Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Qupperneq 26
26 fólk - viðtal 28. mars 2018 Á stríðan fyrir lífverum er reyndar ekki það eina sem gerir Ingu Maríu öðruvísi en allflestar konur. Hún er mikill ofurhugi, stundar bæði köfun og fallhlífarstökk og segist ekki í rónni nema ný áskorun sé framundan. Þegar myndlistin hef- ur ekki dugað til að draga björg í bú hefur hún stokkið í fjölbreytt verkamannastörf enda jafnoki margra karlmanna þegar kemur að styrk og líkamlegu atgervi. Inga hefur bæði hellulagt og málað hús enda fæstir garðar svo háir að hún treysti sér ekki til að ráðast á þá. „Ég var alltaf mjög hvatvís og orkumikill krakki. Út á við var ég reyndar feimin en á sama tíma gekk ég lengra en aðrir, var óhrædd og djörf, beit á jaxlinn og harkaði af mér. Þótt æska mín hafi verið nokkuð ágæt var hún engan veginn áfallalaus og á margan hátt held ég að áföllin hafi fært út mörkin mín og tilfinninguna fyrir því hvað telst eðlilegt enda hef ég oft upplifað að það sem er mjög eðlilegt fyrir mér, er það alls ekki fyrir öðrum,“ segir Inga María hugsi og veltir því upp hvort botn- laus áhugi hennar á dýrum gæti átt svipaðar skýringar. „Yfirleitt tjái ég mig betur með því að teikna en að tala. Ég hef líka alltaf átt auðvelt með að tengjast dýrum og ná sambandi við þau. Maður skapar sér öryggi og ramma í því sem maður þekkir og treystir en dýrin og myndlistin eru samof- in tilveru minni og hafa alltaf ver- ið það. Kannski að ég hafi skapað mér öryggi í þessu tvennu.“ Flutti heim til fjölskyldu vinkonu sinnar Inga María, sem er fædd árið 1980, ólst upp hjá einstæðri móð- ur, Gunnhildi Oddsdóttur sjúkra- þjálfara. Þær mæðgur bjuggu í Danmörku frá því Inga var tveggja til fjögurra ára og fluttu svo til Noregs þegar hún var um tíu ára. Þess á milli bjuggu þær í Hlíða- hverfinu í Reykjavík. Hún segir teiknihæfileikana hafa komið sér vel þegar kom að því að kynnast krökkum í Noregi. „Með teikningunum gat ég einhvern veginn brúað bilið sem vantaði af því ég talaði auðvitað ekki tungumálið,“ rifjar hún upp. „Þau samþykktu mig strax þegar þau sáu að ég gat teiknað.“ Þótt félagslífið hafi gengið ágætlega í Noregi langaði Ingu samt aftur heim til Íslands enda saknaði hún vina sinna. Þar sem móðir hennar átti enn tvo vetur eftir af náminu var afráðið að Inga færi til móðurömmu sinnar sem bjó í Vogahverfinu. Þar fannst henni samt enn allt of langt í vin- ina svo úr varð að hún fékk að búa heima hjá bestu vinkonu sinni, Hildi Eddu, dóttur Einars Kára- sonar og Hildar Baldursdóttur, konu hans. „Mér fannst alveg frábært að dvelja á heimili þeirra. Fram að þessu hafði ég alltaf verið bara ein með mömmu eða ömmu og kær- komin tilbreyting að búa allt í einu á stóru og líflegu heimili. Fjöl- skyldan var með fjöldann allan af gæludýrum og mér fannst ég al- veg komin í himnaríki. Við Hildur Edda deildum líka áhuganum á dýrum og ég á enn skráningar- bækur frá þeim kvöldum þar sem við gengum í hús í hverfinu og skrásettum, nöfn, tegundir, heim- ili og aldur dýranna sem þar voru,“ rifjar hún upp og hlær. „Agúrka kostar svona þúsund kall. Ef hún er þá til á landinu“ „Með aldrinum varð ég svo hálf- gerð „ofsatrúarmanneskja“ í dýra- verndunarmálum. Skráði mig í PETA og fleiri dýraverndunarsam- Fólk er mishrifið af dýrum. Sumir hreinlega þola þau ekki meðan aðrir elska þau út af lífinu. Inga María Brynjarsdóttir teiknari tilheyrir síðarnefndum hópi. Í raun er hún svo heilluð að hún er með heila frystikistu af dauðum dýrum heima hjá sér og lifibrauð sitt hefur hún af því að teikna þau. Margrét H. gústavsdóttir margret@dv.is n Varð amma 37 ára n Fann sænskan kærasta á Tinder n Leiðin liggur til Uppsala Kann best við sig með „brotna“ fólkinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.