Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 56
56 27. apríl 2018fréttir - eyjan Orðið á götunni Bæjarstjóra- draumur Orðið á götunni er að Páll Magn- ússon, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sé eins konar guðfaðir hins nýja klofningsframboðs Sjálfstæðisflokksins, Fyrir Heimaey, sem leitt er af Írisi Ró- bertsdóttur og mælist með um 32 prósenta fylgi um þessar mundir, en þau Íris og Páll þekkjast vel og voru saman í stjórn ÍBV. Páll hefur ekki viljað lýsa yfir stuðningi við lista Sjálfstæðisflokksins, og er staða hans innan flokksins því sögð veik. Páll hefur viðrað óánægju sína með það hlutskipti að vera óbreyttur þingmaður, sem samrýmist ekki metnaði hans til að verða ráðherra. Því hefur hann eflaust hugsað sér gott til glóðarinnar þegar Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, ákvað að kjósa gegn því að Sjálfstæðisflokkurinn færi í prófkjör við uppstillingu á lista, þrátt fyrir að hafa sagst styðja það fyrirkomulag opinberlega. Varð það kveikjan að mikilli reiði hóps Sjálfstæðismanna í Eyjum í garð Elliða og hans stuðnings- manna og gagnrýndi Páll þessa niðurstöðu sjálfur. Orðið á götunni er að þar sem Páll virðist ekki ná að landa ráðherrastöðu á næstunni, renni hann hýru auga í átt að bæjar- stjórastólnum í Vestmannaeyjum, hvar faðir hans sat frá 1966–1975. Því sé hið nýja bæjarmálafélag kjörin leið til þess að ná því fram, enda gæti það orðið ófrávíkjanleg krafa við samningaborðið um myndun meirihluta, að ráða Pál í starfið. Í lok mars komu um 20 meðlim- ir rússneska mótorhjólaklúbbs- ins Næturúlfarnir til Bosníu. Þarna var um vorferð klúbbs- ins að ræða og að þessu sinni var það hin gamla Júgóslavía sem var heimsótt. En það voru ekki aðeins skoðunarferðir og bjórdrykkja sem voru á dagskrá Úlfanna að þessu sinni. Ferðin var farin undir heitinu „Rússneska Balkan“. Mark- mið ferðarinnar var að sögn að aka í gegnum Serbíu og lýðveldið Srpska (serbneskan hluta Bosníu og Hersegóvínu) og kanna menn- ingarleg áhrif rússneska heims- veldisins á Balkanskaga. Áður en áfram er haldið er rétt að segja aðeins frá Næturúlfunum en þar er ekki um að ræða venju- legan hóp miðaldra mótorhjóla- áhugamanna sem fara með friði. Klúbburinn er í nánum tengslum við Kreml og Pútín forseta sem heiðraði einmitt leiðtoga klúbbs- ins fyrir fimm árum fyrir „mikla vinnu við að efla föðurlandsást ungmenna“. Forsprakki klúbbsins er Aleksander Zaldostanov, sem las til læknis og er einnig þekktur undir heitinu „Skurðlæknirinn“. Næturúlfarnir eru taldir vera beint handbendi Pútíns og hafa verið notaðir til að skipta sér af málum og valda öngþveiti erlendis. Það munar um að hafa þá til að grípa til því félagar í klúbbnum eru um 5.000. Í umfjöllun New York Times kemur fram að markmiðið með ferðinni til Balkanskaga hafi ver- ið að sýna að Rússar eigi enn góða vini í Evrópu. En Næturúlfarnir komu ekki á mótorhjólum heldur mættu húð- flúraðir mótorhjólamennirnir á svæðið í bílum og lítilli rútu. Kalt veður gerði að verkum að þeir skildu mótorhjólin eftir heima en leðurvestin voru að sjálfsögðu tek- in með sem og „fjölmiðlafulltrúi“ sem einbeitti sér að því að halda fjölmiðlum fjarri Næturúlfunum. Næturúlfarnir tóku þátt í inn- limun Krímskaga í Rússland 2014 og klúbburinn hefur stofnað deild í Luhansk í austurhluta Úkraínu en þar fara hópar, sem eru hliðhollir Rússum, með völdin. Vesturlönd næturúlfar Pútíns heimsóttu púðurtunnuna n Hvað ætla rússar sér á Balkanskaga? n næturúlfar tengdust innlimun Krímskaga Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.