Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 81
MENNING 81 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Ein þekktasta söguper-sóna Stjörnustríðs-myndanna er óum-deilanlega sjarmatröllið og smyglarinn Han Solo eða Hans Óli, sem Harrison Ford gæddi lífi hér áður fyrr. Í myndinni Solo: A Star Wars Story fáum við að kynnast Han sem ungum manni á heimaplánetu sinni Kórellíu, en plánetan er í raun ein risastór skipasmíðastöð. Han (Alden Ehrenreich) hefur hins vegar alist upp sem „ræsisrotta“ og smá- krimmi. Han og kærustu hans, Qi’ru (Emilia Clarke úr Game of Thron- es), dreymir hins vegar um betra líf annars staðar og reyna því að sleppa undan klóm glæpadrottn- ingarinnar lafði Proxímu, en tekst ekki betur til en svo að Han nær naumlega að flýja en Qi’ra situr föst eftir. Han heitir því að hann muni læra að fljúga geimskipi og koma svo og bjarga Qi’ru þegar hann hafi tök á. En hvernig ætlar hann eiginlega að fara að því? Það væri synd að segja að Solo: A Star Wars Story hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Nær all- ar fréttir sem bárust af fram- leiðsluferli myndarinnar gáfu til kynna að þar væri víða pottur brotinn. Upphaflegir leikstjórar myndarinnar voru til dæmis reknir og reynsluboltinn Ron Howard fenginn til þess að bjarga mál- unum. Þegar enn fremur spurðist út að nokkur óánægja væri með frammistöðu Aldens Ehrenreichs í aðalhlutverkinu voru menn orðnir frekar svartsýnir á að myndinni væri viðbjargandi. Það verður að segjast Howard til hróss að myndin er, þvert á væntingar, bara hin fínasta skemmtun. Það er mikill hasar í henni og handrit þeirra Kasdan- feðga býður upp á þétta sögu- framvindu þar sem hver atburð- urinn leiðir af öðrum. Þá má einn- ig bæta við að fyrir Stjörnu- stríðsnördana er myndin stútfull af tilvísunum í fyrri myndir, en þó ekki þannig að þeir sem koma al- gjörlega nýir að borðinu þurfi að klóra sér í kollinum yfir því hver er hvað. Alden Ehrenreich stendur sig svo bara með miklum sóma í aðal- hlutverkinu. Hann er ekki Harr- ison Ford en þar til æskubrunn- urinn finnst verða menn bara að sætta sig við að Ford er líklega orðinn aðeins of gamall til þess að leika sjálfan sig á yngri árum. Emilia Clarke veitir góða vigt sem æskuástin Qi’ra sem knýr Han áfram til stórræðanna. Þá má einnig nefna að gamla brýnið Woody Harrelson kemur sterkur inn sem Tobias Beckett, nokkurs konar lærifaðir Hans Solo, og Paul Bettany, sem þurfti að koma inn á síðustu stundu ásamt Ron Howard, sinnir hlut- verki sínu sem illmennið Dryden Vos af mikilli kostgæfni. Það er þó kannski helst hin rís- andi stjarna Donald Glover sem stelur senunni sem Lando Calriss- ian, hjartaknúsari og lífskúnstner af Máttarins náð, og nær Glover vel að taka taktana hans Billys Dees Williams og gæða Lando lífi. Tónlist hefur alltaf verið stór þáttur í Stjörnustríðsmyndunum og má heyra gömul stef eftir John Williams í bland við nýrri stef, en John Powell var fenginn til þess að semja tónlistina að öðru leyti. Þá eru tæknibrellurnar að sjálf- sögðu fyrsta flokks eins og alltaf. Solo: A Star Wars Story er því hin fínasta poppkornsmynd sem skilur kannski ekki mikið eftir sig að áhorfi loknu. Það var kannski engin æpandi þörf á því að fá bak- sögu Hans Solo í kvikmyndaformi en hún virkar mjög vel og er mjög góð viðbót við Stjörnustríðs- heiminn. Og þar komum við kannski að því sem skiptir mestu máli við Solo. Velgengni Marvel-sögu- heimsins hefur gert hugmyndina um margar kvikmyndir sem allar tengjast á einhvern hátt innbyrðis heillandi í augum kvikmynda- framleiðenda. Og hvaða sögu- heimur getur kveikt menn til lífs- ins ef ekki Vetrarbrautin langt í burtu, þar sem ýmislegt gerðist fyrir langalöngu? Með Solo sýnir Disney að þar á bæ er mikill metnaður til þess að víkka þann söguheim út. Og miðað við bæði Solo og Rogue One, sem kom út 2016, geta aðdáendur Stjörnustríðs fullvissað sig um að heimurinn er í öruggum höndum músarinnar. Sjarmatröll verður til Viðbót Það var kannski engin æpandi þörf á því að fá baksögu Hans Solo í kvikmyndaformi en hún virkar mjög vel og er mjög góð viðbót við Stjörnustríðsheiminn, að mati gagnrýnanda, sem er í heildina sáttur við kvikmyndina. Sambíóin, Smárabíó og Laugarásbíó Solo: A Star Wars Story bbbmn Leikstjóri: Ron Howard. Handrit: Jona- than Kasdan og Lawrence Kasdan. Aðal- hlutverk: Alden Ehrenreich, Woody Harrelson, Emilia Clarke, Donald Glover, Thandie Newton, Phoebe Waller-Bridge, Joonas Suotamo og Paul Bettany. Bandaríkin 2018, 135 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór munu semja tvö lög fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár en venjan er að eitt lag sé samið en ekki tvö. Lögin verða frumflutt 8. júní næstkomandi og er annað „vilj- andi þakið klisjum“ og „alvöru- þjóðhátíðarlag“, eins og haft er eft- ir bræðrunum í tilkynningu. Jónssynir Jón og Friðrik Dór eru hressir. Bræður semja þjóðhátíðarlög Bíó Paradís og Hugleikur Dagsson munu í kvöld kl. 18 setja formlega af stað viðburðinn HÚ! í Paradís, í sam- starfi við Tólfuna, stuðningsmannalið íslensku landsliðanna í knattspyrnu. Hugleikur hefur hannað og selt boli með HÚ!-manninum frá því í júlí 2016 og í mars sl. ákvað hann að helmingur af ágóða bolasölunnar skyldi renna til Krabbameinsfélags Íslands. Í sam- starfi við HÚ! í Paradís opnar Hug- leikur sýningu í kvöld með 22 HÚ!- mönnum uppsettum á hátíðarfána, Tólfan frumsýnir byrjunarliðið í nýrri HÚ!-vörulínu og Hugleikur og Tólfan munu svo afhenda Krabbameinsfélagi Íslands peningagjöf. Og að sjálfsögðu tekur Tólfan HÚ!-klappið. HÚ! í Paradís HÚ!-moristi Hugleikur Dagsson. Morgunblaðið/Golli Sjónvarpsstöðin ABC hefur tekið af dagskrá gamanþátt Roseanne Barr í kjölfar ummæla hennar á Twitter sem þóttu fordómafull í garð þel- dökkra. Barr líkti fyrrverandi að- stoðarkonu Baracks Obama við apa en sú er þeldökk. Í yfirlýsingu frá ABC segir að ummæli Barr séu viðbjóðsleg og samræmist ekki þeim gildum sem starfsmenn stöðvarinnar eigi að fylgja. Því hafi verið tekin sú ákvörðun að taka þátt hennar af dagskrá. Barr tísti að aðstoðarmaðurinn fyrrverandi, Valerie Jarrett, væri afkvæmi Bræðralags múslima og Apaplánetunnar. ABC endurvakti gamanþáttaröð Barr, Roseanne, á þessu ári en hún hóf göngu sína 1988 og lauk 1997. Þættirnir hafa notið mikilla vin- sælda í Bandaríkjunum. Af dagskrá Gamanþættir Roseanne Barr hafa verið teknir af dagskrá ABC. Þáttur Roseanne tekinn af dagskrá AFP Síðustu hádegistónleikar annar- innar í tónleikaröðinni Á ljúfum nótum verða haldnir í dag kl. 12 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Sönghópur kirkjunnar frum- flytur djasstónverk, „Jazz Mass“, eftir Norðmanninn Ike Sturm. Ein- söngvari er Sara Grímsdóttir og hljóðfæraleikarar Haukur Gröndal, Ásgeir Ásgeirsson, Þorgrímur Jónsson, Erik Qvick og Gunnar Gunnarsson. Jazz Mass á loka- tónleikum annar Á tónleikum Sönghópur Fríkirkjunnar. ICQC 2018-20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.