Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Qupperneq 10
10 27. apríl 2018fréttir → Inni- og útimerkingar → Sandblástursfilmur → Striga- og ljósmyndaprentun → Bílamerkingar → Gluggamerkingar → Prentun á símahulstur → Frágangur ... og margt fleira Skoðaðu þjónustu okkar á Xprent.is SundaBorG 1, reykjavík / SímI 777 2700 / XPrent@XPrent.IS einhverjir nýir og nýir sem ég þekkti ekkert, voru bara að koma og sjá hvernig ég hefði það,“ segir Ágúst. „Ég trúði þessu ekki“ Það voru svo þessir menn sem áttu eftir að bjarga Ágústi úr fang- elsinu. „Það voru í raun fimm karl- ar sem tóku þá ákvörðun að borga trygginguna. Hún var komin upp í 500 þúsund, sem eru tæpar tvær milljónir króna, en þeir prófuðu að fara með 400 þúsund krónur í pen- ingum og það dugði. Allt í einu var kallað á mig, „Ágúst, you’re going home“. Ég setti teppi yfir hausinn og trúði ekki orði sem þeir sögðu. Endaði með að það þurfti að sækja mig. Ég trúði þessu ekki. Þeir biðu þarna fyrir utan eftir mér, ég átti ekki orð. Þeir ákváðu bara að hjálpa mér. Þeir voru þarna þrír til fimm sem skáru sig úr hópnum og hjálpuðu mér. Ég borgaði þeim tryggingarféð strax til baka,“ segir Ágúst. Flóttinn mikli Því fór þó fjarri að Ágúst væri laus allra mála því enn stóð til að dæma hann og hafði lögmaður hans sagt honum að hann fengi að öllum lík- indum langan dóm. En hann var laus í bili og eitt kvöld fór hann í bjúgnapartí, Íslendingar í Taílandi hittust og fengu sér bjúgu og upp- stúf. „Þar sagði ég upphátt: „Djöf- ull væri gott að geta komið mér úr landi“. Þá heyrði einn gaurinn þetta, og sagði: „Hei, ég þekki einn gaur“ og þá byrjaði þetta að rúlla,“ segir Ágúst. Til að gera langa sögu örlítið styttri þá hitti hann þennan mann sem sagði honum að hann gæti komið honum úr landi fyrir réttu upphæð. „Það endaði með því að ég eyddi 1.800 þúsund kalli, til að komast til Malasíu, löglega, eða löglega og ekki löglega inn- an gæsalappa. Í fylgd lögreglu- manns, hann fylgdi mér alla leið til Malasíu. Við hittumst bara og hann var búinn að redda öllu. Ég fékk passann minn aftur. Bróð- ir minn náði að redda honum frá fyrrverandi kærustu minn,“ segir Ágúst. Fór með frænda yfirmannsins Lögreglumaðurinn sagði Ágústi að taka ekkert með sér nema það allra nauðsynlegasta. „Ég var í rútu í 11 tíma og lögreglumaðurinn fylgdi mér alla leið. Fyrst heimsóttum við yfirmann landgæslunnar, í stóru húsi. Svo hittum við frænda hans, það var hann sem keyrði mig svo að landamærunum og þá var löggan farin og þeir búnir að taka við. Ég bara treysti á þetta. Svo fórum við yfir landamærin og þessi frændi rétti mér 21 þúsund bhat og sagði mér að rétta landamæraverðinum pen- inginn og þá kæmist ég í gegn. Það var einhver indversk kona þarna, og spurði hvort þetta væri fyrsta skiptið mitt í Malasíu og svo beið hún bara. Var að bíða eftir peningum, um leið og ég rétti henni þá fékk ég stimpil,“ segir Ágúst. Því næst var leiðin nokkuð greið. Fyrrnefndir Íslendinga voru búnir að kaupa flugmiða fyrir Ágúst frá Kúala Lúmpúr til Íslands, þó með mörgum millilendingum, og í Suður-Kóreu skall hurð nærri hæli. „Ég var tekinn í Suður-Kóreu, ég var á leiðinni inn í flugvélina og var allt í einu tekinn úr röðinni. Passinn minn athugaður og spurt hvaða ferðalag væri á mér og það væri mjög skrýtið. Þeir sögðu mér á endanum að ég mætti fara. Ég veit í rauninni ekki af hverju, það hlýt- ur að hafa verið einhver ástæða fyr- ir því. Þeir slepptu mér samt,“ segir Ágúst sem komst að lokum til Ís- lands. Stakk mann sem þekkti hann Eitt alvarlegasta atvikið sem Ágúst lenti í gerðist eftir að hann var laus úr fangelsinu en áður en hann náði að flýja úr landi. Það var þegar Taílendingar könnuðust við hann úr myndbandinu alræmda og endaði það með því að Ágúst stakk einn þeirra í sjálfsvörn. „Þá var einhver gæi sem þekkti mig og hrópaði: „you are the guy from the video!“ Svo endaði ég í slagsmálum við Taílendinga, ég stóð upp, en einn af þeim hjólaði í mig og þá byrjuðu slagsmál og læti, það voru hnífar og það gekk ýmislegt á. Það var þarna einhver „ladyboy“-vinur minn sem stóð með mér. Einn af þeim var með hníf en missti hann og ég náði honum. Það endaði með því að ég stakk hann. Næsta sem ég veit er að það var búið að berja mig í klessu, en ég rotaðist ekki og svo mætti lögreglan og ég var hirtur aftur. Og á lögreglustöðinni hugs- aði ég „fokking hell, ég trúi þessu ekki, ég er á leiðinni heim en er kominn hingað inn,“ segir Ágúst. Í þetta skipti átti Ágúst pening og þá sást vel hvernig það skipt- ir sköpum í Taílandi. „Daginn eftir var ég tekinn í yfirheyrslu og það voru einhverjar tvær stelpur vitni og sögðu að ég hefði byrj- að, og ég var að reyna að segja þeim að ég hefði ekki byrjað held- ur hafi þeir komið til mín og einn af þeim hafi ráðist á mig. Ég var í nauðvörn þarna með fimm Taí- lendinga á mér og gerði þetta. Það var dæmt mér í óhag og mér hent inn aftur, 20 til 30 ár. Sem betur fer átti ég pening, og bank- aði á hurðina, þegar fangavörður- inn kom sagði ég: „ef ég borga þér 200 þúsund bhat, geturðu hleypt mér út?“ Hann sagði ekki orð og opnaði bara og ég hringdi í félaga minn og bað hann um að græja þetta og hann gerði það. Ég þurfti ekki að borga nema 100 þúsund,“ segir Ágúst. Á leið í meðferð En núna er Ágúst kominn heim, kominn í skjól, en allt sparifé búið. Hann er búinn að panta tíma í meðferð en biðtíminn er óra- langur, mörg hundruð manns á biðlista. Þangað til er hann á göt- unni og svaf í Gistiskýlinu nóttina áður en blaðamaður hitti hann. Hann segist þó ekki ætla sér að bugast. Hann lifði af martröðina í taílenska fangelsinu og ætlar því að lifa áfram. „Ég er ennþá slæmur í öxlinni en er í sjúkraþjálfun, ég er búinn að fara í tannmótun einu sinni, og er svo að fara í aðra, koma í mig tönnum. Svo er ég að fara í með- ferð og ætla að snúa lífi mínu við aftur, eins og ég gerði hérna áður. Fara að lifa eðlilegu lífi. Ég sé ekki fram á að þetta gangi mikið leng- ur, að rölta um götur Reykjavíkur, það er engin framtíð í því. Ekki minn stíll einhvern veginn, ókei, ég er háður fíkniefnum og það er bara ein leið út úr því, að koma sér í meðferð, eins og ég gerði. Ég var líka edrú í níu ár eftir það. Þangað stefni ég aftur.“ n „Ég setti teppi yfir hausinn og trúði ekki orði sem þeir sögðu. End- aði með að það þurfti að sækja mig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.