið - 17.03.2018, Qupperneq 107
Við erum að leitast Við að draga upp heildarmynd af lettneskri tónlist og Vonum að fólk komi til með að njóta þess. Dzintra Erliha, píanó-leikari og tónlistar-fræðingur, er stödd á landinu þessa dagana ásamt selló-leikaranum Emmu Aleksöndru Bandeniece í tilefni af 100 ára afmæli sjálfstæðis Lett- lands. Báðar eru þær vel þekktar í heimalandinu og víðar en Dzintra Erliha flutti í gær tónleikafyrirlestur í flyglasal Listaháskóla Íslands og í dag klukkan 15 verða þær með tón- leika í Hannesarholti. Þó að erindi þeirra sé fyrst og fremst að kynna kammertónlist heimalandsins segir Erliha aðspurð að náttúran dragi hana alltaf til Íslands. „Ég elska íslenska náttúru og er alltaf svo spennt að skoða landið í hvert sinn sem ég kem hingað. Og svo er það líka fólkið sem dregur mig hingað sem tónlistarkonu vegna þess að mér finnst Íslendingar njóta tón- listar svo innilega. Ég finn hvernig Íslendingar hlusta á tónleikum og skynja hjá þeim hvernig þeir njóta tónlistarinnar. Þess vegna finnst mér alltaf alveg sérstaklega gott og skemmtilegt að spila hérna.“ Dzintra Erliha lauk doktorsnámi árið 2013 og í ritgerðinni fjallaði hún um ævisögulegt samhengi, stíl og túlkunarleiðir í kammertónlist Lūcija Garūta sem er á meðal þekkt- ustu tónskálda Lettlands. Hún segir að ferðin sé hluti af stóru verkefni sem felist í því að kynna lettneska kammertónlist fyrir heiminum en Ísland hafi verið fyrsti áfanga- staðurinn þar sem það var fyrsta landið til þess að viðurkenna sjálf- stæði Lettlands árið 1991. „Þetta er okkur ákaflega mikilvægt. En héðan held ég til Ástralíu þar sem ég verð einnig með tónleikafyrirlestra og tónleika nokkuð víða og í haust eru það svo Bandaríkin. Þetta verkefni er mér ákaflega mikilvægt og ég er til að mynda alltaf með í farteskinu núna bæði áritaða geisladiska og nótur af verkum Pēteris Vasks, sem er eitt okkar mikilvægasta tónskáld, með kveðjum frá Lettlandi og ég vona að það verði til þess að ýta undir að lettnesk tónlist verði leikin í auknum mæli hér á þessu fallega tónlistarlandi.“ Á tónleikunum í dag ætlar þær Dzintra Erliha og Emma Aleks- andra Bandeniece einkum að flytja kammer tónlist eftir lettnesku tónskáldin J.  Medins, I.  Ramins, J.  Ivanovs, D.  Aperane, P.  Vasks, Lóðir við Fossatungu og Kvíslartungu í Mosfellsbæ til úthlutunar Stækkun Leirvogstunguhverfis til austurs í átt að Köldukvísl Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur sam- þykkt úthlutunarskilmála og verð við úthlutun á 31 lóð við Fossatungu og Kvíslartungu í Mosfellsbæ. Leirvogstunguhverfið er glæsilegt sérbýlishúsahverfi í Mosfellsbæ sem afmarkast af Leirvoginum og Vesturlandsvegi. Umsóknum um lóðir skal skilað á þar til gerðu eyðublaði ásamt fylgi- gögnum eigi síðar en 5. apríl 2018 á tölvupóstfangið mos@mos.is. Umsækjendum er heimilt að sækja um fleira en eina lóð en einungis skal sækja um eina lóð í hverri umsókn. Verði umsóknir um ein- staka lóð fleiri en ein verður dregið úr öllum innsendum umsóknum fyrir þá lóð. Umsækjendum um lóðir verður gefinn kostur á að vera viðstaddir út- drátt og verður hann auglýstur með viku fyrirvara á heimasíðu bæjarins. Útdrátturinn verður framkvæmdur af eða undir eftirliti sýslumanns eða annars hlutlauss aðila. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni mos.is/lodir og hjá Arnari Jónssyni forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar í síma 525-6700. Dzintra Erliha píanóleikari og sellóleikarinn Emma Aleksandra Bandeniece spila lettneska tónlist í Hannesarholti í dag kl. 15. Í allri þessari tónlist er sterkur þjóðlagastrengur píanóleinkarinn og tónlistarfræðingurinn dzintra erliaha og sellóleikarinn emma aleksandra Bandeniece halda tónleika í hannesarholti í dag þar sem þær kynna tónlist heimalands síns fyrir Íslendingum. S. Buss og L. Garuta. Erliha segir að þarna sé á ferðinni klassísk, róman- tísk og nútímatónskáld þannig að breiddin sé umtalsverð. „Við erum að leitast við að draga upp heildarmynd af lettneskri tónlist og vonum að fólk komi til með að njóta þess.“ En aðspurð hvort það sé einhver sameiginlegur strengur á milli þessara tónskálda segir hún að það sé vissulega svo. „Í allri þessari tónlist er sterkur þjóðlagastrengur. Öll þessi tónskáld sækja í brunn lettneskrar þjóðlagatónlistar með einum eða öðrum hætti og það er að mörgu leyti það sem einkennir tónlist þeirra.“ magnus@frettabladid.is m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 55L A U g A R D A g U R 1 7 . m A R s 2 0 1 8 1 7 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 3 8 -8 B 5 C 1 F 3 8 -8 A 2 0 1 F 3 8 -8 8 E 4 1 F 3 8 -8 7 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 0 s _ 1 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.