Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Side 64
64 28. mars 2018 Menning „Það hlýt ur að standa styr um þetta og af því verkið er sterk tákn mynd NATO, þá er þetta svona. Ég held að þetta verk verði aldrei til friðs.“ Hulda Hákon listakona var hvorki reið né sár eftir að minnisvarði hennar um hernaðarsamstarf NATO og Rússlands var útbíaður í tjöru og fiðri á laugardag. Samkvæmt tilkynningu til fjölmiðla var gjörningurinn framkvæmdur til að mótmæla stríðsrekstri Tyrklands gegn sjálfsstjórnarhéruðum Kúrda í Sýrlandi, og „veimilitítulegum“ andmælum Vesturlanda gegn framferði tyrkneska ríkisins. Þetta stóð upp úr á HönnunarMars Hönnunarhátíðin HönnunarMars fór fram í tíunda skipti 15. til 18. mars síðastliðinn. Á annað hundrað viðburða fóru fram víðs vegar um Reykjavík, nýjar hönnunarvörur voru kynntar, hulunni var svipt af fjölda nýrra verkefna, hönnunarsýningar voru opnaðar og fyrirlestrar haldnir. DV fékk fimm sér- fræðinga til að segja frá því sem stóð upp úr á hátíð- inni í ár að þeirra mati. Hvunndagshetja bjargar heiminum „Að mínu mati var Björn Steinar Blumenstein sigurvegari hátíðarinnar, hann bæði flutti erindi á DesignTalks ásamt Johönnu Seelemann (sem er væntanlegt í heild sinni á vimeo-síðu HönnunarMars) og var með þrjár sýningar á HönnunarMars sem allar snerust um að endurnýta, minnka sóun og auka nýtingu á auðlindum. Sem sagt að bjarga heiminum, er því nokkurs konar hvunndagshetja í mínum bókum. Þá fannst mér mjög vel staðið að samsýningunni í Geysir Heima, persónu- legt uppáhald er Theodóra Alfreðsdóttir og verkefnið hennar Mót. Litrík og falleg lína sem gleður augað. Í þeim flokki er óhjákvæmilegt að minnast á hana Hönnu Dís Whitehead, girnilegar litasamsetningar, óhefðbundin form og frumleg fram- setning er það sem maður getur gengið að sem vísu hjá henni. En verk hennar hafa svipuð áhrif á mig og sæt hvolpamyndbönd svona til að setja hlutina í sam- hengi. Maður verður svo glaður, sko! Að lokum myndi ég klárlega hvetja fólk til að kíkja við í stúdíóið hjá Agustav og Kjartani Óskarssyni, þeir verða áfram með það opið í einhvern tíma eftir HönnunarMars. Einstaklega fágaðar og flottar vörur á heimsmælikvarða.“ Ólöf Rut Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð. Hönnunarnemar skoða hestinn „Mér fannst gaman að sjá hversu áberandi nemendur Listaháskólans voru og mér finnst það mikilvægt. Hápunkturinn fannst mér vera sýning nemenda á þriðja ári í vöruhönnun við LHÍ, Náin framtíð eða Intimate futures. Nemendur voru að vinna með íslenska hestinn og óræðan veruleika þar sem hesturinn er kominn aftur inn í borgarumhverfið eftir að hafa ver- ið úthýst þaðan. Sýningin er ljóðræn og frumleg og vakti mann til umhugsunar. Mér fannst þetta alveg ótrúlega vönduð framsetning þar sem forvitnileg verkefni voru aðeins hluti af út- hugsaðri og heildrænni sýningarupplifun. Til að nefna fleiri dæmi þá var samstarfssýning Matís og LHÍ um matarhönnun einnig mjög forvitnileg. Á svipuðum nótum var eitt af uppáhaldserindunum mínum á Design- Talks. Það var erindi Björns Steinars Blumenstein og Johönnu Seelemann en þau fjöll- uðu um rannsóknarverkefnið sitt Cargo sem er um flókin kerfi skipaflutninga, vöruflæð- is og neyslu. Það var mjög áhrifamikið, skemmtilegt, skýrt og faglegt. Stjarna DesignTalks var annars Bea Szenfeld, listakona og fatahönnuður, sem heillaði alla upp úr skónum með dásamlegri framkomu og geggjuðum pappírsskúlptúrum. Annars var þetta yfir það heila skemmtilegur og fjölbreyttur HönnunarMars, hátíðlegur og gott partí.“ Anna Dröfn Ágústsdóttir, fagstjóri fræðigreina við Hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Stelpur vinna hljómsveitakeppnina þriðja árið í röð - Þjóðlagagoth úr Vesturbænum H in karllæga rokktónlistar- sena er óðum að breytast, og sést það meðal annars á því að þriðja árið í röð var það sveit skipuð stelpum einung- is (eða að mestu leyti) sem vinn- ur hina mikilvægu hljómsveita- keppni Músíktilraunir. Fyrir tveimur árum voru það Hórmónar, í fyrra Between Mountains og í ár var það tríóið Ateria sem bar sig- ur úr býtum, en úrslitin fóru fram í Hörpu um síðustu helgi. Hljómsveitin er skipuð tveimur systrum úr Vesturbænum og litlu frænku þeirra. Þetta eru 17 ára gít- arleikarinn og söngkonan Ása og 16 ára selló- og bassaleikkonan Eir, og frænka þeirra, trommuleik- arinn Fönn, sem verður 13 ára í apríl. Þær hafa allar æft á hljóðfæri í þónokkur ár og allar tekið þátt í rokksumarbúðum Stelpur rokka. Sú tónlist sem sveitin lék í Hörpu var myrkt og naum- hyggjulegt þjóðlagapopp með strengja- og rafhljóðfærum. Þar var endurómur frá nýbylgjusveit- um, dramatísk stemning og ung- æðisleg ljóðræna. Arnar Eggert Thoroddsen, poppsérfræðingur og dómnefndarmeðlimur, lýsti tónlistinni sem „þjóðlagagoth.“ Eins og lög gera ráð fyrir lék hljómsveitin þrjú lög á úrslita- kvöldinu í Hörpu: Órói, Saga fyrr- verandi verðandi fiðrildis og eitt ónefnt lag. Í öðru laginu þurfti sveitin að stoppa og byrja upp á nýtt vegna tæknilegra örðugleika, en lét það ekki á sig fá og kláraði tónleikana með miklum glæsi- brag. Í öðru sæti lenti blúsaða spuna- hljómsveitin Mókrókar, í þriðja sæti var gleðipoppsveitin Ljósfari, en hljómsveitin Karma Brigade var valin hljómsveit fólksins í símakosningu. Mókrókar var valin „Blúsað- asta bandið“ en trommuleik- ari og gítarleikari Músíktilrauna 2018 komu einnig báðir úr þeirri sveit; Þórir Hólm Jónsson og Þor- kell Ragnar. Bassaleikari Músíktil- rauna var Snorri Örn Arnaldsson sem spilaði með Ljósfara og Jó- hönnu Elísu, og hljómborðsleik- ari tilraunanna var Jóhanna Elísa Skúladóttir. Söngvari keppninnar var Eydís Ýr Jóhannsdóttir úr SIF, og rafheilinn var Darri Tryggva- son. Agnar Dofri Stefánsson var svo verðlaunaður fyrir textagerð á íslensku en hann kom fram undir listamannsnafninu Agnarsmár. Björn Steinar Blumenstein Ateria sigraði í Músíktilraunum:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.