Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Side 40
Hlaup 28. mars 2018KYNNINGARBLAÐ ReykjavíkuRmaRaþon íslandsbanka: Fjölmennasti hlaupaviðburður ársins Reykjavíkurmaraþon íslands-banka fer fram í 35. sinn þann 18. ágúst og er fjölmennasti hlaupaviðburður ársins þar sem um 15.000 hlauparar koma saman á öll- um aldri, íslenskir og erlendir. erlendir þátttakendur voru árið 2017 um 4.000 frá 87 löndum, svo margir hafa þeir ekki verið áður. þátttakendur geta valið á milli fimm vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og mismunandi getustig. Hlaupaleiðin er fjölbreytt og farið er framhjá helstu kennileitum borgar- innar og á nokkrum stöðum má finna hvatningar- og skemmtistöðvar á vegum borgara, góðgerðafélaga, samstarfsaðila og skipuleggjanda hlaupsins. engum ætti að leiðast í þessu hlaupi. Hlaupurum er boðið upp á að hlaupa til góðs og safna áheitum sem renna til ákveðinna góðgerða- félaga eða hópa. Áheitasöfnunin fer fram á hlaupastyrk.is þar sem fjölmörg góðgerðafélög hafa skráð sig til leiks og allir ættu að geta látið gott af sér leiða og um leið að rækta líkama og sál. Árið 2017 var sett nýtt met í áheitasöfnun Reykjavíkurmara- þons íslandsbanka þegar hlauparar söfnuðu 118.583.717 krónum til 152 góðgerðafélaga. skráningarhátíð hlaupsins fer fram í laugardalshöll dagana 16. og 17. ágúst. skráningarhátíðin er hluti af stórsýningunni FIT&Run þar sem að- ilar úr heilsugeiranum kynna heilsu- fæði, fatnað, skóbúnað o.fl., einnig verður boðið upp á skemmtilegar uppákomur. Hlauparar eru hvattir til að skrá sig fyrir 15. maí og ná lægsta verðinu. Reykjavíkurmaraþon íslandsbanka er hlaupaviðburður fyrir alla til þess að hreyfa sig og ná markmiðum sínum hvort sem þau eru að slá met eða hreyfa sig með fjölskyldunni eða vinum. allir eru sig- urvegarar þegar komið er í mark. nánari upplýsingar er að finna inni á marathon.is og hlaupastyrkur.is. Ólafur Þórisson: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka Eva Björk Ægisdóttir: Reykjavíkur- maraþon Íslandsbanka Eva Björk Ægisdóttir: Reykjavíkur- maraþon Íslandsbanka Eva Björk Ægisdóttir: Reykjavíkur- maraþon Íslandsbanka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.