Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. Fararstjóri: Ólafur Örn Haraldsson Bærinn Seefeld er yndislegur alpabær sem hvílir í fögrum fjallasal milli Wetterstein, Mieminger og Karwendelfjallanna í Austurríki. Farnar verða skipulagðar hjólaferðir í frísku fjallalofti með fararstjóra og innlendum staðarleiðsögumanni sem í sameiningu munu velja hentugar leiðir hvern dag og fræða okkur um staðhætti á leiðinni. 2.- 9. september Hjólað umperlur Tíról Bjarni Siguróli Jakobsson matreiðslumeistari tók loka- æfingu í gær fyrir Evrópukeppni Bocuse d’Or sem fer fram í Torino á Ítalíu dagana 11. og 12. júní nk., en 24 Evrópuþjóðir fá að taka þátt. Bocuse d’Or er virtasta matreiðslukeppni heims og verður lokakeppnin haldin í Lyon í Frakklandi á næsta ári, en tíu þjóðir komast í úrslit þar. Bjarni Siguróli var valinn til að keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppninni í ár, en hann er sjálf- stætt starfandi matreiðslumeistari. „Bocuse d’Or er hin eina sanna heimsmeistarakeppni matreiðslumeistara. Þetta er full vinna fyrir mig í heilt ár. Ég er með aðstoðarmatreiðslumann og tvo aðra að- stoðarmenn til að undirbúa keppnina, allt miklir fag- menn. Hráefnið sem við vinnum með núna er ostur, egg og grænmeti í fyrri réttinum og seinni rétturinn er kálfakjöt, kálfabris og hrísgrjón, en hann verður reidd- ur fram á sérsmíðuðum platta. Plattinn er svo algjör dýrgripur, hannaður og smíðaður af tíu manns.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lokaæfing fyrir Bocuse d’Or Bjarni Siguróli keppir fyrir Íslands hönd í virtustu matreiðslukeppni heims Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Landssamtökin Þroskahjálp hafa ítrekað vakið athygli félags- og jafn- réttismálaráðuneytis, velferðar- nefndar Alþingis og Tryggingastofn- unar á miklu óréttlæti í lögum um almannatryggingar um skilyrði varðandi búsetu á Íslandi tiltekinn árafjölda til að njóta réttinda. Þau segja það augljóslega vega alvarlega að framfærslumöguleikum hlutað- eigandi einstaklinga og þar með sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarrétti þeirra og möguleikum til eðlilegs lífs sem þeir eiga rétt á njóta við 18 ára aldur eins og annað fullorðið fólk samkvæmt lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum sem ís- lenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja. Árni Múli Jónasson, fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar, bendir á að í lögræðislögum og barnalögum segi að foreldrar barns, yngri en 18 ára, ráði persónulegum högum þess og búsetustað. „Ríkið mælir fyrir um það með lögum að börn ráði ekki bú- setustað sínum heldur foreldrar þess. Foreldrarnir taka ákvörðun um að búa erlendis með barn eins og þeir hafa lagalegan rétt til að gera og sú ákvörðun er af sama ríki látin bitna á einstaklingnum þegar hann er orðinn fullorðinn og þarf stuðning ríkisins vegna fötlunar og/eða ör- orku.“ Í Morgunblaðinu í gær var fjallað um mál íslensk karlmanns með fötl- un sem flutti heim frá Svíþjóð með foreldrum sínum eftir 15 ára dvöl þar. Hann var á átjánda ári þegar þau fluttu til Íslands og á þar með hvorki rétt til örorkulífeyris á Ís- landi né möguleika á atvinnu með stuðningi. Samkvæmt lögum um almanna- tryggingar þarf fólk að hafa búið hér á landi í þrjú ár frá 16 ára aldri ef það kemur til landsins með skerta starfs- getu til að eiga rétt á örorkulífeyri við sjálfræðisaldur. Árni segir skömminni skárra að hækka aldur- inn úr 16 árum upp í 18 ár, þ.e. að láta ekki búsetu einstaklings erlend- is þegar hann ræður ekki búsetu sinni skerða rétt hans þegar hann ákveður að búa hérlendis. „Einstak- lingar með fötlun eru mjög háðir ör- orkubótunum vegna fötlunar sinnar og/eða takmarkaðra tækifæra sem vinnumarkaðurinn gefur þeim. Ef rétturinn til bóta eða vinnu er tekinn af þeim er augljóst að þeir munu ekki ráða lífi sínu og alltaf vera öðr- um háðir.“ Réttindi til örorkulífeyris flytjast með fólki á milli landa í mörgum Evrópulöndum þó að önnur réttindi fylgi ekki. „En hvað ef barn flyst t.a.m. með foreldrum sínum til Alb- aníu eða Kenía og býr þar frá 10 ára til 18 ára, mun það sem fullorðinn einstaklingur ekki fá örorkulífeyri hér á landi? Það eru miklir hagsmun- ir og veigamikil mannréttindi í húfi fyrir þá sem í hlut eiga og spurning hvort þetta ákvæði í lögum standist skuldbindingar á sviði mannrétt- inda.“ Ákvæði um búsetu mannréttindabrot?  Þroskahjálp hef- ur vakið athygli á óréttlæti í lögum Morgunblaðið/Árni Torfason Vinnumálastofnun sér um at- vinnu með stuðningi sem felur í sér víðtækan stuðning við þá sem hafa skerta vinnugetu vegna andlegrar og/eða lík- amlegrar fötlunar. Í frétt Morgunblaðsins í gær um mál mannsins sem á ekki rétt til örorkulífeyris hér á landi vegna búsetu í Svíþjóð á barns- aldri kom fram að hann hefði heldur ekki rétt til atvinnu með stuðningi á Íslandi vegna þess að sá réttur helst í hendur við greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR). Hann vinnur nú á nytjamarkaði í Svíþjóð gegnum atvinnu með stuðningi sem er greidd af bæjarfélaginu. Allir þeir sem eru með ein- hverja greiningu geta sótt um atvinnu með stuðningi hjá Vinnumálastofnun en til að eiga möguleika á að komast á vinnu- samning þarf að hafa einhverjar greiðslur frá TR. Fyrirtæki sem taka að sér einstaklinga með skerta starfsgetu fá hlutfall af launagreiðslum endurgreitt frá TR. „Það er fólk með skerta starfsgetu í þjónustu hjá okkur, sem er ekki með örorkumat, við komum alltaf einum og einum inn en það þurfa að vera hátt standandi einstaklingar. Fyrir- tækin vilja fá endurgreiðslu ef fólk er með miklar skerðingar,“ segir Laufey Gunnlaugsdóttir hjá Vinnumálastofnun. Atvinna með stuðningi VINNUMÁLASTOFNUN Hæstiréttur staðfesti úrskurð Landsréttar frá 6. mars sl. um að hafna kröfu ónafngreinds ákærða um að landsréttardómararnir Ásmundur Helgason og Ragnheiður Harðardóttir vikju sæti í máli hans. Ákærði krafðist þess að þau vikju, því þau höfðu verið dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur þegar dómurinn sem hann áfrýjaði til Landsréttar var kveðinn upp. Þau voru samstarfsmenn dómara í máli ákærða, sem taldi að því mætti draga óhlut- drægni þeirra í efa. Hæstiréttur staðfesti að hafna bæri kröfu ákærða þar sem héraðsdómari yrði aldrei stöðu sinnar vegna vanhæfur til að fara með mál af þeirri ástæðu einni að það varðaði persónu, störf eða hagsmuni annars héraðsdómara. Hæstiréttur staðfesti hæfi tveggja dómara Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is „Hvaða óskráðar reglur og hefðir gilda um störf þingmanna?“ Svo hljóðar fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, til Steingríms J. Sigfússonar, for- seta Alþingis, og með fylgir setn- ingin: „Skriflegt svar óskast.“ Steingrímur var í gær spurður hvort og þá með hvaða hætti hann myndi svara fyrirspurn þing- mannsins: „Það getur nú reynst nokkuð snúið að gera grein fyrir því í skriflegu svari hvaða óskráðu reglur gildi. Það er svolítið mót- sagnakennt að mínu viti,“ sagði forseti Alþingis. „Ég mun væntanlega taka um- burðarlynda túlkun á rétti þing- manna til að beina fyrirspurnum til forseta. Þær eru að vísu sam- kvæmt þingsköpum ætlaðar til þess að spyrja út í stjórnsýslu Al- þingis. Óskráðar reglur eru kannski aðeins utan við það. Stjórnsýsla Alþingis er sem betur fer ekki byggð á neinum óskráðum reglum. Þar gilda einfaldlega þing- sköp, lög um þingfararkaup, þing- fararkostnað og annað slíkt,“ sagði Steingrímur. Hann segir að hann og starfs- menn þingsins muni gera ein- hverja tilraun til þess að svara fyrirspurninni. „Mun taka umburðar- lynda túlkun“  Segir mótsagnakennt að svara skriflega um óskráðar reglur og hefðir Morgunblaðið/Hari Alþingi Þingmaðurinn óskaði eftir skriflegu svari um óskráðar reglur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.