Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Side 59

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Side 59
sakamál 5928. mars 2018 Ljóst má vera að „mannráns/ lausnargjalds“-áform Eugene Weidmann og félaga hans, Rogers Million og Jean Blanc, voru löngu fokin út í veður og vind. Aðeins tveimur dögum eftir morðið á Jo- seph Couffy nörruðu Eugene og Roger einhjúkrunarkonu, Janine Keller, inn í helli í Fontainbleau- skógi. Þar var Janine myrt á sama hátt og Joseph og hirtir af henni 1.400 frankar og demantshringur. Önnum kafinn Eugene Upp úr miðjum október mæltu Eugene og Roger sér mót við leiklistarframleiðandann Roger LeBlond undir því yfirskini að þeir hygðust fjárfesta í einni sýninga hans. Skemmst er frá því að segja að Roger LeBlond þurfti ekki að kemba hærurnar. Fengurinn var 5.000 frankar. Fritz Frommer, Gyðingur sem hafði verið í fangelsi vegna andnasískra viðhorfa sinna, var næstur í röðinni. Eugene, sem hafði kynnst Fritz í grjótinu, skaut hann í hnakkann en ekki fylgir sögunni hvað hann hafði upp úr krafsinu. Líkið af Fritz var grafið í kjallara villunnar í Saint-Cloud. Nafnspjald verður Eugene að falli Fimm dögum síðar, 27. nóvem- ber, var fasteignasalinn Raymond Lesobre í mestu makindum að sýna Eugene fasteign í Saint- Cloud. Raymond sýndi ekki fleiri fasteignir þaðan í frá en varð 5.000 frönkum og lífinu fátækari. Morðið á Raymond varð þegar upp er staðið síðasta morðið sem Eugene Weidmann framdi, því lögreglan komst á slóð hans fyrir tilstilli nafnspjalds sem hann hafði skilið eftir á skrifstofu Raymonds. Tveir lögreglumenn fóru í vill- una í Saint-Cloud en þar var ekki köttur á kreiki. Brugðu þeir á það ráð að bíða þar um sinn utandyra. Smiðshöggið Þegar Eugene kom heim gekk hann nánast í flasið á lögreglumönnunum. Hann lét þó ekki slá sig út af laginu og fór inn og bauð þeim að ganga í bæinn. Eldsnöggt sneri hann sér síðan við og skaut þremur skotum að laganna vörðum. Þeim tókst þó særðum að yfirbuga Eugene, en það gekk ekki átakalaust fyrir sig. Fyrir einskæra tilviljun var hamar innan seilingar og tókst öðrum lögreglumannanna að seilast í hann og beita gegn Eugene. Eftir einhverjar barsmíðar tókst lögreglunni að reka smiðshöggið og Eugene rotaðist. Tveir sektardómar Lögreglan hafði í kjölfarið hendur í hári Rogers Million og Jean Blanc og kærustu Rogers. Þegar Eugene var í varðhaldi var hann spurður hvort hann iðraðist ekki gjörða sinna og hann svaraði að bragði: „Iðrist hvers? Ég þekkti þetta fólk ekki einu sinni.“ Eugene var samvinnuþýður og játaði alla sína glæpi en þegar upp var staðið voru aðeins hann og Roger Million sakfelldir og dæmdir til dauða. Kærasta Rogers og Jean Blanc voru frjáls ferða sinna. Síðar var dómurinn yfir Roger mildaður og aðeins Eugene þurfti að horfast í augu við eigin aftöku. Tafir og klúður Árla morguns var mikið um að vera í Rue Georges Clemenceau í Versölum. Uppsetningu fallaxarinnar hafði lokið klukkan þrjú um nóttina og búið var að leigja út háu verði þá staði sem besta útsýnið veittu. Sagan segir að Henri Desfourneaux böðull, sem var þekktur fyrir að fara sér hægt, hafi verið kvíðinn uppmálaður. Vegna tafa var farið að elda af degi þegar allt var tilbúið sem gerði ljósmyndurum kleift að ná skýrum myndum. Eugene Weidmann fékk að reykja vindil í klefa sínum auk smá slurks af rommi og var síðan leiddur út í morgunbirtuna. Handvömm olli því að plankinn sem hann var njörvaður við lagðist ekki sem skyldi. Því virtist ómögulegt að háls Eugene legðist í þar til gerða gróp. Hárreyttur á hinstu stundu Segir sagan að aðstoðarmaður Henri Desfourneaux hafi að lokum þurft að toga í hár og eyru Eugene svo blaðið stóra lenti á réttum stað. Sem það gerði um síðir með hvin. Þessi aftaka og ljósmyndir sem birtust af henni gengu fram af almenningi í Frakklandi og því var sett í lög að aftökur þar í landi yrðu í framtíðinni ekki framkvæmdar opinberlega. n hann hefði upplýst lögreglumann- inn um að hann ætti bílinn sem þeir voru á. Gutteridge hafi ekki lagt trúnað á það vegna þess að Kennedy hefði ekki munað skráningar númerið. Þá, að sögn Kennedys, greip Browne til byssunnar og skaut Ge- orge Gutteridge. Fékk dómarann upp á móti sér Þann 6. febrúar 1928 voru tví- menningarnir formlega ákærðir fyrir morðið á Gutteridge. Kenn- edy sagði ekki orð, en Browne svaraði ákærunni: „Þetta er fárán- legt. Ég veit ekkert um þetta.“ Réttarhöldin hófust 3. apríl sama ár í Old Bailey í London. Báðir lýstu sig saklausa, en Browne nánast skaut sig í fótinn þegar hann sagðist ekki geta svar- ið að segja sannleikann því hann einfaldlega vissi ekki allan sann- leikann. Þau orð munu hafa fallið í afar grýttan jarðveg hjá dómar- anum, Sir Horace Avory. Fjarvistarsönnun Brownes Reyndar sagðist Browne hafa ver- ið heima hjá sér kvöldið sem Gutt- eridge var myrtur. Konan sem leigði Browne sagði lögreglunni að hún hefði heyrt í Browne og sambýliskonu hans í íbúð þeirra þetta kvöld. Einnig hefði hún lag- að handa þeim te það kvöld. Allur vitnisburður og vís- bendingar um sakleysi Brownes voru hundsaðar og voru hann og Kennedy dæmdir til dauða og mættu þeir örlögum sínum sama daginn í maí 1928, en í tveimur aðskildum fangelsum. Árið 1992 voru skjöl um málið eyðilögð og sýndist hverjum sitt um það og eftir lifir spurningin; var Frederick Browne einnig sek- ur. n William Henry Kennedy Hafði ýmislegt að segja lögreglunni. 12 nóvember, 1920, var Daninn Johanna Amalie Overbye handtekin. Johanna, sem var fóstra á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, hafði allt að 25 mannslíf á samviskunni. Um var að ræða börn sem henni hafði verið treyst fyrir en þau myrti hún á árunum 1913–1920 með því að kyrkja þau, drekkja eða brenna til bana. Johanna fékk dauðadóm, sem síðar var breytt í lífstíðardóm. Hún lést í fangelsi árið 1929. George Gutteridge Var skotinn í bæði augun. síðasta opinbera aftakan í frakklandi „Ég er nýbúin að hitta einkar heill- andi Þjóðverja, og gáfað- an, sem heitir Siegfried. Síðustu skrefin Aftakan gekk ekki snurðu- laust fyrir sig. Eugene Weidmann Var að lokum yfirbugaður með hamri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.