Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 24
24 28. mars 2018fréttir D agur B. Eggertsson, borgar- stjóri Reykjavíkur, hefur far- ið á fleiri opna fundi og birst á fleiri myndum á síðustu vikum en á sama tíma fyrir tveim- ur árum. Dagur og meirihlutinn í borginni hafa verið sakaðir um að nýta sér opna fundi og myndatæki- færi í áróðursskyni fyrir komandi kosningar. Í síðustu viku óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir upplýsingum um hversu marga fundi Dagur hefði haldið á kjör- tímabilinu og hversu margir fund- ir yrðu haldnir fram að kosningum í lok maí. Borgarstjóri hefur verið sakaður um svipaða hluti allt kjör- tímabilið. Til dæmis þegar skólp- málið svokallaða kom upp sumarið 2017 töluðu andstæðingar borgar- stjóra um að hann léti aðeins sjá sig til að taka af sér myndir en léti embættismenn sjá um að svara fyrir erfið mál. Af því tilefni ákvað DV að leggja í létta rannsóknarvinnu til að kom- ast að því hvort borgarstjóri og full- trúar meirihlutans væru meira áberandi í jákvæðum fréttatil- kynningum Reykjavíkurborgar núna, þegar það er stutt til kosn- inga, eða ekki. Verkefnið er ansi stórt þar sem Reykjavíkurborg hef- ur birt meira en 2.800 fréttatilkynn- ingar frá því að Dagur tók við af Jóni Gnarr sem borgarstjóri þann 16. júní 2014. Fréttatilkynningarnar eru af ýmsum toga, allt frá manna- ráðningum til tilkynninga frá heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur. Af þeim sökum voru teknar stikkprufur af fréttatilkynningum Reykjavíkur- borgar, fyrstu þrjá mánuðina árið 2016 og fyrstu þrjá mánuðina í ár. Tíu fundir Það sem af eru árinu 2018 hafa átján ljósmyndir af Degi B. Egg- ertssyni borgarstjóra birst á vef Reykjavíkurborgar. Tilefnin eru margvísleg, allt frá stuðningi við Skáksamband Íslands, þar sem borgarstjóri er mynd- aður þar sem hann skrifar undir samstarfssamning, til mynda af borgarstjóra taka skóflustungu vegna nýrra íbúða. Opnir fundir voru alls tíu, ýmist íbúafundir, fundir um tiltekið málefni þar sem borgar stjóri flutti ávarp eða stórra kynninga á áætlunum Reykjavíkurborgar. Dagur heimsótti einnig grunnskóla í Úlfarsárdal. Myndirnar af borgarstjóra voru eilítið færri á sama tímabili fyrir tveimur árum, þrettán í stað átján. Athygli vekur að á þessu tímabili var aðeins einn íbúafundur með borgar stjóra og engar stórar kynn- ingar á áætlunum Reykjavíkur- borgar. Borgarstjóri sendi einu sinni samúðarkveðjur og fór í tvær heimsóknir. n Fleiri fundir og fleiri myndir fyrir kosningar Ari Brynjólfsson ari@dv.is n Meira áberandi en áður í aðdraganda kosninga n Átján myndir á árinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.