Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Side 51
Hlaup 28. mars 2018KYNNINGARBLAÐ Framúrskarandi hljómtæki frá Rega loksins fáanleg aftur Stereo.is gerðist nýlega um-boðsaðili fyrir Rega á Íslandi. Rega er hljómtækjafram- leiðandi frá Englandi sem hefur í um fjóra áratugi verið leiðandi í þróun og framleiðslu plötuspilara og annarra hljómtækja. Rega hefur verið ófáánlegt á Íslandi í mörg ár, en núna er loksins kom- inn umboðsaðili aftur. Rega hefur löng- um verið eitt þekktasta vörumerkið í hljómtækjaheim- inum, en fyrirtækið hannar og setur saman allar framleiðsluvörur sín- ar í verksmiðju sinni í Essex í Englandi. Stofnandinn, Roy Gandy, er ennþá eigandi og aðaldriffjöð- ur fyrirtækisins. Markmið Rega Research er að koma tónlistinni til skila í eyru hlustandans án þess að hljómtækin séu fyrir. Allar vörur fyrirtækisins eru hannaðar með það að markmiði að skila góðum hljómi, líta vel út, endast og vera á viðráð- anlegu verði. Flestir þekkja Rega Plan- ar plötu- spilarana sem hafa í gegnum áratugina sópað að sér verð- launum og notið gríðar- legra vinsælda. Nálgun Rega á hönnun plötuspilara er með öðru sniði en gengur og gerist hjá flestum öðrum framleiðendum. Að sögn Roys Gandy eru plötu- spilarar ekkert annað en tæki, tæki sem mæla titring. Hönnun, efnis- val og samsetning miðar allt að einu og sama markmiðinu: Að framleiða tæki sem kem- ur tónlistinni á hljómplötunni til skila með því að hafa sem minnst áhrif á útkomuna, þ.e. mæla það sem hljómplatan geymir. Eftir heimsókn forsvarsmanna Stereo.is í höfuðstöðvar og verk- smiðju Rega á Englandi þótti þeim ekkert annað koma til greina en að gera allt sem mögulegt væri til að koma Rega til Íslands. Aðra eins nákvæmni í framleiðslu, áráttu í gæðastjórnun og gagnsæi í rekstri höfðu fulltrúar Stereo.is ekki áður séð. Tryggð starfsfólks við hugsjónir fyr- ir- tækisins veittu Stereo. is innblástur sem þeir vona að smitist til hljómtækjaáhuga- manna á Íslandi. Verðið sem Stereo.is get- ur boðið viðskiptavinum á Íslandi upp á er vel samanburðarhæft við nágrannalöndin og gerir Rega að vörumerki sem erfitt verður að keppa við hérlendis. En þegar öllu er á botninn hvolft er það hljómurinn sem segir mest. Sjá nánar á stereo.is Heimasíða Rega er rega.co.uk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.