Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 skattur.is Álagningar- og innheimtuseðlar einstaklinga 2018 eru aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra rsk.is og skattur.is. Barnabætur, vaxtabætur og inneign vegna álagningar verður greidd út 1. júní. Upplýsingar um greiðslustöðu veita tollstjóri og sýslumenn. Álagningarskrár liggja frammi á starfsstöðvum ríkisskattstjóra dagana 31. maí til 14. júní 2018, að báðum dögum meðtöldum. Kærufresti lýkur 31. ágúst 2018. 442 1000 rsk@rsk.is Þjónustuver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 Álagningu skatta á einstaklinga er lokið 2018 Icelandair hefur á ný hafið flug til Baltimore eftir um áratugar hlé, en borgin var í leiðakerfi Icelandair um árabil. Flogið er fjórum sinnum í viku fram í miðjan október. Baltimore er meðal fimm borga í Norður-Ameríku sem Icelandair bætir við leiðakerfi sitt í vor. Hinar eru Kansas, Cleveland, Dallas og San Francisco. Alls flýgur Iceland- air til 23 áfangastaða í Norður- Ameríku á þessu ári. Með fluginu til Baltimore (BWI- flugvallar) eykur Icelandair fram- boð sitt inn á hið fjölmenna Wash- ington/Baltimore-svæði, en Ice- landair flýgur nú þegar á Dulles-flugvöllinn í Washington. Um 70 kílómetrar eru á milli flug- vallanna. „Á þessu markaðssvæði búa um 10 milljónir íbúa og höf- uðborgin er að sjálfsögðu mikil miðstöð stjórnsýslu og viðskipta í Bandaríkjunum,“ segir í frétt frá Icelandair. Þetta er fjórða stórborgarsvæðið sem Icelandair þjónar með flugi á tvo flugvelli. Nú þegar er boðið upp á flug til New York, London og Parísar. sisi@mbl.is Icelandair hefur að nýju flug til Baltimore Ljósmynd/Icelandair Móttaka Við komuna til Baltimore var fyrsta fluginu fagnað með hefðbundnum hætti af slökkviliði vallarins. Mennta- og menningarmálaráð- herra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um fyrri út- hlutun úr sjóðnum 2018. Umsókn- arfrestur rann út 15. mars sl., 89 umsóknir bárust og sótt var um ríf- lega 72 milljónir. Samþykkt var að veita 58 styrki, samtals að upphæð 17.650.000. Styrkt verkefni eru af ýmsum toga og styrkupphæðir eru á bilinu 100.000-1.000.000. Gott samræmi reyndist í úrvali tónlistartegunda umsækjenda og þeirra sem hljóta styrk, segir í fréttatilkynningu. Sömu sögu má segja um kynjahlut- fall umsækjenda og styrkþega. Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist með fjárhagslegum stuðningi við útgáfu hljóðrita. Íslensk hljóðrit eru annaðhvort unnin og kostuð af íslenskum aðilum eða í erlendu samstarfi. Styrkjum úthlutað úr Hljóðritasjóði Erlendir sérfræðingar munu gera grein fyrir ráðgjöf sinni til stjórn- valda á ráðstefnu um framtíð ís- lenskrar peningastefnu sem haldin verður á Grand hótel á miðvikudag- inn í næstu viku. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra mun opna fundinn en að því búnu mun Ásgeir Jónsson, formað- ur nefndar um endurskoðun á ramma peningastefnu, kynna niðurstöður nefndarinnar. Þá taka til máls prófessorarnir Kristin J. Forbes, Sebastian Edwards Fredik Andersson og Lars Jonung auk Pat- rik Honohan, fyrrverandi seðla- bankastjóra Írlands. Ræða framtíð peningastefnunnar Morgunblaðið/Þórður Endurskoðun Ásgeir Jónsson formaður. Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda á grunnskólaaldri nema tæpum 2,3 milljörðum króna í ár. Þar af fær Reykjavíkurborg 1,3 milljarða, Kópavogur 137,5 millj- ónir króna, Hafnarfjörður 107,2 milljónir, Akureyri 82 milljónir, Mosfellsbær 77 milljónir og Reykja- nesbær 75 milljónir króna. Sextán sveitarfélög fá engin fjárframlög vegna þessa málaflokks en fimmtán sveitarfélög fá 1.350.000 krónur hvert. Framlögin eru veitt á grundvelli umsókna sveitarfélaga vegna sér- þarfa fatlaðra nemenda sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðs- ins, óháð því hvar þeir fá kennslu. 2,3 milljarðar vegna sérþarfa fatlaðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.