Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Side 54
54 28. mars 2018tímavélin Þ að er til siðs í bandarískum borgum að veita einstak- lingum svokallaðan „lyk- il að borginni“, oft vegna starfa í góðgerðamálum. Detroit- borg hefur veitt hetjum sínum á borð við Stevie Wonder og Big Sean heiðurinn og á hverju ári fær jólasveinninn hann. Árið 1980 fékk öllu minni hetja lykil að Detroit, sjálfur Saddam Hussein. Ástæðan er að í Detroit er stór rétttrúnað- arsöfnuður sem inniheldur marga kristna Íraka. Á þessum tíma var söfnuðurinn stórskuldugur og ein- ræðisherrann reiddi fram 250 þús- und dollara til að hreinsa upp allar skuldir. Til að þakka fyrir sig flaug Jacob Yasso æðstiprestur til Bag- hdad til að færa Hussein lykilinn. Á þessum tíma ruggaði gjöfin hins vegar engum bátum því Hussein var var þá bandamaður Bandaríkj- anna í deilunni við Íran. Í seinni tíð vilja Detroit-búar sem minnst af henni vita. n Saddam Hussein var hetja í Detroit B yggingaverkamenn í Hu- anchaco í norður Perú komu nýverið niður á forn- an grafreit siðmenningar sem nefndist Chimú. Fundist hafa jarðneskar leifar 47 manns, þar af 12 barna, og líklegt þykir að fólk- inu hafi verið fórnað í trúarathöfn. Færðu fórnir til tunglsins, sólarinnar og hafsins Chimú-siðmenningin reis í kringum árið 900 í norðvestur hluta landsins. Höfuðborg ríkis- ins hét Chan Chan og var stað- sett nálægt núverandi þriðju fjöl- mennustu borg Perú, Trujillo. Chan Chan er nú á heimsminja- skrá UNESCO. Þar bjó fólk sem lifði á auðum sléttum við jaðar Andesfjalla og stólaði því mikið á fiskveiðar á Kyrrahafi. En land- búnaður var einnig stór þáttur og Chimú fólkið bjó yfir mikilli tækni til að veita vatni á akra og hélt lamadýr sem húsdýr. Tölu- vert hefur fundist af einstökum leir- og málmmunum Chimú- menningarinnar. Menningin lagðist undir lok árið 1470 þegar Inka-keisarinn Topa Inca Yupanqui lagði und- ir sig svæðið. Hálfri öld síðar komu Spánverjar til Perú, fyrstir Evrópumanna. Chimú-fólkið leit til tungls- ins sem æðsta guðsins. Þeir köll- uðu það Shi og töldu það öflugra en sólina, eða Jiang, þar sem Shi sást bæði á daginn og nóttunni. Samkvæmt trú Chimú-fólks- ins stjórnaði Shi bæði uppsker- unni og veðrinu. Aðrir guðir voru einnig tilbeðnir af Chimú-fólk- inu, svo sem Nor (Mars), Ghisa (jörðin) og Ni (hafið). Öllum þessum guðum færði Chimú-fólkið fórnir í von um betri uppskeru og afla. Í sumum tilfellum var guðunum færðar litlar fórnir, svo sem maís eða leir. Í stærri fórnum var dýrum slátr- að. Stærstu fórnirnar voru mann- fórnir, annaðhvort fullorðið fólk eða börn. Fjöldamorðið í Punta Lobos Árið 1997 voru fornleifa- fræðingar að rannsaka svæði við strönd sem nefndist Punta Lobos fyrir koparnámufyrirtæki þegar þeir fundu líkamsleifar um 200 manna. Við rannsóknir á leifun- um kom í ljós að þetta voru allt saman karlmenn sem höfðu ver- ið drepnir í kringum árið 1350, að öllum líkindum í mannfórn. Þetta voru sjómenn sem höfðu verið bundnir með hendur fyr- ir aftan bak og stungnir við við- beinið í hjartastað. Mennirnir voru fangar sem Chimú-stríðs- menn höfðu handsamað þegar strandlengjan við Punta Lobos var sigruð og var þeim að öll- um líkindum fórnað til guðsins Ni fyrir betri sjávarafla. Líkin höfðu ekki verið grafin heldur látin veðrast á sandinum en voru engu að síður mjög heilleg meira en sex öldum síðar og enn þá hár og neglur á sumum. Einnig eru til vísbendingar um að Chimú-fólkið hafi fórn- að sínum eigin börnum til guð- anna en þá grafið líkin eftir á. Börn sem hafa fundist hafa ver- ið á aldrinum fimm til fimmtán ára gömul og með sömu áverka og sjómennirnir í Punta Lobos, stungusár við hjartastað. Sum Vísbendingar um að hjörtun hafi Verið rifin úr börnunum Njósnari með fullt skip af drukknum Finnum Rannsóknir í Huanchaco Í stríði milli Rússa og Japana árin 1904 til 1905 var njósnaran- um Motojiro Akashi falið að koma af stað uppreisn í Finnlandi, sem þá var hluti af rúss- neska keisaraveldinu. Akashi komst yfir gamalt gufuskip í Stokkhólmi og fyllti það af byssum, skotfærum, sprengi- efni og finnskum sjálf- stæðissinnum. En skip- ið hafði áður verið í eigu vínsala og í því voru enn hundruð lítra af áfengi. Áhöfnin komst í vínið og leiðangurinn var eitt allsherjar klúður. Skip- ið kom í land í Kaup- mannahöfn og þar var leiðtogi Finnanna næst- um handsamaður við að brjótast inn í tóbaks- verslun. Þegar þeir komust loks að strönd- um Finnlands strand- aði það og þá sá Akashi það sem sinn besta leik að yfirgefa skipið og sprengja í tætlur. Motojiro Akashi líkin bera þess merki að rifkass- inn hafi verið opnaður og hjart- að fjarlægt, væntanlega í trúar- legum tilgangi. Árið 2011 fundu fornleifafræðingar 42 barnalík og hræ 76 lamadýra í bænum Huanchaco, sama bæ og verka- mennirnir fundu lík nýverið. Nýbura fórnað Fundurinn nú er af sama meiði og fyrri fundir fórnarlamba Chimú-fólksins. Við fyrstu sýn virðast fórnarlömbin hafa ver- ið stungin við hjartastað og rif- beinin verið brotin til að taka út hjörtun. Verkamennirnir, sem voru að leggja vatnslagn- ir á svæðinu, hættu samstundis vinnu og létu fornleifafræðinga vita en þegar voru rannsóknir hafnar á nálægu svæði í haust. Víctor Campana León, sem stýrir rannsókninni, sagði við dagblað- ið La república: „Trúlega eru 12 af þeim börn. Við höfum einnig fundið nýbura sem var fórnað. Þá höf- um við einnig fund- ið barn hér nálægt sem var fórnað af Virú-fólki (önn- ur menning í Perú fyrir komu Spán- verja).“ Þá hafa einnig fundist leif- ar lamadýra nálægt fundarstaðnum sem talin eru hafa verið drepin í fórn. Borgarstjórinn José Ruiz Vega hefur tekið húsnæði á leigu til að hýsa jarðnesku leifarnar fyrir rannsókn og hann hefur einnig gefið í skyn að sérstöku safni ver- ið komið á laggirnar. Hann segir: „Þetta verður að varðveita. Hér er þétt íbúðahverfi og framkvæmd- ir í gangi. Fornleifafræðingar munu bjarga þessum leifum og svo verður svæðið hreinsað á eft- ir.“ Framkvæmdir við vatns- og skolplagnir verður að bíða þar til verkefninu er lokið en það hef- ur áhrif á um fimm þúsund íbúa svæðisins. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.