Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Page 25
sport 2527. apríl 2018 Bensín- gjöfin í Botni Valur – KR Föstudagurinn 27. apríl kl. 20.00 Sérfræðingurinn 1-2 Fyrstu óvæntu úrslit sumarsins koma strax í fyrsta leik, Rúnar Kristinsson á Hlíðarenda endar bara á einn veg. Auðunn Blöndal 3-1 Ég kann hrikalega vel við Rúnar, þjálfara KR. Svo eru nú ágætis krútt þarna inni á milli eins og Óskar Örn og Pálmi Rafn en því miður þá tapa þeir fyrir mínum mönnum. Stjarnan – Keflavík Föstudagurinn 27. apríl kl. 20.00 Sérfræðingurinn 2-0 Stjarnan á heimavelli á gervigrasinu í Garðabæ, gegn ný- liðum. Þetta er eins öruggur heimasigur og þeir gerast. Auðunn Blöndal 1-1 Ég og Steindi vorum að veislustýra á herrakvöldi hjá knattspyrnudeild Keflavíkur um daginn, við náðum að peppa þá vel upp þar. Maður er hins vegar með taugar í Garðabæinn eftir sjö góð ár þar Þetta endar með jafntefli Grindavík – FH Laugardagurinn 28. apríl kl. 14.00 Sérfræðingurinn 0-3 FH-liðið smellur saman á fyrsta degi mótsins, besti þjálfari lands- ins, Ólafur Kristjánsson, byrjar með látum hjá FH Auðunn Blöndal 0-1 Ég ætla að segja að það verði vorbragur á þessum leik, aðallega af því að mér finnst töff að segja það. FH stelur sigri þarna undir lok leiksins. Breiðablik – ÍBV Laugardagurinn 28. apríl kl. 14.00 Sérfræðingurinn 1-0 Blikar munu hafa mikla yfirburði en ná bara að lauma inn einu marki í lok leiks, þar verður Guðjohnsen að verki. Auðunn Blöndal 2-1 Vestmannaeyjar er eyjan mín, það er uppáhaldseyjan mín í öllum heiminum. Ég ber mikl- ar taugar til Eyja, mamma er hins vegar Bliki og Gillz líka. Svo hefur maður alltaf taugar til Gunnleifs í markinu hjá þeim. Þessi er erfiður en ég spái því að Blikar taki þetta og Sveinn Aron Guðjohnsen verði á skotskónum. Fjölnir – KA Laugardagurinn 28. apríl kl. 15.00 Sérfræðingurinn 1-2 KA er með öflugt lið og vinnur Fjölni með naumindum, leikurinn er í Egilshöll sem gerir hann mjög óspennandi. Auðunn Blöndal 1-2 Norðurlandið er alltaf sterkt, maður ber alltaf taugar þangað. KA nær að klára þetta. Víkingur R – Fylkir Laugardagurinn 28. apríl kl. 18.00 Sérfræðingurinn 1-0 Allir spá Víkingi falli en Logi Ólafsson fellur aldrei með þetta lið, byrja á þremur stigum. Auðunn Blöndal 1-1 Nú er maður fluttur í Fossvog- inn, maður þarf því að hafa taugar til Víkings. Maður er reyndar farinn að hafa taugar til allra liða svona ef ég pæli í því, þetta endar með jafntefli. P epsi-deild karla hefst um helgina en búast má við miklu fjöri í sumar. Margir spá því að Víking- ur falli úr deildinni en það ætlar Sölvi Geir Ottesen að koma í veg fyrir. Sölvi er mættur aftur heim eftir langa dvöl erlendis, hann er eitt stærsta nafn deildarinnar og ætlar sér að sanna hvers vegna. „Það er bara æðislegt að vera kominn aftur heim, ég hafði undirbúið mig vel fyrir það, mér líður afar vel að vera í Víkinni,“ sagði Sölvi Geir í vikunni. „Ég er mjög bjartsýnn á sum- arið, við vorum í brasi í upphafi undirbúningstímabilsins. Það eru margar breytingar á liðinu, það mátti því alveg búast við þessu. Ég er búinn að sjá mikla breytingu á liðinu frá því í upp- hafi árs og hvar það er statt núna. Okkur finnst við vera komnir á þann stað sem við vildum vera nú þegar mótið er að byrja.“ Ekkert að spá í spárnar Sölvi segir að hann og liðsfé- lagar hans horfi lítið í þær spár sem hafa komið út fyrir tímabil- ið „Við erum ekkert að spá í þess- ar spár sem hafa verið að koma út, við einbeitum okkur að okkur sjálfum. Við erum mjög ánægðir með það sem við höfum náð að lagfæra í leik liðsins, stilla okkur rétt af. Það er erfitt að segja hvað gerist, úrslitin hafa ekki verið þau bestu á undirbúningstímabil- inu. Við höfum verið að æfa hina og þessu hluti, vonandi verður allt annar bragur á þessu þegar mótið er farið af stað. Við höfum verið að vera fínstilla hlutina og ég er bara mjög bjartsýnn.“ Gæðin í deildinni góð Sölvi lék síðast á Íslandi sumarið 2004 og margt hefur breyst síðan þá, hann segir gæðin í deildinni mjög góð. „Mér finnst gæðin í deildinni vera góð, það sýnir sig best í bætingu leikmanna hvað þessar hallir hafa gert. Þær voru ekki til staðar þegar ég var hérna síðast, það eru margir hörkuleikmenn í deildinni. Það er virkilega gott að sjá það.“ Hefur gefið í Það er þekkt stærð að erfitt get- ur verið fyrir gamla atvinnu- menn að halda dampi þegar komið er heim. Sölvi segist hafa gert allt sem í hans valdi stend- ur til að vera í frábæru formi í sumar. „Standið á mér er virki- lega gott, ég er búinn að æfa afar vel. Ég hef líklega aldrei tekið undirbúningstímabil með jafn miklum metnaði eins og núna. Ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að vera hvað sterkastur í sumar, til að hjálpa Víkingi. Ef eitthvað er þá hef ég stigið fastar á bensíngjöfina en áður, það er mikilvægt fyrir mig persónulega. Líka til að geta sagt að ég hafi gert gjörsamlega allt sem ég get til að vera klár í topp- standi. Ég get sagt það nú þegar. Ég byrjaði ekki fyrr en í janú- ar með Víkingi, ég gat ekki spil- að í Lengjubikarnum framan af vegna leikheimildar. Ég kom heim í október og byrjaði sjálfur að æfa fullu áður en ég skrifaði undir, þetta hefur verið langt. Maður er enn þá spenntari fyrir því að boltinn byrji eftir að hafa beðið svona lengi.“ n n Sölvi Geir ætlar sér að vera í sínu besta formi í sumar n Pepsi-deildin hefst um helgina Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Sérfræðingurinn vs. Auðunn Blöndal n Spáð í Pepsi-deild karla n Fyrsta umferðin fer fram um helgina K eppni í Pepsi-deild karla hefst um helgina og verð- ur heil umferð leikin. Bú- ast má við hörkukeppni bæði á toppi og botni í sumar. Í allt sumar mun Sérfræðingurinn mæta þjóðþekktum Íslendingi í tippkeppni fyrir hverja umferð í deildinni. Sérfræðingurinn er afar reynd- ur leikmaður sem lék lengi vel í deildarkeppnum hér á landi, hann fylgist vel með deildinni og segir að ekki nokkur einstaklingur muni hafa betur gegn sér. Af virðingu við andstæðinga sína kemur hann ekki fram undir nafni en mun gefa upp nafn sitt í lok leiktíðar, ef vel fer eins og hann orðaði það. Fyrsta fórnarlamb sérfræðings- ins er Auðunn Blöndal, sjónvarps- og útvarpsmaður. Auðunn heldur með Val í Pepsi-deildinni, hans menn eru líklegir til árangurs í sumar. Hann ber hins vegar taugar til margra liða eins og fram kemur í spá hann. n hoddi@433.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.