Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Síða 39
Hlaup 28. mars 2018 KYNNINGARBLAÐ Þórólfur Ingi Þórsson byrjaði ekki að hlaupa fyrr en hann var 26 ára gamall. Fjórtán árum síðar, eða um áramótin 2015/2016, ákvað hann að verða afreksmaður í lang- hlaupum. Skömmu eftir það sló hann Íslandsmet í 10 kílómetra hlaupi í sínum aldursflokki. Þórólfur, sem er 42 ára, var staddur í Valencia á Spáni, þegar DV náði tali af honum rétt fyrir síðustu helgi, en þá var hann að búa sig undir þátt- töku í risastóru hálfmaraþoni sem fór fram í borginni um síðustu helgi. Hlaupið var tvískipt á þann hátt að fyrir hluta keppenda var það jafnframt heimsmeistaramótið í hálfmaraþoni en Þórólfur var ekki skráður í það. Hann segir frábært að hlaupa í borginni og hlaupaleiðin meira og minna á jafn- sléttu og því sé almennt mjög góður hraði hjá hlaupurum. Þórólfur hefur hlaupið sex maraþon um ævina, mun fleiri hálfmaraþon, en oftast hefur hann keppt í 10 kílómetra hlaupi. Hann á Íslandsmetið í sínum aldursflokki í þeirri vegalengd, eða 33:10 mínútur, sem þýðir að hann hef- ur hlaupið hvern kílómetra á 3 mínút- um og 19 sekúndum. Gat ekkert í fótbolta Þórólfur byrjaði hins vegar ekki að hlaupa reglulega fyrr en hann var 26 ára og á þeim tíma benti ekkert til þess að hann ætti eftir að verða afreks- maður í hlaupum: „Þetta var árið 2002 og ég starfaði hjá hugbúnaðarfyrirtæki. Þar kynntist ég konu sem var að byrja að hlaupa, við felldum hugi saman og ég smitað- ist af hlaupabakteríunni hennar. Það var líka smá hópur í vinnunni sem var að byrja að hlaupa. Ég æfði ekki mikið fyrst til að byrja með, kannski einu sinni til tvisvar í viku. Um ævina hafði ég ekki stundað mikið íþróttir, ég er alinn upp í Keflavík og þar var bara í boði fót- bolti, körfubolti og sund. Ég gat ekkert í fótbolta, byrjaði allt of seint að æfa körfubolta og ég var svo horaður að ég vildi ekki láta sjá mig í sundi! Ég hjólaði hins vegar frekar mikið þegar ég var krakki. En á unglingsárum stundaði ég lítið íþróttir, bara skólaleikfimina,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að hann hafi ekki órað fyrir því þegar hann byrjaði að hlaupa reglulega 26 ára að hann ætti eftir að verða afreksmaður í hlaupum: „Hins vegar uppgötvaði ég fljótt að þetta átti vel við mig og það var auðvelt fyrir mig að hlaupa. Oftar en ekki var ég fyrstur í mark af öllum í æfingahópn- um. Um síðir ákvað ég að taka þetta lengra og fyrir tæpum áratug skráði ég mig í ÍR og fór að æfa hlaup.“ Áramótaheitið 2016 Segja má að með því að byrja að æfa í ÍR hafi Þórólfur stigið annað skrefið á hlaupaferlinum en það fyrsta var að byrja að hlaupa árið 2002. Í ársbyrj- un 2016 tók hann hins vegar þriðja skrefið: „Ég var ekki að ná neinum toppárangri hjá ÍR fyrr en eftir ára- mótin 2015/2016. Ég varð fertugur árið 2016 og ákvað á áramótunum að verða besti hlauparinn á Íslandi í mínum aldursflokki. Upp frá því setti ég stefnuna á þetta markmið og æfði samkvæmt því. Ég hef tekið miklum framförum eftir þetta og þar hefur líka hjálpað mikið að ég hef æft undir handleiðslu Mörthu Ernstdóttur og Jóns eiginmanns hennar. Tókst mér að setja nokkur Íslandsmet í mínum aldursflokki á síðasta ári.“ Eftir hálfmaraþonhlaupið í Val- encia um síðustu helgi er næsta stóra verkefni Þórólfs Evrópumeistaramót öldunga í 10 kílómetra hlaupi sem haldið verður á Spáni um miðjan maí en þar stefnir Þórólfur að því að verða á meðal fremstu manna í sínum aldursflokki. Þórólfur hleypur mismikið eftir því hvernig mótshlaup eru framundan hjá honum, en þegar mest lætur æfir hann allt að 12 sinnum í viku. Blaðamaður bend- ir honum á að það séu bara sjö dagar í vikunni og Þórólfur hlær við en útskýrir að hann hlaupi stundum bæði að morgni og kvöldi til. „Ég hleyp yfirleitt minna aðra vik- una, þegar dætur mínar eru hjá mér, og meira þá næstu. Í fyrri vikunni legg ég meiri áherslu á styrktaræfingar, bara heima hjá mér. Ég nota þá bæði líkamann og tól eins og bolta og lóð. En að meðaltali hleyp ég á bilinu 80–100 kílómetra á viku.“ Rétt næring lykilatriði Þórólfur segist leggja mikið upp úr hollri næringu og segir að hún sé eitt af lykilatriðunum til að ná árangri. Fær hann sér þá aldrei hamborgara og franskar eða kökusneið? „Ég fæ mér alveg hamborgara en það hefur minnkað. Ég er ekki mikið í djúpsteikt- um mat og halla mér sífellt meira að grænmetisréttum, þeir eru léttari og þægilegri. Ég legg mikið upp úr því að fá nóg af próteini og vönduðum kol- vetnum. Ég borða líka mikið af hnetum og fræjum. Ég borða kökur en geri það meðvitað, almennt er ég ekki að moka í mig bakarísgúmmelaði. Ef það er kaka í vinnunni þá fæ ég mér kannski bara eina sneið, þannig að það ekki óalgengt að ég borði eina kökusneið í viku. Ég fæ mér líka stundum dökkt súkkulaði. Ég hef verið í samstarfi við Heilsu frá því vorið 2017 og þau hafa stutt mig dyggilega. Ég tek inn TerraNova LifeDr- ink blandaðan út í Biotta Mango-safa, þetta geri ég á hverjum degi. Einnig nota ég TerraNova Omega-olíu. Ég fann mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði að taka inn þetta inn. Ég tek inn fleiri vörur úr TerraNova-línunni, þar á meðal magnesíum og kalsíum. Ég tek inn D-vítamín og Liðaktín frá Gula Miðanum. Það er mikilvægt að hugsa um liðina þegar maður eldist. Ég er nýfarinn að taka inn Astax- anthin frá Solaray og hafði það mjög góð áhrif á mig, hjálpaði til við að laga eymsli sem ég var kominn með í hnés- bótina.“ Mikilvægt að miða við sjálfan sig Þórólfur segir mikilvægt fyrir þá sem eru að byrja að hlaupa að ætla sér ekki um of í byrjun og setja sér raun- hæf markmið. „Stundum fæ ég til mín menn sem segja: Ég vil geta hlaupið eins og þú. Hvað á ég að gera? Það fyrsta sem ég spyr á móti er hvort viðkomandi finnist gaman að hlaupa. Það er lykilatriði í þeirri hreyfingu sem maður stundar að finnast gaman. Það krefst mikillar vinnu að ná langt og þá er eins gott að það sé gaman. Það er mikilvægt að miða við sjálfan sig til að byrja með og stefna bara að því að bæta sig stig af stigi.“ ÞóRóLFUR INGI ÞóRSSON: Ákvað um fertugt að verða afreksmaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.