Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 40

Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Erfðablöndun vegna eldislaxa af norskum uppruna er talin geta ógn- að hreinleika íslenskra laxastofna. Ein lausn á vandanum er að ala gelda eldislaxa. StofnFiskur hf. framleiðir meðal annars þrílitna laxahrogn sem gefa af sér ófrjóa laxa. Sleppi slíkir laxar valda þeir engri ógn, því þeir geta ekki tímgast við náttúrulega laxastofna. Nú hefur fyrirtækið efnt til samstarfs við Há- skóla Íslands um að leita fleiri leiða en þrílitna hrogna til að gelda eldis- laxa. Dr. Jónas Jónsson, forstjóri StofnFisks, segir að þeir framleiði 4-5 milljónir þrílitna hrogna á ári, en upp af þeim vaxa ófrjóir fiskar. Gefi hvert hrogn af sér um tvö kíló af laxi er um að ræða 8-10 þúsund tonn. „Megnið af þessum hrognum fer til Noregs. Norski markaðurinn hef- ur kallað eftir þrílitna laxahrognum. Við höfum líka gert samstarfssamn- ing við norska fiskeldisfyrirtækið Grieg sem er að setja upp laxeldi á Nýfundnalandi. Framleiðsla hefst væntanlega á næsta ári. Þar er gerð sú krafa að ef nota á evrópska laxa- stofna verði fiskurinn að vera geld- ur,“ sagði Jónas. Grieg ætlar að kaupa 22 milljónir þrílitna hrogna á fimm árum. „Við finnum fyrir aukn- um áhuga innanlands og nú hefur Fiskeldi Austfjarða á Berufirði tek- ið inn fyrsta tilraunahópinn sem á að fara í sjó vorið 2019. Þetta verk- efni er í samvinnu við Stofnfisk, Hafrannsóknastofnun og Hólaskóla auk Fiskeldis Austfjarða.“ Þrílitna eftir þrýstingsmeðferð Þrílitna fiskur er þekkt fyrirbæri og hefur aðferðin lengi verið notuð til að gelda t.d. regnbogasilung. Venjulega eru tveir kjarnar í hverju eggi laxfiska frá hrygnunni. Þegar eggið frjóvgast kemur kjarni frá hængnum inn í eggið og þá hverfur annar kjarninn sem fyrir var. Stofn- Fiskur beitir þeirri aðferð að setja eggin undir 600 atmosferu (atm) þrýsting eftir frjóvgun. Við það fer þriðji kjarninn ekki úr egginu og þrír kjarnar taka þátt í að mynda seiðið sem er því þrílitna og ófrjótt. Þrýstingsmeðferð frjórra eggja er eina aðferðin, enn sem komið er, sem er örugg til geldingar á lax- fiskum. Jónas segir að þrílitna fiskar séu ekki erfðabreyttir, enda er bannað að ala erfðabreytta fiska til manneldis. Eldi þrílitna laxa er krefjandi og segir Jónas að stundum sé sagt að menn þurfi að læra fiskeldi upp á nýtt við eldi á þrílitna löxum. Þeir þurfa meira súrefni en tvílitna fisk- ar, eru viðkvæmari fyrir háu hita- stigi sjávarins og þurfa sérstakt fóð- ur. Þá hafa ekki allir markaðir meðtekið þrílitna laxa, þótt þeir geri engar athugasemdir við þrílitna regnbogasilung. Leita lausna í erfðamenginu Með nýja rannsóknarsamstarfinu við Háskóla íslands vonast Jónas til að aukin þekking fáist á erfðamengi laxins og þætti erfða í kynþroska laxa. Hvort fiskurinn geti með ein- Galdurinn við að gelda lax  Háskóli Íslands og StofnFiskur hf. hefja samstarf um rannsóknir á nýjum aðferðum til að gelda lax  StofnFiskur framleiðir hrogn sem gefa gelda fiska  Geldir laxar aldir í Noregi og brátt í Kanada Morgunblaðið/RAX Frumkvöðull Jónas Jónsson, forstjóri StofnFisks, segir aukinn áhuga á að ala geldan lax hér við land. Fiskeldi Austfjarða hefur tekið inn fyrsta hópinn. Hrognkelsaseiði hafa reynst góð vörn gegn laxalús í laxeldiskvíum. Lúsin er krabbadýr og getur drepið laxinn, sé hún í miklu magni, eða dregið úr vexti hans. StofnFiski tókst í samvinnu við Hafrann- sóknastofnun að ala hrognkelsa- seiði og hefur fyrirtækið verið stærst í framleiðslu þeirra hér- lendis. Dr. Jónas Jónsson, forstjóri StofnFisks, segir að framleiðsla hrognkelsaseiða sé um 25% af starfsemi StofnFisks í dag. Stefnt er að því að afhenda um 2,5 millj- ónir hrognkelsaseiða í ár og fara flest til Færeyja. Laxeldisfyrirtæki hér hafa einnig sýnt áhuga á að kaupa hrognkelsaseiði. „Laxalúsin kann sér engin tak- mörk. Ef hún kemur upp t.d. í lax- eldiskvíum í miklu magni drepur hún hýsil sinn sé ekkert að gert,“ segir Jónas. „Þetta sníkjudýr hefur lengi fylgt laxinum. Villtur lax synd- ir um öll heimsins höf með fáar lýs á sér. Hún dettur af um leið og hann gengur í ferskvatn. Þegar laxinn er í lokuðu kerfi, í kvíum, getur magn lúsarinnar magnast upp og drepið laxinn sé ekkert gert.“ Efnameðferð hefur verið beitt gegn laxalús, bæði með fóðurgjöf og böðun. Lúsin myndar mótþróa gegn efnunum og verður ónæm. Laxalúsarvandinn var orðinn nær óviðráðanlegur í Færeyjum en þar eru framleidd 60-70 þúsund tonn af laxi á ári. Vegna hafstrauma smitast laxalúsin auðveldlega á milli eldisstöðva þar. Hrognkelsaseiði hafa komið að góðum notum við að halda laxa- lúsinni í skefjum. Útbúa þarf þara- skóg inni í kvíunum þar sem hrogn- kelsaseiðin hafa skjól. Þau halda sig þar og eru fóðruð sérstaklega. Miðað er við að fjöldi hrognkelsa- seiða sé um 10% af fjölda laxa í kví. Ef 100.000 laxar eru í kví eru sett 10.000 hrognkelsaseiði í kvína. „Við höfum séð það í laxeldis- kvíunum að þegar laxinn hefur fengið fyrstu og stærstu máltíðina á morgnana syndir hann inn í þara- skóginn þar sem hrognkelsaseiðin aflúsa hann,“ segir Jónas. Hann kveðst vera viss um að sambýli laxa og hrognkelsa viðgangist í nátt- úrunni. Laxarnir fara í lúsahreinsun LAXALÚSIN ER SKAÐVALDUR Í LAXELDI Morgunblaðið/Einar Falur Laxalýs Grálúsugur lax var nýgenginn og veiddist í Langá. Lúsin losar takið þegar laxinn gengur í ferskvatn. Laxalús í miklu magni getur verið vandamál við laxeldi. Ljósmynd/StofnFiskur Hrognkelsaseiði Tína lús af laxi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.