Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Qupperneq 24
24 sport 27. apríl 2018
É
g vil einnig vera múslími,“ er lag sem
stuðningsmenn Liverpool eru farnir
að syngja, það er í raun ágætis mæli-
kvarði á það sem Egyptinn Mohamed
Salah hefur gert fyrir félagið á nokkrum
mánuðum. Salah er í dag búinn að
koma sér í flokk bestu knattspyrnu-
manna í heimi. Fyrir 35 milljón-
ir punda telst Salah hræódýr í
heimi fótboltans.
„Þetta er frábært, þetta
er það sem við þurfum í
þessum heimi í dag,“ segir
Jurgen Klopp, stjóri Liver-
pool, um málið, en Salah
er múslími. Hatur gagn-
vart múslímum er mik-
ið í heiminum í dag og
fordómar blómstra
víða. Afrek Salah og
athyglin sem hann
fær getur hjálpað
til við að kveða
slíka fordóma
í kútinn.
Salah kem-
ur fyrir sem
hið ljúfasta
blóm, er
vinur allra.
„Að sjá
þennan
magnaða,
unga dreng gera
þessa hluti er frábært, hann er fullur af lífs-
gleði, gefur mikla ást frá sér, mikill vinur.
Hann gefur rosalega mikið af sér. Það er gott
í heimi þar sem við eigum mörg í erfiðleik-
um með að skilja hvað sé í gangi, þetta er al-
veg magnað.“
Liðsfélagar sýna trú hans skilning
Múslímar, eins og aðrir trúarhópar í heim-
inum, hafa sínar hefðir. Í hópi Liverpool er
því sýndur mikill skilningur.
„Það er frábært að hafa hann hérna með
okkur, það er margt sem hann gerir fyrir leiki.
Hann er múslími og það er heilmargt sem
múslímar gera fyrir leiki; hvernig hann þvær
sér og fleira. Við komum tveimur mínútum
fyrr inn í klefann áður en leikurinn hefst svo
að hann geti farið í gegnum þessa hluti, þetta
gera Sadio Mane og Emre Can líka.“
Heimurinn ætti að vera svona
Klopp segir að heimurinn ætti að vera líkt
og hann upplifir hjá Liverpool, allir bera
virðingu fyrir hver öðrum og engu máli
skiptir hverrar trúar menn eru.
„Það er ekki einn leikmaður sem kvartar
undan þessu og spyr hvers vegna
við séum að gera þetta, af hverju
við séum að bíða eftir þeim. Í
eðlilegum heimi ættu hlutirnir
að vera svona, að við myndum
öll reyna að skilja hvert ann-
að örlítið betur. Að við bær-
um virðingu fyrir því sem gæti
verið skrýtið að þínu mati. Ég
held að það sé augljóst að það
eru miklir fordómar í gangi í
heiminum, en við ættum frekar
að ræða um fótbolta á þessu
augnabliki, það hentar betur að
ræða þetta betur seinna. Það er
ekki rétt að ræða þennan fallega
leik og vandamál heims-
ins á sama tíma.“
Salah er hinn fullkomni sendiherra
Klopp lofsyngur Salah fyrir það hvernig
hann kemur fram og segir hann auðmjúkan
og viðkunnanlegan dreng.
„Við erum allir sendiherrar og stund-
um stöndum við okkur vel í því hlutverki og
stundum ekki, þessa stundina er Salah hinn
fullkomni sendiherra. Hann er frábær full-
trúi fyrir Egyptaland, fyrir alla Araba. Það er
virkilega gaman og ég elska það, ég er afar
glaður að hann hafi verið kosinn sá besti í
deildinni af andstæðingum sínum og öllum
þeim sem spila á Englandi.“
Frammistaðan innan vallar ótrúleg
Salah er ekki bara frábær fyrirmynd sem
persóna, hann er einnig frábær fyrirmynd
fyrir þá sem vilja ná langt í íþróttum, ósér-
hlífinn og ótrúlega hæfileikaríkur. Salah
hefur skorað 43 mörk á sínu fyrsta tímabili
með Liverpool. Hann hefur jafnað marka-
metið í ensku úrvalsdeildinni með því að
skora 31 mark og hann mun án
nokkurs vafa slá það áður en
tímabilið er á enda. n
„Ég vil einnig
vera múslími“
n Mo Salah gerir
ótrúlega hluti hjá
Liverpool n Þetta er
það sem heimurinn
þarf, segir þjálfarinn
„Við
erum allir
sendiherrar
og stundum
stöndum við
okkur vel í því
hlutverki
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is