Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Page 50
Hlaup 28. mars 2018KYNNINGARBLAÐ Fyrirtækið var stofnað árið 2014 af Stefáni Má Thorarensyni og hóf göngu sína í Kópavogi, en var flutt í Kringluna í ágúst árið 2016,“ segir Halldór Steinn Steinssen, sem kom inn sem meðeigandi Stefáns um síðastliðin áramót. „Hjá Icephone er þetta spurning um að veita góða og hraða þjónustu. Okkar markmið er að veita viðskipta- vinum jákvæða þjónustuupplifun,“ segir Halldór. Slagorð okkar er 90 mínútna viðgerðir Það er algengt að símar verði fyrir vatnsskaða eða höggskemmdum, hvort tveggja er yfirleitt utan ábyrgð- ar framleiðanda. Við fáum talsvert af slíkum tilfellum til okkar auk þess sem við sjáum mikið af símum sem eru með slöpp batterí. Það getur tekið langan tíma fyrir fólk að fá símana sína til baka úr viðgerð,“ segir Halldór. „Við fórum af stað með slagorðið 90 mínútna viðgerðir, þannig að fólk getur sinnt sínum erindum í Kringlunni meðan við gerum við símann. Vinna og vinir eru allt í símanum hjá fólki í dag, auk samfélagsmiðla, þannig að viðskipta- vinurinn má alls ekki við því að missa tækið í marga marga daga. Okkar markmið er að vera sneggri og reyna að klára viðgerð samdægurs eða daginn eftir. Ef viðskiptavinur velur 90 mínútna viðgerð, þá þarf að panta slíka við- gerð,“ segir Halldór. „En ef við fáum til dæmis iPhone sem þarf skjáviðgerð inn fyrri part dags, þá erum við oftast að klára viðgerð á honum sama dag. Við erum mest að gera við iPhone og Samsung, enda eru það algengustu símarnir á markaðinum.“ Ekkert skoðunargjald hjá Icephone „Við tökum ekkert skoðunargjald, þannig að við tökum við símanum og greinum hann fyrir þig,“ segir Hall- dór. „Viðskiptavinir eru eðlilega oft stressaðir yfir hvað hlutirnir kosta, við tökum símann inn, greinum hvað er að, höfum síðan samband við við- skiptavininn og segjum honum hvað sé að tækinu og hvað viðgerð muni kosta og viðskiptavinurinn getur þá valið hvort hann vill láta gera við sím- ann eða ekki. Íhlutir eru dýrir og skjáir eru dýr- ir,við notum original Samsung-íhluti, það er meira framboð af íhlutum frá þriðja aðila í iPhone, við erum komnir með ágætis reynslu af okkar birgjum þannig að við treystum okkur til að bjóða sex mánaða ábyrgð á þeim íhlutum sem við notum,“ segir Halldór. Popsocket og fleiri símafylgihlutir til sölu Icephone selur einnig fylgihluti fyrir síma. „Við erum einnig að selja símafylgihluti, hulstur, skjáfilmur og hleðslutæki. Auk þess erum við með Popsocket, sem er mjög vinsælt í dag, en það er sett aftan á símann til að halda betur á honum eða tylla honum á borð. Við erum einnig að selja upp- gerða síma, við kaupum síma af viðskiptavinum, til dæmis ef einstaklingur er búinn að uppfæra símann sinn með nýrri týpu eða er með síma með brotnum skjá eða lélegu batteríi, þá getur hann komið með símann til okk- ar og fengið tilboð í hann. Við förum síðan yfir símann, skiptum um skjá eða batterí og fleira ef þess þarf og seljum hann,“ segir Halldór. „Með þessu erum við að halda símanum leng- ur í notkun, það er ákveðin umhverfisvernd í því. Við erum svolítið gíruð í að vera alltaf með nýjustu týpuna þó að ekkert sé að eldri símanum okkar.“ Icephone er staðsett í Kringlunni á Bíó- gangin- um við hlið Te og Kaffi, síminn er 546- 5444. Opn- unartími er í takt við verslanir Kringlunnar. Heimasíða: icephone.is og Facebooksíða: IcePhoneVidgerdir. Fyrirtækið Icephone er staðsett á bíóganginum í Kringlunni við hlið Te og Kaffi. Þar er hægt að fá hraða þjónustu á símaviðgerðum, kaupa símafylgihluti og eldri síma, sem hafa verið uppgerðir. IcEPHOnE KrInglunnI: Markmiðið er hröð þjónusta og jákvæð þjónustuupplifun Icephone - Kringlan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.