Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Hágæða umhverfisvænar hreinsivörur fyrir bílinn þinn Glansandi flottur Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Íslendingar sem ætla að styðja við landsliðið í leik þess við Króatíu í rússnesku borginni Rostov á HM fá óvænt tækifæri til að sýna knatt- spyrnuhæfileika sína sjálfir. Íþróttamenn í rússnesku borginni Rostov hafa skorað á stuðningsfólk íslenska karlalandsliðsins að mæta sér í strandbolta á leikdegi hinn 26. júní. Haukur Hauksson, fararstjóri og Moskvubúi, vinnur að skipulagn- ingu þessa viðburðar og reynir nú að setja saman strandboltalið skip- að íslenskum stuðningsmönnum. Allsherjar strandhátíð „Hugmyndin kom upp þegar ég var í Rostov á dögunum í hópi fréttamanna að skoða aðstæður fyr- ir HM,“ segir Haukur, sem tekur á móti hópi stuðningsfólks íslenska landsliðsins á HM í næsta mánuði. Stefnt er að því að leikurinn fari fram á undan landsleiknum þriðju- daginn 26. júní. Leikurinn hefst ekki fyrr en klukkan 21 að stað- artíma í Rostov og lagt er upp með að strandboltinn verði síðdegis á strönd Donfljóts, rétt við Rostov Arnena-leikvanginn. „Verðlaun hafa enn ekki verið ákveðin en íþróttaandinn og sú grundvallarregla íþróttahreyfing- arinnar að aðalmálið er ekki að sigra heldur að vera með vega þyngst. Auk þess að sýna og styrkja vináttu þjóðanna í verki,“ segir Haukur, sem telur að skemmtilegast væri ef hægt er að setja saman karla- og kvennalið en finnist ekki mannskapur í það muni Ísland tefla fram einu liði kvenna og karla. „Við munum skipuleggja allsherjar strandhátíð þarna, bjór, grill og allur pakkinn.“ Leitað að leikmönnum Strandbolti er, eins og nafnið gefur til kynna, knattspyrna sem leikin er á sandi. „Íþróttaaðstaðan á ströndinni við Don-fljótið, er mjög góð. Ströndin er rétt hjá Rostov Arena þar sem leikurinn mikilvægi við Króata fer fram,“ segir Haukur. Nú er verið að leita að liðtækum þátttakendum í strandboltann og Haukur hvetur áhugasama Rúss- landsfara til þess að láta í sér heyra með tölvupósti á bjarmaland- @bjarmaland.is eða í síma 770 50 60. Skorað á Íslendinga í strandbolta  Heimamenn í rússnesku borginni Rostov skora á stuðningsmenn Íslands á HM að keppa í strandbolta  Upphitun fyrir leikinn við Króata  Liðsmanna leitað Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ástríða Íslenskir stuðningsmenn kunna vel að styðja við sína menn. Stóra spurningin er hvort þeir þori sjálfir að keppa í fótbolta í Rússlandi? Áhugasömum gefst í það minnsta tækifæri til að keppa við Rússa í strandbolta í Rostov. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Það er mikilvægt að aðstoða stúdenta við að skapa félagsleg tengsl í háskóla og það er eitt af verkefnum stúdenta- garða,“ sagði Paula Dalziel á þingi NSBO um húsnæðismál stúdenta sem haldið var í Veröld síðastliðinn þriðju- dag. NSBO eru norræn samtök sem miða að því að deila vitneskju um stúd- entahúsnæði á milli Norðurlandanna. Paula vinnur sem stjórnandi dag- legs lífs innan stúdentahúsnæðis hjá Manchester Metropolitian University. Í starfi sínu leitast hún við að byggja upp heilbrigt samfélag fyrir stúdenta. Hún segir það vera langtímaverkefni að byggja upp slíkt samfélag en ein- faldasta leiðin til að hefja uppbygg- inguna sé að fá stúdenta til þess að tala saman. „Viðburðir eru mikilvægur liður í þessu samhengi. Við höldum gjarnan viðburði sem eru til þess gerðir að stúdentar stofni til félagslegra tengsla.“ Stúdentar styrktir félagslega Að mati Paulu er mikilvægt að styrkja stúdenta sem ekki finna sig í háskólasamfélaginu til þess að skapa sér félagslegt net. Í sjálfum stúdenta- íbúðunum skiptir máli að til staðar séu sameiginleg rými þar sem þau sem búi í sama húsnæði hittist. Rebekka Sigurðardóttir, upplýs- ingafulltrúi Félagsstofnunnar stúd- enta, segir að mikilvægi sameigin- legra rýma hafi verið haft til hliðsjónar þegar stúdentagarðar voru byggðir á síðustu árum. Í nýlegum stúdentagörðum séu hugguleg sam- eiginleg rými og gluggar út frá þeim stórir svo auðvelt sé að sjá inn í þau. Þannig sé alltaf hægt að finna út hvort eitthvað sé um að vera í þessum rýmum. Íbúðaráðgjafar hitta alla Paula hefur á sínum snærum svo- kallaða íbúðaráðgjafa sem spjalla við stúdenta og skipuleggja viðburði. Þeir þekkja nöfn allra íbúa og leitast við að gera lífið á stúdentagörðunum sem best. Mánaðarlega hittir hver stúdent slíkan ráðgjafa og getur þá sagt ráð- gjafanum frá hverju því sem honum hugnast. Þannig skapa þau í Man- chester samfélagið á stúdentagörðun- um í samráði við stúdenta. Paula legg- ur áherslu á mikilvægi þess að vinna að heilbrigðu samfélagi fyrir stúdenta og að það sé samvinnuverkefni háskóla, stúdentagarða og samfélagsins í heild. Mikilvægt að styrkja stúdenta félagslega  Langtímaverkefni að skapa heilbrigt háskólasamfélag Morgunblaðið/Valli Stúdentar Paula segir mikilvægt að háskólinn, stúdentagarðar og sam- félagið vinni í sameiningu að því að skapa heilbrigt háskólasamfélag. Stúdentagarðar » Hægt er að koma í veg fyrir félagslega einangrun með því að halda viðburði sem stuðla að sköpun tengslaneta. » Skipulag innan stúdenta- húsnæðis getur hjálpað til við félagsleg samskipti. » Íbúðaráðgjafar hafa það hlutverk að komast að því hverjar þarfir hvers stúdents fyrir sig séu. Forskot verður tekið á HM-sæluna í Bíó Paradís við Hverfisgötu í kvöld þegar viðburðurinn HÚ! í Paradís verður formlega settur af stað. Kvikmyndahúsið, stuðnings- mannaliðið Tólfan og Hugleikur Dagsson hafa tekið höndum saman til að gera þessa upphitun sem mest spennandi. Boðið verður upp grill- aðar pylsur og ískaldan bjór, af- hjúpuð verða ný HÚ!-verk og bolir eftir Hugleik og Tólfan heldur uppi stemningunni. Allir leikir á HM verða sýndir í Bíó Paradís í sumar. Hugleikur Dagsson hefur hannað og selt boli með HÚ!-manninum síð- an í júlí 2016. Í Mottumars þegar deilur um HÚ!-ið stóðu sem hæst ákvað Hugleikur að helmingur af ágóða bolasölunnar skyldi renna til Krabbameinsfélags Íslands. Í samstarfi við HÚ! Paradís mun Hugleikur opna sýningu með 22 HÚ!-mönnum uppsettum á hátíðar- fána. Hann hefur bætt við HÚ!- vörulínuna og verður allur varning- urinn til sölu í Bíó Paradís. Morgunblaðið/Hari Hú! Hugleikur Dagsson mætir að sjálfsögðu í Bíó Paradís í kvöld. HÚ! í Bíó Paradís í kvöld 16 DAGAR Í FYRSTALEIK ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.