Fréttablaðið - 17.03.2018, Qupperneq 41
Sífellt kemur betur í ljós að hreyfing
hefur mikil áhrif á fólk þegar það
eldist.
Áhætta kvenna á að fá heila-bilun minnkar mikið ef þær eru í góðu líkamlegu
formi. Þetta sýnir ný sænsk rann-
sókn en niðurstöður hennar voru
birtar nýlega í hinu virta tímariti,
The Medical Journal Neurology.
Sérstaklega er tekið fram að þolið
skipti máli. Samkvæmt rannsókn-
inni gætu konur dregið úr áhættu
á heilabilun um allt að 88% með
góðri líkamsþjálfun. Jákvæð hugs-
un um að eldast getur sömuleiðis
haft áhrif á sjúkdóminn. Helena
Hörder, prófessor við háskólann
í Gautaborg, sem stendur á bak
við rannsóknina, segir að hún hafi
verið viss um að hreyfing hefði
áhrif en það kom á óvart hversu
mikil áhrif hún hafði á líkamlegt
og andlegt ástand kvenna. 191
kona á aldrinum 38-60 ára tók
þátt í rannsókninni sem gerð var á
löngum tíma.
Heilabilun eða vitglöp orsakast
af truflunum í heila sem oft leiða
til Alzheimer-sjúkdómsins sem
er óafturkræfur. Um það bil 5,4
milljónir í Bandaríkjunum lifa í
dag með Alzheimer-sjúkdóm, að
því er fram kemur í CNN. Talið er
að 50 milljónir manna í heiminum
lifi með einhvers konar vitglöp og
þeim fjölgar á hverju ári.
Hreyfing
minnkar áhættu
á vitglöpum
Páskabingó Hinsegin kórsins verður haldið í félagsmiðstöðinni Hólmaseli en samkvæmt heimasíðu kórsins er
þetta skemmtilegasta og litríkasta páska-
bingó ársins. Bingóið er liður í fjáröflun
kórsins til að kosta ferð á evrópskt hins-
eginkóramót, Various Voices, sem haldið
verður í München í maí. Þar munu um 100
kórar koma saman og verður Hinsegin
kórinn stoltur fulltrúi Íslands. Lofað er
flottum vinningum frá hinum ýmsu fyrir-
tækjum í bland við glens og gaman. Verð á
stöku bingóspjaldi er 1.000 krónur og fara
þrír saman á 2.500 krónur. Posi verður á
staðnum og þá verða einnig til sölu vöfflur
og kaffi fyrir svanga bingóspilara! Fyrir þá
sem koma á bíl er mælt með því að leggja í
bílastæði hjá Seljakirkju.
Hinsegin kórinn var stofnaður síð-
sumars 2011 og hefur vaxið og dafnað allar
götur síðan. Markmið kórsins er að vera
fordómalaus vettvangur fólks til að hittast
og njóta söngs saman, vinna að þátttöku
hinsegin fólks í menningarlífinu, vera
jákvæð fyrirmynd og stuðla að sýnileika
hinsegin fólks.
Litríkt páskabingó
10–12 pönnukökur
100 g spínat
3 egg
3 msk. ólífuolía, og meira til
steikingar
½ tsk. salt
¼ tsk. pipar
½ l mjólk (eða möndlumjólk)
200 g heilhveiti
½ tsk. lyftiduft
Settu spínat, egg,
olíu, pipar og
salt í mat-
vinnsluvél eða
blandara og
maukaðu vel
saman. Þeyttu
mjólkina saman
við og síðan heilhveiti
og lyftiduft þegar blandan er orðin
alveg slétt. Berðu örlitla ólífuolíu á
þykkbotna pönnu, og steiktu eina
pönnuköku til prufu. Bættu við
svolítilli mjólk eða vatni ef soppan
er of þykk, meira heilhveiti ef hún
er of þunn. Steiktu þunnar pönnu-
kökur úr deiginu eins og það endist
til og strjúktu pönnuna með örlitlu af
olíu á milli. Steiktu pönnukökurnar
aðeins á annarri hliðinni, þar til
yfirborðið er þurrt, og notaðu spaða
til að renna þeim yfir á vinnuborð.
Berðu pönnukökurnar t.d. fram með
salatblöðum, maís, grænum baunum
eða sykurbaunum, grófsaxaðri stein-
selju og jafnvel muldum fetaosti eða
öðrum osti, ásamt sítrónubátum.
Heimild: nannarognvaldar.com.
Ljúffengar
spínat -
pönnukökur
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 1 7 . m a r s 2 0 1 8
1
7
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
3
9
-0
6
C
C
1
F
3
9
-0
5
9
0
1
F
3
9
-0
4
5
4
1
F
3
9
-0
3
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
2
0
s
_
1
6
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K