Morgunblaðið - 24.04.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 24.04.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2018 Björn Bjarnason vekur athygli áþví á heimasíðu sinni að leiðum almennra borgarbúa að borgar- stjóra hafi verið lokað í tíð Jóns Gnarrs og Dags B. Eggertssonar. Hann bendir á sam- tal Morgunblaðsins í gær við Aldísi Stein- dórsdóttur, unga konu „sem berst fyr- ir rétti geðfatlaðs föður síns“.    Björn skrifareinnig: „Um miðjan febrúar síð- astliðinn óskaði Aldís eftir að fá að hitta Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Henni var í staðinn boðið að ræða við fram- kvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Liðu nokkrar vikur þar til samtalið fékkst án þess að það skilaði nokkru.    Þetta dæmi sýnir að almennurborgarbúi fær ekki fund með borgarstjóra. Hann er á annarri plánetu, boðar Miklubraut í stokk fyrir 21 milljarð og borgarlínu fyrir 70 milljarða. Borgarstjóri ver tíma sínum með lánardrottnum frekar en að gæta hags skattgreiðenda – skuldir á íbúa eru hvergi hærri en í Reykjavík og enn skal þeim safnað.“    Þetta er ekki einstakt dæmi umað borgarbúar nái ekki tali af borgarstjóra. Morgunblaðið sagði frá því fyrr á árinu að eigendur mannvirkja á Klapparstíg 19 og Veghúsastíg 1 hefðu reynt að ná tali af borgarstjóra eftir áralanga bar- áttu við borgina sem hafði beitt þá rangindum.    Þótt sjálfsögð væri sinnti borg-arstjóri ekki þeirri fundar- beiðni frekar en öðrum slíkum frá almennum borgurum. Björn Bjarnason Borgarstjóri einangrar sig STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Innanríkisráðuneyti hefur brugðist við ábend- ingum Ríkisendurskoðunar með því að tryggja ríkissaksóknara aukin fjárframlög síðustu ár, auk þess sem álag á embættið minnkaði með stofnun embættis héraðssaksóknara árið 2016. Á vef Ríkisendurskoðunar segir jafnframt að frá þeim tíma hafi Ríkissaksóknari haft aukið svigrúm til að skerpa á stjórnunar- og eftirlits- hlutverki sínu. Þá hyggst ráðuneytið fela rétt- arfarsnefnd að meta hvort og þá hvernig skil- greina megi betur sjálfstæði ríkissaksóknara í lögum. Ennfremur segir að embætti ríkissaksókn- ara hafi unnið að innleiðingu verkbókhalds frá því að ábendingin var lögð fram árið 2015. Innleiðingin hefur tafist en þar sem stefnt er að því að hefja skráningu verkbókhalds í til- raunaskyni í byrjun maí 2018 telur Ríkisend- urskoðun ekki ástæðu til að ítreka ábend- inguna. Aukinn stuðningur og minna álag  Ríkissaksóknari hefur fengið aukin fjárframlög síðustu ár og álag á starfsmenn hefur minnkað Fjárframlög Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. Best færi á því að forræði sjúkra- flutninga yrði að nýju hjá sveitar- félögum líkt og forðum. Þannig yrði tryggt öflugt og samræmt við- bragð á vegum slökkviliðanna. Þetta segir í ályktun Félags slökkviliðsstjóra sem hélt aðalfund sinn nýlega. Slökkviliðsstjórar vitna í ályktun sinni til Svandísar Svav- arsdóttur heilbrigðisráðherra sem sagði í Morgunblaðinu nýlega að endurskipuleggja þyrfti utanspítala- þjónustu. Ríkisendurskoðun hafi einnig bent á að heildarstefnu í sjúkraflutningum vanti. Í dag sinni slökkviliðin um 80% sjúkraflutninga á Íslandi. Samkvæmt lögum beri sveitarfélögum að reka slökkvilið en ríkinu að reka sjúkraflutninga. Sam- legðaráhrif séu augljós þegar litið er til mannafla, starfsstöðva, búnaðar og styrks, segja slökkviliðsstjórar. sbs@mbl.is Sveitar- félögin taki við  Álykta um sjúkraflutninga Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum Veður víða um heim 23.4., kl. 18.00 Reykjavík 10 skýjað Bolungarvík 2 skýjað Akureyri 2 snjókoma Nuuk -1 alskýjað Þórshöfn 6 léttskýjað Ósló 8 léttskýjað Kaupmannahöfn 15 heiðskírt Stokkhólmur 5 rigning Helsinki 6 heiðskírt Lúxemborg 18 léttskýjað Brussel 16 léttskýjað Dublin 13 rigning Glasgow 10 skúrir London 14 skýjað París 18 skýjað Amsterdam 13 léttskýjað Hamborg 14 léttskýjað Berlín 20 heiðskírt Vín 26 léttskýjað Moskva 7 heiðskírt Algarve 21 léttskýjað Madríd 23 heiðskírt Barcelona 22 heiðskírt Mallorca 25 heiðskírt Róm 23 heiðskírt Aþena 21 heiðskírt Winnipeg 10 skýjað Montreal 15 skýjað New York 11 heiðskírt Chicago 13 skýjað Orlando 27 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 24. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:24 21:29 ÍSAFJÖRÐUR 5:16 21:47 SIGLUFJÖRÐUR 4:59 21:30 DJÚPIVOGUR 4:50 21:02

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.