Fréttablaðið - 17.03.2018, Side 96
Árið 1969 setti Hawking fram
kenningu sýna um sérstöðupunkt-
inn, sem er óendanlega þéttur
„punktur“ sem segja má að rífi
efni alheimsins í sundur og myndi
svarthol.
Kenninguna setti Hawking fram
á sama tíma og eðlisfræðingar
voru enn að kljást við þær flóknu
spurningar sem kenning Alberts
Einstein um almennt afstæði
skildi eftir sig. Áður en Hawking
kom til sögunnar var sérstöðu-
punkturinn aðeins afstrakt
fyrirbæri. Hawking sýndi fram á
stærðfræðina sem býr að baki
þessu undarlega fyrirbæri.
Hvað býr í hjarta svarthola?
Hvernig minnumst við
Stephens Hawking?
Stephen Hawking
er allur. Þessi ein-
staki vísindamaður
varpaði ljósi á öfga-
fyllstu fyrirbæri
alheimsins um leið
og hann sýndi fram á
hvers mannsandinn
er megnugur.
Upphaf alls
Út frá kenningunni um sér-
stöðupunktinn dró Hawking
þá ályktun að slíkt fyrirbæri
hafi verið til staðar við upp-
haf alheimsins. Á ákveðnum
tímapunkti utan tíma var
allt efni alheimsins, allt
sem í honum er, þjappað
saman í sérstöðupunkt sem
sprakk og ól af sér alheim-
inn. Þetta var miklihvellur.
Afrek
mannsandans
Áskoranir og sigrar einkenndu
ævi Hawkings. Ungur að árum
greindist hann með ALS-tauga-
hrörnunarsjúkdóminn. Hann var
sagður eiga tvö ár eftur ólifuð.
Hawking lifði í fjörutíu ár en á
þeim tíma versnaði líkamlegt
ástand hans mikið, þangað til
að hann gat aðeins hreyft annað
augað og einn fingur.
Hawking tókst að varpa ljósi
á einhver flóknustu fyrirbæri
alheimsins án þess að geta hreyft
sig eða talað. Hugsunin ein var að
verki. Hann sýndi fram á það hvers
mannsandinn er megnugur.
Stutt saga
tímans
Eitt af merkustu afrekum Hawkings
hafði í raun lítið að gera með
stærðfræði og beina fræðilega
eðlisfræði eða alheimsfræði. Árið
1988 gaf hann út bók fyrir almenna
lesendur, A Brief History of Time
eða Stutt saga tímans. Bókin naut
gríðarlegra vinsælda og skaut
Hawking upp á stjörnuhimininn.
Í bókinni miðlar Hawking með
einstakri lagni sinni sýn á alheim-
inn og gerir flóknar hugmyndir
og kenningar um alheiminn, upp-
runa hans og fleira, aðgengilegar
öllum. Hawking varð vísinda-
miðlari heillar kynslóðar.
Svarthol eru ekki svört
Tómarúm alheimsins er í raun ekki
tómt, að minnsta kosti ekki í skiln-
ingi skammtafræðinnar þar sem
agnarsmáar eindir spretta fram í
gríð og erg. Þegar þetta gerist í jaðri
svarthols getur par einda klofnað,
önnur fellur ofan í svartholið á
meðan hin sleppur í formi geislunar.
Þessi geislun er í dag kölluð
Hawking-geislun. Kenning Hawk-
ings sameinar eiginlega almennu
afstæðiskenninguna, sem lýsir
öllum stærri fyrirbærum í alheim-
inum, og skammtafræði, sem lýsir
því agnarsmáa. Svarthol eru í raun
ekki svört, þau eru gosbrunnar geisl-
unar.
Kjartan Hreinn Njálsson
kjartanhreinn@frettabladid.is
Svarthol tifandi tímasprengjur
Í kenningunni um Hawking-geislun blasir við sú staðreynd að eindir sem
falla ofan í svarthol hafa neikvæðan massa. Því verður svartholið með
tímanum minna og minna, þangað til það hverfur. Þetta tekur langan tíma,
milljarða ára í raun. En þegar svarthol hverfa, þá gera þau það í stórkost-
legri sprengingu sem er á við sprengikraft milljóna kjarnorkusprengja.
UngUr að árUm
greindist hann með
aLs-taUgahrörnUnar-
sjúkdóminn.
1 7 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r44 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
1
7
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
3
8
-C
1
A
C
1
F
3
8
-C
0
7
0
1
F
3
8
-B
F
3
4
1
F
3
8
-B
D
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
2
0
s
_
1
6
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K