Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Page 68

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2018, Page 68
68 fólk 28. mars 2018 Þau komust lífs af úr vonlausum aðstæðum N áttúran á það til að vera óútreiknanleg og ef þú týn- ist úti í óbyggðum gæti voð- inn verið vís. Sumir virðast þó vera heppnari en aðrir þegar kemur að því að komast lífs af úr vonlausum aðstæðum. Hér eru fjögur dæmi um einstaklinga sem komust heil heilsu, eða því sem næst, úr hrikalegum aðstæðum. Týndur í óbyggðum í tvo mánuði Í janúar 2006 var Ricky Megee á ferð í bíl sínum um Norður héruð Ástralíu. Skyndilega kom hann auga á þrjá menn við vegkant- inn sem augljóslega voru í vanda, eða hvað? Mennirnir sögðu að bíll þeirra hefði orðið bensínlaus en í sannleika sagt voru þeir bíræfn- ir ræningjar sem réðust á Ricky, börðu hann, rændu og tóku bílinn traustataki. Þeir skildu hann svo eftir rænulausan úti í óbyggðum. Tveimur dögum síðar hafði enginn orðið á vegi hans og neyddist hann til að drekka eigið þvag. Á fimmta degi fann hann fyrst eitthvað æti- legt þegar hann rakst á litla tjörn. Þar fann hann froska, pöddur og vatn. Ricky varð máttfarnari með hverjum deginum sem leið og liðu tveir mánuðir þar til hann komst aftur til byggða. Megee, sem var 105 kíló þegar hrottarnir urðu á vegi hans léttist mikið. Hann var 45 kíló þegar hann fannst. Hrapaði niður fjallið Joe Simpson og Simon Yates voru miklir göngugarpar og árið 1985 reyndu þeir að klífa Siula Grande í Andes-fjöllunum – ógnarstórt fjall og erfitt yfirferðar. Simpson og Yates tókst ætlunarverkið en á leiðinni niður dundu ósköpin yfir. Simpson fótbrotnaði og til að gera langa sögu stutta reyndi Yates að koma vini sínum til bjargar og láta hann síga niður fjallið. Simpson rann síðan nið- ur fjallið og hékk í línu fram af klettabrún. Þá voru góð ráð dýr fyrir Yates sem sá sig knúinn til að skera á línuna til að bjarga sjálfum sér frá vísum dauða. Simpson hrapaði niður fjall- ið og ofan í stóra sprungu sem gleypti hann. Simpson var ekki af baki dottinn, fótbrotinn, kaldur og slasaður, því honum tókst að skríða niður fjallið, matar- og drykkjarlaus. Ferðalagið tók hann þrjá daga. Um þetta ótrúlega at- vik var gerð myndin Touching the Void sem kom út árið 2003. Flúði frá nasistum Jan Baalsrud var Norðmaður sem þótti býsna harður í horn að taka. Á tímum síðari heimsstyrj- aldarinnar barðist Jan gegn þýsk- um nasistum og skaut nokkra til bana í skotbardaga í Noregi. Hann var eftirlýstur í kjölfarið og lagði á flótta. En hann fór ekki á bíl, í flugvél eða með lest. Hann fór fótgangandi og lagði í upp í ferð til Svíþjóðar þar sem hann kæm- ist í skjól frá nasistunum. Á ferðalagi sínu lenti hann í ýmsum ævintýrum, snjó- flóði til dæmis. Hann gafst ekki upp, óð snjó upp fyrir hné í fimbul kulda og gekk uns hann komst til Svíþjóðar tveimur mánuðum eftir að ferðalagið hófst. Hann vó rétt tæp 40 kíló þegar hann komst á leiðarenda, í þorpið Furu- flaten. Jan lést árið 1988, sjö- tugur að aldri. Týndur í frumskóginum Árið 1981 lenti Yossi Ghinsberg í erfiðum aðstæðum í þeim hluta Amazon-regnskógarins sem er í Bólivíu. Hörmungar dundu yfir þegar hann féll útbyrðis úr báti og fór niður foss. Yossi var skyndilega einn og yfirgefinn í frumskógin- um. Hann var með þremur vin- um sínum en varð viðskila við þá eftir slysið. Næstu vikurnar gekk Yossi um skóginn og með hverjum deginum sem leið varð vonin um björgun veikari. Hann reyndi þó allt sem hann gat; borðaði ber og egg, varðist árásum dýra og var bit- inn af skordýrum. „Ég hefði borð- að mannakjöt, ég var svo svangur,“ sagði Yossi eftir atvikið. Þrjár vik- ur liðu þar til honum var bjarg- að og má í raun segja að tilviljun ein hafi ráðið því að hann komst lífs af. Hann rakst á félaga sinn, Kevin, sem hafði leitað hans síðan hann hvarf. Kevin hafði gefið upp alla von um að finna vin sinn á lífi og var á leiðinni til mannabyggða þegar hann sá Yossi. Um slysið var gerð myndin Jungle. Í myndinni fer Daniel Radcliffe með hlutverk Yossis. n n Náttúran er óútreiknanleg n Ricky var einn í óbyggðum Ástralíu í tvo mánuði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.