Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra hefur sett nýja reglugerð um skipulag vísindarannsókna á heilbrigðissviði. Reglugerðin er sett á grundvelli laga nr. 44/2014 um slíkar rannsóknir sem tóku gildi 1. janúar 2015 og tekur til vísinda- rannsókna á heilbrigðissviði sem gerðar eru hér á landi að hluta eða öllu leyti, hvort sem um er að ræða vísindarannsókn á mönnum eða gagnrannsókn. Reglugerðinni er ætlað að skýra nánar ferlið í kringum leyfisveit- ingar vegna vísindarannsókna á heilbrigðissviði en einnig tryggja að skipulag þeirra sé með þeim hætti að velferð þátttakenda sé tryggð og siðfræðileg og vísindaleg sjónarmið séu höfð í heiðri, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðs- ins. Ný reglugerð um vísindarannsóknir Vísindi Ný reglugerð frá ráðherra. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Bygging brúar yfir Fossvog, fyrir gangandi og hjólandi umferð og al- menningssamgöngur, hefur verið í undirbúningi um nokkurra ára skeið. Nú er þessi framkvæmd komin á nýtt stig því Reykjavíkurborg og Kópavogsbær hafa samþykkt að kynna sameiginlega tillögu á vinnslustigi að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 270 metra langri brú yfir voginn, frá Kársnesi að flugbrautar- enda Reykjavíkurflugvallar. Mark- mið tillögunar er að bæta sam- göngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti. Með brúnni mun vegalengdin, sem gangandi og hjól- andi fara á milli Kársness og Reykjavíkur, styttast um 1,5 kíló- metra. Fólk getur kynnt sér tillögurnar og greinargerð með henni í þjónustuverum Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar og á heimasíðum sveitarfélaganna. Óskað er eftir að ábendingar við vinnslutillöguna ber- ist fyrir 20. júní 2018. Grunnsævi friðlýst Að mörgu er að hyggja við undir- búning mannvirkis á svona við- kvæmum stað. Í fyrra var auglýst skipulags- og matsskýrsla og bárust fjölmargar umsagnir frá stofnunum og félagasamtökum og voru þær hafðar til hliðsjónar við gerð deili- skipulagstillögunnar. Fossvogur er hluti af náttúruverndar- og úti- vistarsvæði Skerjafjarðarsvæðisins. Grunnsævi við suðurströnd Kárs- ness hefur verið friðlýst sem mikil- vægt búsvæði fugla. Þá er Foss- vogur vinsælt útivistarsvæði, bæði á sjó og landi. Með ströndinni eru vin- sælir göngu- og hjólastígar og vog- urinn sjálfur nýttur til siglinga og sjósunds. Strandlínan í Fossvogi hefur tekið nokkrum breytingum undanfarna áratugi. Landfyllingar beggja vegna hafa stækkað og mynni vogsins hef- ur þrengst úr 570 metrum í 320 metra á 30 árum. Vinnuhópur fulltrúa frá Kópavogi og Reykjavík skoðaði ýmsa mögu- leika varðandi brúna. Snérust þeir helst um lengd brúarinnar, umfang landfyllinga og möguleikann á opnanlegri brú. Til skoðunar var að hafa brúna 270 metra, 165 metra eða 100 metra. Niðurstaðan varð sú að gera ráð fyrir 270 metra brú sem ekki yrði opnanleg. Styttri brú var talin hafa neikvæð áhrif, meðal annars á vatnsskipti og efnisflutn- inga. Brúin verður 15 metra breið með tveimur aðskildum brautum, annars vegar fyrir gangandi og hjólandi og hins vegar fyrir almenningsvagna. Hámarkshraði þeirra verður 30 km/ klst. Endanlegar ákvarðanir um hæð undir brúna verða teknar þegar hún verður hönnuð. Gert er ráð fyrir útfærslu á vegtenginum beggja vegna Fossvogs og þar verður komið fyrir áningarstöðum. Frekari vinnsla er fram undan og verkefnið þarf í umhverfismat. Árið 2016 tók Kópavogur þátt í al- þjóðlegri hugmyndasamkeppni á vegum norrænu ráðherranefndar- innar. Tillagan „Spot on Kársnes“ bar sigur úr býtum. Þar var lagt til að gerðar yrðu tvær brýr fyrir gang- andi og hjólandi sem og almennings- samgöngur, annars vegar yfir Foss- voginn og hins vegar yfir Skerja- fjörðinn til Álftaness. Á brúnni yfir Fossvog var gert ráð fyrir sundlaug og brúin yfir á Bessastaðanes átti að liggja yfir bíllausa eyju. Verðlaunatillagan er ekki lögð til grundvallar deiluskipulaginu nú en tekið er fram í greinargerð að hún hafi orðið Kópavogi innblástur. Tillaga að 270 metra brú yfir Fossvog kynnt almenningi  Verður 15 metra breið brú fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur Samsett mynd/Alta Tillagan Brúin mun liggja frá Kársnesi að brautarenda Reykjavíkurflugvallar. Lögð verður áhersla á öryggi. Kennisnið Þannig hugsa menn sér að brúin verði með fólk og vagna. Auglýst hefur verið eftir þátt- takendum í sam- keppni um kór- lag í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Ís- lands. Það er af- mælisnefnd sem efnir til sam- keppninnar í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og verður sigurlagið frum- flutt hinn 1. desember næstkom- andi á hátíðardagskrá í Hörpu. Kórlagið skal samanstanda af frumsömdu og óbirtu ljóði og lagi fyrir blandaðan kór. Verkið skal hæfa tilefninu og henta vel til söngs, segir í auglýsingu. Verð- launafé er 1.000.000 kr. sem skipt- ist til helminga milli tónskálds og ljóðskálds. Samkeppni um afmælis-kórlag Kórsöngur Sam- keppni um kórlag. Maður, sem vill fá bætur frá dóm- stólum vegna brota þeirra á frið- helgi einkalífs hans með birtingu á dómum, gagn- rýnir að dóm- stólasýslan hafi vísað málinu frá sér og beint því til viðkomandi dómstóla. „Það er hlut- verk dómstóla- sýslunnar að koma fram í þágu dómstólanna sameiginlega,“ segir Páll Sverrisson. Í formlegu svari dómstólasýsl- unnar til Páls segist stofnunin telja að erindi hans sé ranglega beint að henni. Þess í stað eigi að bera erind- ið upp við þá dómstóla sem eiga í hlut. Verði bréf Páls því framsent Héraðsdómi Reykjavíkur, Héraðs- dómi Reykjaness og Hæstarétti. „Væntanlega boða dómstólarnir mig á fund þegar þeir hafa fengið bréfið,“ segir Páll. Hann gagnrýnir jafnframt að svar dómstólasýslunnar um málið til Morgunblaðsins í síðustu viku hafi verið ýtarlegra en svarið sem hann fékk. Í frétt Morgunblaðsins var vís- að í upplýsingar frá dómstólasýsl- unni um að Páll gæti þurft að höfða mál gegn hverjum dómstóli fyrir sig til að kanna rétt sinn, tækist ekki að finna aðra lausn. Í því tilfelli gæti þurft að höfða hæfismál og skipa dóminn setudómurum í framhald- inu, reyndust dómarar viðkomandi dómstóla vanhæfir til að úrskurða í málunum. Geta ekki dæmt sjálfa sig „Auðvitað segja þeir mér að ég eigi að fara í mál við dómstólana,“ segir Páll, „en ég tel að enginn dóm- stóll geti dæmt sjálfan sig.“ Hann bætir við að hann ætli sér að klára þetta mál. Persónuvernd úrskurðaði á síð- asta ári að vinnsla Héraðsdóms Reykjaness, Héraðsdóms Reykja- víkur og Hæstaréttar á persónuupp- lýsingum Páls við birtingu dóma, sem hann var aðili að, á árunum 2013 og 2016 hefði ekki samræmst lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Páll sendi dómstólasýslunni er- indi í apríl sl. og spurðist fyrir um afstöðu stofnunarinnar til bóta- skyldu vegna þessara brota dóm- stólanna á friðhelgi einkalífs hans. Gagnrýnir dóm- stólasýsluna  Kröfum um bætur beint til dómstóla LISTHÚSINU Vorum að taka upp mikið úrval af vínyl gólfmottum fyrir heimilið og bústaðinn Opið virka daga kl. 11-18, lokað á laugardögum í sumarListhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.