Fréttablaðið - 17.03.2018, Qupperneq 18
2006 en fékk hæli í Bretlandi 2010
við njósnaraskipti og hefur búið
þar síðan.
„Það er mikilvægt að Rússar skilji
hverju þeir tapa á því að haga sér á
þann hátt sem þeir hafa gert,“ sagði
Stoltenberg enn fremur og bætti
við að Rússar hefðu með þessu
ekki verið að haga sér á óábyrgan
hátt í fyrsta skipti enda hafi Banda
ríkjamenn ítrekað sakað Rússa um
tölvuárásir og ólögleg afskipti af
forsetakosningum ársins 2016.
Eins og Stoltenberg sagði þá
standa Bretar vissulega ekki einir í
málinu. Bandaríkjamenn, Frakkar,
Þjóðverjar, Ástralar og yfirvöld í
Eystrasaltsríkjunum hafa fylkt sér
að baki Breta, þrátt fyrir að Rússar
hafi ítrekað neitað sök í málinu.
Boris Johnson, utanríkisráðherra
Bretlands, endurtók ásakanirnar
í gær. Sagði hann yfirgnæfandi
líkur á því að Vladímír Pútín, for
seti Rússlands, hefði fyrirskipað
árásina. „Við höfum ekkert gegn
Rússum. Þetta er engin Rússa
fælni. Deilan er bara á milli okkar
og stjórnar Pútíns. Hún snýst um
ákvörðun hans um að beita tauga
eitri á götum Bretlands, á götum
evrópskrar borgar í fyrsta skipti
frá seinna stríði.“
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka
mannaflokksins í Bretlandi og
þar með stjórnarandstöðunnar,
er hins vegar ekki jafnviss. Í grein
sem hann skrifaði í Guardian í gær
varaði hann við því að draga álykt
anir of fljótt, áður en nægileg sönn
unargögn hefðu fundist. Fordæmdi
hann árásina sjálfa og sagðist ekki
útiloka að rússneska mafían hefði
staðið að henni í stað yfirvalda.
Þingmenn Verkamannaflokksins
eru þó ekki allir sammála formanni
sínum. Þrjátíu þingmenn flokksins
eru á meðal flutningsmanna þings
ályktunartillögu um að breska
þingið lýsi því yfir að Rússar hafi
borið fulla ábyrgð á árásinni.
Rússar héldu áfram að neita því
í gær að hafa staðið að árásinni.
Sögðu Sergei Lavrov utanríkis
ráðherra og Dmítrí Peskov, tals
maður ríkisstjórnarinnar, jafn
framt að von væri á tilkynningu um
brottvísun breskra erindreka hvað
úr hverju.
„Fyrr eða síðar munu Bretar
þurfa að sýna svokölluðum
bandamönnum sínum sönnunar
gögnin í málinu. Fyrr eða síðar
þurfa þeir að rökstyðja ásakanir
sínar,“ sagði Peskov. Hann kvaðst
ekki hafa áhyggjur af stuðningi
við Breta og ítrekaði beiðni Rússa
um sýni af eitrinu sem notað var í
árásinni svo Rússar gætu rannsakað
það sjálfir.
Lögreglan í Wiltshire sagði í gær
frá því að þeir einstaklingar, 131
að tölu, sem talið var að gætu hafa
komist í tæri við eitrið hafi ekki
sýnt nein einkenni eitrunar. Þá
sagði sjúkrahúsið í Salisbury að 46
hafi leitað til læknis vegna áhyggja
af eitrun en að engan hafi þurft að
leggja inn.
Efast ekki um ásakanirnar í garð Rússa
Atlantshafsbandalagið
styður þétt við bakið á
Bretum í Skrípal-deil-
unni. Jeremy Corbyn
efast enn og nýtur ekki
stuðnings tuga þing-
manna flokks síns.
Rússar hafa ekki áhyggj-
ur af alþjóðlegum stuðn-
ingi við Breta og krefjast
enn sýnis af eitrinu sem
notað var í tilræðinu við
Skrípal-feðgin.
Sergei Skrípal í Moskvu árið 2006. Hann er enn á gjörgæslu, ásamt dóttur sinni Júlíu, eftir efnavopnaárás. Árásin er sú
fyrsta sem gerð er með efnavopni á götum evrópskrar borgar frá því í seinni heimsstyrjöldinni. NordicpHotoS/AFp
vopn Novichoktaugaeitrið hefur
ekki verið á milli tannanna á fólki
í áratugaraðir. Eftir meinta árás
Rússa á Skrípalfeðgin hefur A234
afbrigði efnisins þó fengið meiri
athygli en nokkurn tímann áður.
Efnið er taugaeitur, margfalt hættu
legra en svokölluð VXtaugaeitur og
saríngas.
Novichok, sem þýðir nýliði á rúss
nesku, er sameiginlegt heiti á hópi
háþróaðra og banvænna efnavopna
sem Sovétríkin þróuðu á áttunda og
níunda áratug síðustu aldar. Verk
efnið var háleynilegt, kallaðist Foli
ant, en efnafræðingurinn Víl Mírzaj
anov, sem kom að þróun novichok,
greindi frá tilvist eitursins á tíunda
áratugnum. Fyrir það var hann
rekinn og fangelsaður, sakaður um
föðurlandssvik.
Mírzajanov flúði síðar til Banda
ríkjanna þar sem hann birti form
úluna fyrir efnavopnið í bók sinni,
Ríkisleyndarmál. Í viðtali við Daily
Mail í vikunni sagði Mírzajanov að
eitrið væri lamandi. „Það veldur
krampa víðs vegar um líkamann,
svo slæmum að þú getur ekki
andað. Ef skammturinn er nógu stór
deyrðu af völdum novichok.“
„Þetta er í raun algjör pynting.
Það er ómögulegt að ímynda sér
sársaukann. Jafnvel þótt þér sé byrl
að eitrið í litlu magni muntu þjást
svo vikum skiptir. Þið getið ekki
ímyndað ykkur hryllinginn. Þetta er
svo slæmt,“ sagði efnafræðingurinn
enn fremur.
Og svo virðist sem þau Skrípal
feðgin hafi þjáðst gríðarlega. Vitni
sem sá til þeirra á veitingastaðn
um Zizzi, þar sem Skrípalfeðgin
snæddu áður en þau féllu í yfirlið og
fundust á bekk fyrir utan, sagði við
BBC að Sergei Skrípal hefði misst
stjórn á skapi sínu, öskrað af öllum
mætti og stormað út.
Novichok margfalt eitraðra en saríngas
Þetta er í raun algjör
pynting. Það er
ómögulegt að ímynda sér
sársaukann. Jafnvel þótt þér
sé byrlað eitrið í litlu magni
muntu þjást svo vikum
skiptir.
Víl Mírzajanov efnafræðingur
Ákvarðanir Breta og Rússa um
að reka erindreka hvorir annarra
úr landi eru afturhvarf til kalda
stríðsins, ef marka má umfjöllun
Washington Post. Miðillinn greindi
frá því að ákvörðun Breta um að
vísa 23 erindrekum, sem þeir telja
raunar njósnara, úr landi væri sú
umfangsmesta sinnar tegundar frá
því 1985.
Þá, fyrir rúmum þrjátíu árum,
ráku Bretar 25 meinta sovéska
njósnara úr landi. Var það gert
eftir að fyrrverandi KGB-liðinn
Oleg Gordjevskí flúði til Bretlands
og sagði þeim frá njósnaneti
Sovétmanna.
Ef út í það er farið sagði Gor-
djevskí frá því árið 2008 að rúss-
nesk yfirvöld hefðu eitrað fyrir
honum í nóvember 2007 með
þallíni.
Eftir brottvísanirnar 1985 hófst
sams konar hanaslagur þar sem
vísað var á brott á víxl. Það leiddi
loks til þess að Bretar ráku 31
Sovétmann úr landi og Sovétríkin
jafnmarga Breta.
Afturhvarf til kalda stríðsins
Bretland Engin ástæða er til að
efast um það mat breskra yfirvalda
að Rússar hafi eitrað fyrir Sergei
og Júlíu Skrípal með taugaeitri í
Salisbury þann 4. mars síðastlið
inn. Þetta sagði Jens Stoltenberg,
framkvæmdastjóri Atlantshafs
bandalagsins, í gær. Sagði hann
jafnframt að Bretar stæðu ekki einir
í málinu heldur myndu ríki Atlants
hafsbandalagsins fylkja sér að baki
ríkisstjórn Theresu May.
Sergei Skrípal var rússneskur
gagnnjósnari fyrir Breta. Hann var
fangelsaður í heimalandinu árið
Þórgnýr Einar
Albertsson
thorgnyr@frettabladid.is
Aðalfundir deilda KEA 2018
Verða haldnir sem hér segir:
Deildarfundur Vestur – Eyjafjarðardeildar
verður haldinn miðvikudaginn 21. mars kl.15:30 í
Leikhúsinu á Möðruvöllum
Deildarfundur Út – Eyjafjarðardeildar
verður haldinn miðvikudaginn 21.mars kl. 17:30 í
Safnaðarheimilinu í Dalvíkurkirkju
Deildarfundur Þingeyjardeildar verður haldinn mið-
vikudaginn 21. mars kl. 20:30
á Veitingahúsinu Sölku á Húsavík
Deildarfundur Austur – Eyjafjarðardeildar
verður haldinn fimmtudaginn 22. mars kl. 15:00
í Gamla bænum á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit
Deildarfundur Akureyrardeildar
verður haldinn fimmtudaginn 22. mars kl. 20:00
á Veitingahúsinu Greifanum, annarri hæð
Á fundunum verða venjuleg aðalfundarstörf
samkvæmt samþykktum um störf deilda félagsins
Deildarstjórnir
Miðstöð íslenskra
bókmennta
auglýsir eftir
umsóknum um
Nýræktarstyrki
Styrkirnir eru veittir árlega til að styðja við
útgáfu skáldverka höfunda sem eru að stíga
sín fyrstu skref á ritvellinum og hvetja þá til
frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk
í víðri merkingu orðsins.
Umsóknarfrestur er til
16. apríl 2018
Umsóknareyðublöð og
nánari upplýsingar á
www.islit.is
1 7 . m a r s 2 0 1 8 l a U G a r d a G U r18 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
1
7
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
3
8
-8
6
6
C
1
F
3
8
-8
5
3
0
1
F
3
8
-8
3
F
4
1
F
3
8
-8
2
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
2
0
s
_
1
6
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K