Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Qupperneq 8
8 28. mars 2018fréttir
Nara beit tunguna úr eiginmanni sínum:
„Ég ætlaði aldrei að meiða neinn“
Þ
að sem kom fyrir manninn
minn er hræðilegt. En ég
valdi ekki að gera þetta við
hann,“ segir Nara Walker
sem þann 13. mars síðastliðinn
hlaut 12 mánaða fangelsisdóm í
Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir lík-
amsárás og stórfellt ofbeldisbrot í
nánu sambandi. Nara var sakfelld
fyrir að hafa í nóvember síðast-
liðnum veist með ofbeldi að eigin-
manni sínum og bitið í tungu hans
þannig að hún fór í sundur. Þá var
hún einnig sakfelld fyrir að hafa
veist með ofbeldi að konu sem
var gestur á heimili þeirra hjóna.
Nara kveðst sjálf vera fórnarlamb
áralangs heimilisofbeldis af hálfu
eiginmanns síns og leggur áherslu
á að tungubitið hafi verið ósjálf-
ráð viðbrögð í hita leiksins. Hún
hyggst áfrýja niðurstöðu héraðs-
dóms.
Í samtali við DV segist Nara
hafa lagt fram kæru á hendur
manninum sínum fyrir heimilis-
ofbeldi í nóvember síðastliðnum.
Hún kveðst um leið hafa lagt fram
sannanir á borð við vitnisburð vin-
konu sinnar og móður, auk einka-
samtala á Facebook þar sem eigin-
maður hennar játar að hafa beitt
hana líkamlegu og kynferðislegu
ofbeldi og að hafa byrlað henni
ólyfjan. Enn sem komið er hafi
hún ekkert heyrt frá lögreglunni
en hún segist vita að maður henn-
ar hafi verið kallaður til yfirheyrslu
tíu dögum áður en dómur féll í
málinu. „Það var mjög erfitt að
fara til lögreglunnar en ég er glöð
að ég hafði mig í það. Ég vona að
það verði hvatning fyrir aðrar kon-
ur í þessari stöðu.“
Nara fæddist í Ástralíu árið
1990 og ólst upp í strjálbýli suð-
austur af Queensland hjá foreldr-
um sínum og á hún eldri systur.
Strax í barnæsku fékk hún áhuga á
listum. „Árið 2010 flutti ég til Ósló-
ar og bjó þar í eitt ár og eftir það
flutti ég aftur til Ástralíu, til Bris-
bane, og hóf háskólanám í mynd-
list.“
Elti eiginmann sinn til Íslands
Eiginmaður Nöru er franskur og
kynntust þau að hennar sögn árið
2013, á háskólabar í Brisbane.
Í dómi kemur fram:
Ákærða kvað B hafa orðið
árásargjarnari með árunum, en
þau hafi verið saman í fjögur og
hálft ár. Í seinni tíð hafi ákærða
orðið honum háð.
Nara kveðst standa við þennan
framburð sinn fyrir dómnum og
segir að eiginmaður hennar hafi
beitt hana andlegu, líkamlegu og
kynferðislegu ofbeldi í fjölmörg
skipti. Hún segir að fyrsta skiptið
hafi verið nokkrum mánuðum eft-
ir að samband þeirra hófst.
Hún fluttist til Íslands í október
árið 2016, eftir að eiginmanni
hennar bauðst tímabundið starf
hér á landi. Hún segir að í upphafi
hafi staðið til að þau myndu að-
eins dvelja á Íslandi í þrjá mánuði.
„Mig langaði að styðja við hann
og hans feril og við vorum sam-
mála um að þetta væri skref í rétta
átt fyrir hann og okkur. Áður en
ég flutti til Reykjavíkur þá bjugg-
um við í London og þar giftum við
okkur í apríl 2016. Hann flutti til Ís-
lands nokkrum mánuðum á und-
an mér og ég varð eftir í London og
passaði húsbátinn okkar.“
Á öðrum stað í dómnum segir:
Þau hafi flutt til Íslands. Við
það hafi ákærða yfirgefið bakland
sitt og starfsumhverfi. Hér á landi
hafi B látið ákærðu fá peninga til
að hafa fjármuni á milli handa.
Nara kveðst hafa verið í afar
viðkvæmri stöðu eftir flutningana
til Íslands. Hún hafi ekki verið með
atvinnuleyfi eða íslenska kenntölu
og ekki þekkt neinn hér á landi
nema vinnufélaga eiginmanns-
ins. Eiginmaður hennar hafi verið
í vinnu sem verktaki hjá fyrirtæki
sem hafði útvegað honum hús-
næði og bíl. „Hann skammtaði
mér vasapeninga mánaðarlega
og ef ég hagaði mér ekki nógu vel
að hans mati þá refsaði hann mér
með því að láta mig ekki fá neitt.“
Í dómnum kemur fram að Nara
hafi sagt lögreglu að eiginmaður
hennar hafi í þrígang ráðist á hana
hér á landi og lamið, að meðtöldu
umræddu kvöldi. Á öðrum stað
kemur fram að hún hafi lýst því
að eiginmaður hennar hefði áður
gefið henni fíkniefni án hennar
vitundar. Nara segir þetta satt og
rétt. Hún segir að á þeim tíma sem
atvikið átti sér stað hafi hún verið
farin að hugleiða alvarlega að yfir-
gefa eiginmann sinn.
„Ég var lengur með honum því
við vorum gift og það var meiri
skuldbinding. Ég var auðvitað
bara ástfangin, ég var með þessi
rósrauðu gleraugu. Ég vildi laga
hann.“
Segist hafa verið byrluð ólyfjan
Í niðurstöðu dómsins segir:
„Annars vegar er ákærðu gefið að
sök að hafa klórað brotaþolann
B í andlitið, slegið hann og bitið í
tungu hans þannig að tungan fór
í sundur. B er eiginmaður ákærðu.
Hins vegar er ákærðu gefið að sök
að hafa veist að brotaþolanum C,
m.a. tekið í hár hennar og haldið í
það meðan hún hristi og ýtti henni
til og frá, klórað í andlit hennar
og bitið og klórað í fingur henn-
ar.Ákærða neitar sök. Hefur hún
lýst því að eiginmaður hennar og
brotaþolinn C hafi veist að henni
með líkamlegu ofbeldi umrætt
sinn. Hafi hún gripið til neyðar-
varnar gagnvart árásinni. Fram-
burð hennar fyrir dóminum verður
að skilja á þann veg að hún í raun
viðurkenni að hafa bitið hluta
tungunnar úr ákærða, en hún
kveðst hafa verið í sjokki og ekki
áttuð á því sem var að gerast.“
Hvað varðar atburði kvölds-
ins þann 9. nóvember síðastliðinn
þá kveðst Nara standa við frásögn
sína fyrir dómnum sem er á skjön
við framburð eiginmanns hennar
og hinnar konunnar. Fram kem-
ur í dómnum að umrætt kvöld
hafi hún og eiginmaður verið úti
að skemmta sér ásamt umræddri
konu og bandarískum karlmanni
og var síðan haldið heim til þeirra
hjóna. Þar hafi átök átt sér stað
sem leiddu til þess að Banda-
ríkjamaðurinn yfirgaf samkvæm-
ið. Hún bendir á að framburður
hennar og Bandaríkjamannsins af
atburðum kvöldsins hafi í megin-
atriðum verið sá sami.
Við yfirheyrslur sagði konan
sem var gestur á heimili þeirra að
eiginmaður Nöru hafi boðið upp
á vodkaskot sem innihélt kókaín.
Nara segir hann hafa byrlað henni
eiturlyfinu. Hún hafi ekki vitað að
kókaín var í drykknum.
Fyrir dómi hélt Nara því fram
að hún og bandaríski karlmaður-
inn hefðu reynt að yfirgefa íbúð-
ina en eiginmaður hennar hafi
meinað Nöru að fara. Bandaríkja-
maðurinn hafi verið komin fram
á ganginn fyrir utan íbúðina og
segir Nara að eiginmaður hennar
hafi ýtt honum niður stigann með
þeim afleiðingum að Bandaríkja-
maðurinn hlaut brákað rifbein.
„Maðurinn minn stóð yfir honum
og ég stillti mér upp á milli þeirra.“
Nara segir að maðurinn hennar
hafi því næst kýlt hana margsinnis.
Hún segir hann því næst hafa bor-
ið hana inn í íbúðina, lagt hana þar
á sófa og varnað henni farar. „Ég
náði andanum aftur og ætlaði að
fara en hann hélt þéttingsfast um
handleggina á mér.“
Nara segir að maðurinn henn-
ar hafi komið með andlit sitt nær
hennar og hún hafi grátið og viljað
fara. „Ég var dauðskelkuð. Hann
sagði upphaflega að hann hefði
verið að reyna að róa mig en síðar
meir sagði hann að ég hefði nálg-
ast hann að fyrra bragði, sem mér
finnst mjög undarlegt þar sem að
hann er höfðinu hærri en ég. Ég
held að hann hafi gert sér grein
fyrir að ég væri að fara frá honum
endanlega og að ég myndi ekki
vera „hans“ lengur. Kannski var
þetta eitthvað sem hann gerði í
hita leiksins. Ég veit það ekki al-
mennilega. Hann hélt svo fast í
handleggina á mér að ég gat ekki
hreyft mig. Ég fékk marbletti á
handleggina eftir þetta. Ég var ekki
í stöðu til að komast í burtu frá
honum. Það var eins og hann yrði
að fá mig.“
Nara kveðst hafa orðið stjörf af
hræðslu með andlit mannsins svo
nærri hennar og þegar hann hafi
reynt að kyssa hana þá hafi það
gerst, að hún beit helminginn af
tungu hans, í einum bita.
„Hann þvingaði tungunni upp
í mig og þetta voru ósjálfráð við-
brögð. Ég var í áfalli,“ segir Nara og
bætir við að á þessum tímapunkti
hafi hún ekki fundið fyrir tungu
mannsins uppi í munninum á sér.
Hún segist gera ráð fyrir að meint
lyfjabyrlun fyrr um kvöldið hafi
spilað þar inn í. Hún kveðst á ein-
hverjum tímapunkti hafa spýtt
tungubitanum út úr sér á gólfið
og því næst hafi hin konan skellt
henni niður í gólfið og haldið
henni niðri, líkt og fram kemur í
framburði Nöru fyrir dómnum.
Þar segir að Nara hafi „reynt að ýta
konunni af sér og þær hafi togað
í hárið á hvor annarri.“ Margt hafi
verið í gangi og „ákærða hafi gert
allt til að ná C af sér.“
Nara segist hafa náð að rífa sig
í burtu og farið að stiga upp á efri
hæð í íbúðinni og sest þar. „Ég
skalf og grét og líklega var ég að fá
einhvers konar taugaáfall, ég átti
allavega mjög erfitt með að anda.
Þegar lögreglan kom á staðinn þá
benti maðurinn minn á mig og
sagði: „Hún gerði þetta, hún gerði
þetta,“ en ég reyndi að segja þeim
að ég hefði orðið fyrir árás þetta