Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 27
fólk - viðtal 2728. mars 2018 tök og hikaði ekki við að vinda mér upp að konum í pelsum og úthúða þeim. Með aldrinum hafa viðhorf mín hins vegar gerbreyst. Núna finnst mér mikið eðlilegra að fólk drepi sér til matar og nýti svo alla afurðina í stað þess að kaupa plastað kjöt í næstu búð. Það er mannúðlegri og eðlilegri tenging við náttúruna að fella dýr með eig- in hendi og verka þau svo en að kaupa sem fjöldaframleidda vöru hjá næsta kaupmanni. Að mörgu leyti finnst mér mannfólkið kom- ið úr tengslum við náttúruna og dýrin,“ segir Inga María um leið og hún bendir á að flest fólk keyri rak- leiðis framhjá, sjái það slasað eða dautt dýr liggjandi í vegkanti. „Á sama tíma hafa aldrei fleiri grænmetisætur verið á Íslandi. Það er auðvitað frábært að fólk sé meðvitað um mataræði og neyslu en á sama tíma finnst mér þetta svolítil nútíma firring. Fyrir nokkrum áratugum hefði ekki verið hægt að vera grænmetisæta á Íslandi, einfaldlega af því nátt- úran býður ekki upp á það,“ segir Inga og ber saman okkar matar- menningu og matarmenninguna hjá nágrönnum okkar á Græn- landi: „Þar væri ekki séns að vera vegan!“ segir hún og skellir upp úr. „Agúrka kostar svona þúsund kall. Ef hún er þá til á landinu.“ Sjálf prófaði Inga María að vera grænmetisæta í eitt ár en segir að sér hafi ekki liðið vel af því. Hún varð orkulaus og meltingin léleg. „Hins vegar fór ég að hugsa tölu- vert um mataræðið eftir þetta; hvað maður borðar og hvað það skiptir miklu máli að bera virðingu fyrir því sem er drepið svo að aðrir geti borðað það.“ Bíta í endaþarminn og rífa innyflin út Inga María kom fyrst til Grænlands síðasta sumar en þangað fór hún að frumkvæði Hrafns Jökulssonar sem er mikill Grænlandsvinur og hvatamaður þess að settur var á laggirnar sérstakur sjóð- ur fyrir grænlensk börn. Þann 17. júní 2017 reið mikil flóðbylgja yfir austur strönd Grænlands sem olli því að heilu þorpin þurrkuðust út og fólk missti heimili sín. Tilgang- ur ferðarinnar var að heimsækja munaðarlaus börn sem búa í hinu afskekkta þorpi Uummannaq en þangað er aðeins hægt að komast með þyrlu. Hún segir heimsókn- ina hafa haft mjög mikil áhrif á sig og langar að fara aftur og setjast þá jafnvel að í stuttan tíma. „Íslendingar og Grænlendingar eiga margt sameiginlegt og að koma til Grænlands er eins og að fara mörg ár aftur í tímann hér á Ís- landi. Öll skynjun mín á umhverf- inu breyttist þegar ég kom í þetta einstaka land. Við vöknuðum við gól í sleðahundum og sofnuðum út frá því líka en hundarnir eru alls staðar. Flestir eru hlekkjaðir niður með keðjum, enda eru þeir alls engin gæludýr heldur fyrst og fremst vinnudýr. Þeir eru ekki teknir inn nema veðrið sé algjör- lega brjálað. Einu sinni gekk mjög vont veður yfir og daginn eftir lágu margir hundar dauðir í keðjunum sínum. Svo koma reglulega upp tímabil þar sem menn verða að skjóta niður lausa hunda, einfald- lega af því þeir eru vargar. Hættu- legir bæði börnum og öðrum dýr- um. Sumir sleðahundar eru meira að segja þjálfaðir í að drepa full- orðna ísbirni með einu biti. Þá bíta þeir í afturendann, eða Inga lýsir upplifun sinni þannig að gríðarlega miklar andstæður mætist í menningunni og lífsstíl fólksins á Grænlandi. Til dæmis segir hún skólann sem hún kenndi myndlistina við í Uummannaq hafa verið best útbúna skóla sem hún hefur komið í á ævinni. Þar séu drónar í kössum og hátækni- tölvubúnaður, börn sem búa þar á munaðarleysingjahæli fái að fara í flott ferðalög á hverju ári, meðal annars til Mexíkó og annarra framandi landa og yfirleitt komi þessi lífsins gæði í formi alls konar fjárveitinga og styrkja. „Stemningin er svo sértök. Fólkið er einhvern veginn svo brosmilt og glaðlegt en á sama tíma veit maður bæði og skynj- ar að undir yfirborðinu bjátar oft mikið á.“ Lærði að kafa til að komast yfir hræðslu við hákarla Talandi um yfirborð. Inga segir að á sínum tíma hafi hún lært að kafa, einfaldlega af því að hún var skít- hrædd við yfirborð hafsins. Hún vildi yfirstíga þennan ótta, fara undir yfirborðið og kynnast ver- öldinni sem þar leynist. „Ég er ein af þeim sem fékk hið svokallaða Jaws-heilkenni eftir að hafa horft á myndina um hákarl- inn ógurlega. Til að komast yfir þennan ástæðulausa ótta ákvað ég að læra að kafa og sé ekki eftir því. Um leið og maður er kominn niður í þennan fallega og framandi heim tekur eitthvað alveg nýtt við. Maður rekst á alls konar fiska, sem hver og einn hefur sín einstak- lingseinkenni og ef það kemur há- karl, jú, þá er auðvitað bara ekkert við því að gera,“ segir Inga og skell- ir upp úr. Þunglyndur fiskur og kanína með sjálfsmorðshneigð Spurð að því hvort einhver sérstök dýr séu í meira uppáhaldi en önn- ur segir Inga það aðallega vera dýr sem enginn annar vill eiga og þær eru ófáar skepnurnar sem hún hefur tekið að sér. „Seinni barnsfaðir minn var að vinna í gæludýraverslun við Hlemm og ég var auðvitað fastagestur þar. Í búðinni hafði lengi verið til sölu dökkleitur, þunglyndur suðrænn fiskur sem enginn vildi kaupa. Hann sópaði alltaf sandi upp að glerinu á fiska- búrinu með sporðinum og faldi sig þar. Ég fór heim með fiskinn og smátt og smátt tók hann að skipta litum. Varð röndóttur og alveg ofsalega fallegur. Mér fannst hann samt þurfa stærra búr en þegar ég var kominn með það, fattaði ég að n Varð amma 37 ára n Fann sænskan kærasta á Tinder n Leiðin liggur til Uppsala Kann best við sig með „brotna“ fólkinu „Ég vara þig við. Kannski er svolítið vond lykt af honum. Ég er orðin frekar ónæm.“ All- ir sem þekkja Ingu vita að hún safnar hræjum. Þennan hrafn fann vinur hennar í Keflavík en Inga afþíddi hrafninn sér- staklega til að sýna Sigtryggi, ljósmyndara DV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.