Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Blaðsíða 66
66 menning 28. mars 2018
Úr list-
heiminum
Í síðustu viku var kynnt hvaða þrír listamenn hafa verið valdir til að vinna að nánari útfærslu á
tillögum sínum um framlag til Fen-
eyjatvíæringsins 2019 í samstarfi við
sýningarstjóra. Þetta eru listakon-
urnar Elín Hansdóttir, Hekla Dögg
Jónsdóttir og Hrafnhildur Arnar-
dóttir (aka Shoplifter). Á næstu sex
vikum fá þessar listakonur tíma
og rúm til að vinna áfram að þróun
sinnar tillögu og mun hver fyrir sig fá
250.000 krónur til að vinna áfram
að verkefninu. Í júní verður tilkynnt
um hver af tillögunum þremur verður
valin sem framlag Íslands á Fen-
eyjatvíæringnum 2019, þekktustu
myndlistarhátíð heims.
Listaverkið Glitur hafsins
eftir Söru Riel hefur verið valið til
að prýða austurgafl Sjávarútvegs-
hússins við Skúlagötu. Gaflinn komst
í fréttirnar í fyrra eftir að málað
var yfir mynd af sjómanni eftir
listahópinn Evoca1 sem hafði áður
prýtt vegginn, meðal annars eftir
kvartanir frá Hjörleifi Guttormssyni,
fyrrverandi nágranna. Í umsögn
dómnefndar segir: „Verkið hefur
þannig eiginleika að vaxa við nánari
kynni, það leynir á sér og gæti vakið
veruleg hughrif við rétt skilyrði við
leik ljóssins og nánasta umhverfis.
Það dansar á milli raunveruleika
og ímyndunarafls og gefur þannig
áhorfendum tækifæri til að túlka á
mismunandi hátt hvað þeir sjá og
skilja.“
Tónlistar- og fjöllistamaðurinn
Sverrir Guðjónsson vann á dögunum
til verðlauna á alþjóðlegu útvarps-
leikritahátíðinni UK International
Radio Drama Festival fyrir útvarps-
leikritið Ophelia's harp, eða Harpa
Ófelíu. Það er leikkonan Arnbjörg
Hlíf Valsdóttir sem er í titilhlutverki
verksins.
Þriðja og síðasta tilkynning atriða
á tónlistarhátíðinni Secret Solstice
í sumar var birt í vikunni. Stærsta
atriðið sem bætist við er fönkrisinn
George Clinton, en hann verður eitt
af stóru nöfnunum á hátíðinni í ár
ásamt Slayer, Gucci Mane, Stormzy,
Bonnie Tyler og Steve Aoki. Þá
var tilkynnt að þýska dansdúóið
Kollektiv Turmstrasse, Stuðmenn,
GusGus DJ-set, Valdimar og Young
Karin komi einnig fram á hátíðinni.
Á svipuðum tíma var tilkynnt um
fyrstu listamennina sem staðfest
er að komi fram á tónlistarhátíðinni
Iceland Airwaves, sem fer fram í
nóvember – og verður nú í fyrsta
skipti haldin af Senu. 28 listamenn
voru tilkynntir, þar af 13 erlendir. Þeir
erlendu eru Fontaines D.C., Girlhood,
Girl Ray, Jade Bird, Jockstrap,
Mavi Phoenix, Naaz, The Orielles,
Sassy 009, Scarlet Pleasure, Soccer
Mommy, Superorganism og Tommy
Cash.
Tónleikar fyrir
tvo milljarða:
T
ónleikahald á Íslandi veltir
um tveimur milljörðum
á ári, en afleiddar tekjur
vegna komu erlendra
ferðamanna á tónlistarhátíðir hér
á landi er um helmingi meiri.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í nýrri skýrslu Rannsóknar-
miðstöðvar skapandi greina við
viðskiptafræðistofnun Háskóla
Íslands um hagræn áhrif tónlistar.
Það voru Erla Guðmundsdóttir og
dr. Margrét Sigrún Sigurðardóttir
sem unnu skýrsluna fyrir Útón,
Samtón og Atvinnu- og nýsköp-
unarráðuneytið.
Tónleikahald stærsti hlutinn
Í skýrslunni kemur fram að ár-
legar heildartekjur íslenska tón-
listariðnaðarins séu um 3,5 millj-
arðar króna. Stærstur hluti af
tekjunum, eða um 57%, kemur til
vegna tónleikahalds heima og er-
lendis, en tekjur vegna höfundar-
réttar og sölu á hljóðritaðri tón-
list eru svo 22 og 21% prósent af
heildartekjum iðnaðarins.
Heildarmiðasölutekjur vegna
tónleika á Íslandi voru 1,7 millj-
arðar árið 2015, en tekjurnar
koma til allt í senn vegna tónleika
íslenskra tónlistarmanna (59%),
tónleika erlendra tónlistarmanna
á Íslandi (18%) og tónlistarhá-
tíða (23%). Heildartekjur vegna
tónleikahalds íslenskra tónlistar-
manna erlendis eru svo áætlað-
ar á bilinu 90,4 til 226,5 milljónir
króna á ári. Saman gerir þetta því
um 2 milljarða króna á ári.
Fyrir utan þessar beinu tekj-
ur vegna tónleikahalds áætla
skýrslu höfundar að heildargjald-
eyristekjur vegna komu erlendra
ferðamanna hingað til lands
til að vera viðstaddir tónlistar-
hátíðir, séu um 2,8 milljarðar
króna á ári. Erlendir gestir voru á
bilinu 4% til 56% af heildarfjölda
gesta á stærstu tónlistarhátíðum
landsins, en hlutfallið var hæst á
Iceland Airwaves.
Sigtryggur Baldursson, fram-
kvæmdastjóri Útflutningsskrif-
stofu íslenskrar tónlistar, Útón,
segir þó ljóst að þessar tölur um
tekjur tónlistariðnaðarins séu
mjög varlega áætlaðar enda inni-
haldi þær ekki stærstu tónlist-
armenn þjóðarinnar, á borð við
Björk og Sigur Rós.
„Það sem náðist ekki nógu
vel yfir í þessari könnun var út-
flutningurinn. Ástæðan er að
þeir listamenn sem eru stærstu
útflutningsaðilarnir í tónlist –
stærstu útflutningsfyrirtækin ef
við köllum það svo – eru ekki með
sína samninga hér á Íslandi. Ég
held að ef við værum einnig með
tölur yfir þessa aðila þá væru út-
flutnings- og sölutölurnar miklu
stærri,“ segir hann.
Fá ekki alltaf greitt
Í ljósi þessa kemur ekki á óvart að
samkvæmt könnun sem gerð var
meðal íslenskra tónlistarmanna
og kynnt er í skýrslunni kemur
fram að 65% áhugamanna í tónlist
og 75% atvinnutónlistarmanna á
Íslandi segja lifandi flutning vera
sína mikilvægustu tekjulind. Þrátt
fyrir þetta sögðust um 72% þeirra
tónlistarmanna sem höfðu kom-
ið fram á tónleikum á síðasta árið,
hafa gert það einu sinni eða oft-
ar án þess að fá greitt fyrir. Al-
gengasta ástæðan fyrir þessu er
persónulegir greiðar, en styrktar-
tónleikar komu þar á eftir.
Næstmikilvægasta tekjulindin
meðal atvinnutónlistarmanna var
sala á tónlist í kvikmyndir, sjón-
varpsþætti, tölvuleiki, auglýsingar
og þess háttar (svokallað „Sync“)
– en þó sagðist aðeins helmingur
atvinnutónlistarmanna hafa tekj-
ur af þessu. Þar á eftir kom svo
streymi, stafræn sala og plötusala.
Þá vekur athygli að sölutekjur af
stafrænni sölu hljóð-
ritaðrar tónlistar
uðru árið 2016 í fyrsta
skipti meiri en tekjur
af plötusölu á Íslandi.
Þurfum betri hagvísa fyrir
greinina
Sigtryggur Baldursson segir
skýrsluna vera fyrsta skref í átt
að því að unnar séu reglulegar
skýrslur og hagvísar þróaðir fyrir
tónlistariðnaðinn.
„Í málefnasamningi nýrrar
ríkis stjórnar segir að unnið verði
að betri hagvísum fyrir skapandi
greinar. Við vonum að þetta frum-
kvæði okkar hvetji ríkisstjórnina
til að koma að borðinu með frek-
ari hugmyndir. Ef hið opinbera
tekur almennilega utan um þetta
getum við loksins farið að fá al-
mennilegar hagtölur um grein-
ina,“ segir hann
Sigtryggur segir nauðsyn-
legt að geta skoðað efnahagslega
umhverfið í kringum tónlistina,
meðal annars til þess að stjórn-
völd geti metið hvar sé gagnleg-
ast að fjárfesta í greininni hverju
sinni. Í ljósi þeirra miklu gjaldeyr-
istekna sem tónleikahald skapi
samfélaginu sé til dæmis bagalegt
að ekki sé almennilegur stuðn-
ingur við tónlistarhátíðir og tón-
leikahald.
„Það er mjög takmarkaður
stuðningur við tónleikahald og
-hátíðir á Íslandi. Maður sér
þetta til dæmis á því að á síðastu
árum lentu Iceland Airwaves og
fleiri hátíðir í rekstrarerfiðleik-
um. Þetta er mjög viðkvæmt um-
hverfi og harður og síbreytileg-
ur markaður. Ég myndi leggja til
að stjórnvöld myndu styðja betur
við þessar hátíðir, og hugsa það
sem atvinnuuppbyggingu. Slíkur
stuðningur þarf að vera regluleg-
ur hluti af umhverfinu til að þessi
listgrein nái að þróast almenni-
lega sem starfsgrein.“
Flytjum vöruna út óunna
Sigtryggur segir enn fremur að
skýrslan gefi hugmynd um þau
tækifæri sem felist í tónlistar-
iðnaðinum um þessar mundir:
„Alþjóðafyrirtæki eru sólgin í þá
tónlist sem hefur orðið til í tón-
listarumhverfinu hérna heima, og
við erum eiginlega orðin of góð í
því að flytja vöruna út óunna – ef
maður má nota líkingamál sjávar-
útvegsins,“ segir hann.
„Sóknarfærið sem mér finnst
birtast í skýrslunni er fyrst og
fremst í þróun lítilla tónlist-
arfyrirtækja á Íslandi. Nú sem
aldrei fyrr eru tækifæri í þróun
sprotaumhverfis fyrir tónlist-
arfyrirtæki á Íslandi, lítil fyrir-
tæki sem geta til dæmis unnið
að markaðssetningu og dreifingu
á netinu. Við erum byrjuð að
sjá þetta gerast, í umboðs-
mennsku erum við til dæmis
komin með nokkur íslensk fyrir-
tæki sem starfa á alþjóðamark-
aði. En í náinni framtíð mynd-
um við vilja sjá íslensk fyrirtæki
sem myndu sinna fleiri þátt-
um. Við erum til dæmis ekki
með nein „ publishing“ fyrirtæki
hér á landi. Þar til mjög nýlega
var þetta bara ekki raunhæfur
möguleiki, en nú er allt hægt –
tónlistarbransinn er að breytast
svo hratt.“ n
Ný skýrsla um hagræn áhrif tón-
listar varpar ljósi á ónýtt sóknarfæri
Erla Guðmundsdóttir og Margrét Sigrún Sigurðardóttir unnu skýrsluna
um hagræn áhrif tónlistar.