Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið: Mán. - fimmt. kl. 09-18 / Föst. 09-17. Lokað á laugardögum í sumar. INNRÉTTINGAR DANSKAR Í ÖLLHERBERGIHEIMILISINS FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM, FRAMHLIÐUM,KLÆÐNINGUMOGEININGUM, GEFAÞÉR ENDALAUSAMÖGULEIKAÁ AÐSETJASAMANÞITTEIGIÐ RÝMI. STERKAR OG GLÆSILEGAR Í samskiptum fólks er fjöldinn alluraf óskráðum reglum sem megin- þorri fólks fer eftir, sem aftur gerir það að verkum að samfélag manna gengur upp.    Án þessaraóskráðu um- ferðarreglna mann- lífsins væru sam- felldir árekstrar og þá er líka nokkuð ljóst að ekki þyrfti umferðarreglur fyrir bílaflotann því að hann hefði aldrei orðið til. Ekki frekar en annað sem krefst samvinnu fólks og samskipta. Sennilega væri fólk hreinlega ekki til án þessara óskráðu reglna.    En væri ekki miklu betra ef þessaróskráðu reglur væru ekki óskráðar heldur skráðar? Þá mætti hraða framþróun og efla samfélagið á alla lund.    Þess vegna er fagnaðarefni aðfram sé komin tíuþúsundasta fyrirspurn Björns Levís Gunnars- sonar á yfirstandandi þingi, en henni er beint til forseta þingsins og hljóðar svo: „Hvaða óskráðar reglur og hefð- ir gilda um störf þingmanna?“    Þegar Steingrímur J. Sigfússonhefur lokið við að svara þessari fyrirspurn má segja að fyrsta skrefið hafi verið stigið í þá átt að skrásetja allar þessar óskráðu reglur og hefðir samfélagsins sem svo aðkallandi hef- ur verið að fá skrásettar þó að enginn hafi fram að þessu áttað sig á þýð- ingu skrásetningarinnar.    Þegar skráningunni lýkur liggursvo beinast við að festa regl- urnar í lög og þar með verður loks búið að formfesta samfélag manna með viðunandi hætti. Björn Leví Gunnarsson Nú þarf að lögfesta óskráðu reglurnar STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Veður víða um heim 30.5., kl. 18.00 Reykjavík 9 léttskýjað Bolungarvík 11 skýjað Akureyri 13 skýjað Nuuk 2 rigning Þórshöfn 12 léttskýjað Ósló 29 heiðskírt Kaupmannahöfn 26 heiðskírt Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 21 heiðskírt Lúxemborg 25 léttskýjað Brussel 26 heiðskírt Dublin 19 skýjað Glasgow 20 léttskýjað London 13 þoka París 24 skýjað Amsterdam 20 skúrir Hamborg 27 léttskýjað Berlín 27 skýjað Vín 25 heiðskírt Moskva 22 heiðskírt Algarve 19 léttskýjað Madríd 17 rigning Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 25 þrumuveður Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 19 alskýjað Montreal 21 léttskýjað New York 19 þoka Chicago 26 þoka Orlando 26 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:25 23:27 ÍSAFJÖRÐUR 2:45 24:17 SIGLUFJÖRÐUR 2:26 24:02 DJÚPIVOGUR 2:45 23:06 Nýkjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum hefur fækkað um tvo og sveitarfélögin eru tveimur færri en þau voru við sveitar- stjórnarkosning- arnar árið 2014 samkvæmt upp- lýsingum frá Sambandi sveitar- félaga. Alls taka 502 nýkjörnir fulltrúar sæti í sveitarstjórnum í síðasta lagi 10. júní í 72 sveitafélögum Frá síðustu sveitarstjórnarkosn- ingum hefur borgarfulltrúum í Reykjavík fjölgað um átta en á móti kemur að Garður og Sand- gerði sameinuðust sem og Fjarða- byggð og Breiðdalshreppur. Sá sem setið hefur lengst í sveitarstjórn kallar hana saman til fyrsta fundar. Samband sveitarfélaga aðstoðar nýkjörna sveitarstjórnarmenn með því að gefa út vegvísi um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum auk þess að standa fyrir námskeiði fyrir þá í haust og vetur. ge@mbl.is Sveitarstjórnir Nýtt fólk tekur við. Fulltrúum fækkar  Færri sveitarfélög  Nýir fá vegvísi Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Við mótmælum þessu harðlega. Þetta gengur einfaldlega ekki upp.“ Þetta segir Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla, í samtali við Morgunblaðið varðandi sumarlokun Hjartagáttar. Morgunblaðið greindi frá því í gær að Hjartagátt Landspítalans á Hring- braut yrði lokuð í mánuð í sumar vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Ásgeir segist ekki skilja hvernig bráðamóttaka ætli að geta tekið á móti þeim aukna fólksfjölda sem lok- unin muni hafa í för með sér og bætir við: „Kerfið er í molum nú þegar.“ Spurður hvort samtökin hafi látið sig málið varða í undirbúningi þess segir Ásgeir: „Við komum náttúrlega ekki að borðunum við rekstur dag- legra mála hjá Landspítalanum,“ en bendir á að óánægjan sé mikil innan samtakanna. Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla, tekur í sama streng og Ásgeir og segir að fyrir hjartasjúkl- inga geti þetta verið eins og að loka fyrir aðgang að súrefni. Skora á hjúkrunarfræðinga og ráðherra að bregðast við „Það hlýtur að vera fyrirsjáanlegt að það vanti mannafla á þessar deild- ir,“ segir Sveinn og segir að aðgerð sem þessi skapi mikla almannahættu. Á Facebook-síðu Hjartaheilla skrifar Ásgeir færslu þar sem hann skorar meðal annars á hjúkrunar- fræðinga að koma í veg fyrir þann hugsanlega skaða sem gæti hlotist vegna lokunarinnar. Þar segir einnig: „Hjartaáföll fara ekki í sumarfrí. Þau eru óháð stað og stund. Samtökin minna á að árlega látast um 2.200 Ís- lendingar, og þar af 800 úr hjarta- og æðasjúkdómum.“ „Ég sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla og hjartasjúklingur sjálfur skora á stjórn Landspítalans, hjúkrunarfræðinga og velferðarráð- herra að koma í veg fyrir þetta,“ segir Ásgeir og bætir við: „Þetta er ástand sem við getum ekki sætt okkur við á 21. öldinni.“ „Svona aðgerð skapar stórhættu“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.