Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Um 120 manns frá öllum heims- hornum hafa skráð þátttöku sína í alþjóðlegri ráðstefnu um hafrétt- armál sem haldin verður í Veröld, húsi Vigdísar, í Háskóla Íslands í lok júní. Þar verður meðal annars fjallað um breyttar aðstæður og nýja þekkingu á viðfangsefninu. Á fjórða tug sérfræðinga flytur erindi í átta pallborðum á ráð- stefnunni. Hún er haldin að frum- kvæði Hafréttarstofnunar Íslands í samvinnu við Hafmálastofnun Suður-Kóreu, en stofnanirnar hafa átt náið samstarf á undanförnum árum og undirrituðu samstarfs- yfirlýsingu á sl. ári. Ráðstefnan nýtur jafnframt stuðnings Nor- rænu ráðherranefndarinnar, ríkis- stjórnar Hollands og Hafréttar- stofnunar K.G. Jebsen í Tromsö. Heimsþekktir sérfræðingar Tómas H. Heiðar, forstöðu- maður Hafréttarstofnunar og dómari við Alþjóðlega hafréttar- dóminn í Hamborg, segir að flestir ræðumenn á ráðstefnunni séu heimsþekktir sérfræðingar. Meðal frummælenda séu þó einnig yngri sérfræðingar og þeirra á meðal tvær íslenskar konur, Helga Guð- mundsdóttir og Snjólaug Árna- dóttir. Hér á síðunni er rætt við Helgu, en Snjólaug lauk nýlega doktors- prófi frá Edinborgarháskóla. Hún skrifaði ritgerð um áhrif hækkandi sjávarborðs á markalínur milli haf- svæða ríkja og mun fjalla um sama efni á ráðstefnunni. Hafréttarsamningur frá 1982 „Á ráðstefnunni verður annars vegar fjallað um málefni þar sem þekkingu hefur fleygt fram og skilningur aukist frá þeim tíma sem hafréttarsamningurinn frá 1982 var gerður,“ segir Tómas. „Sem dæmi má nefna að fyrir fjór- um áratugum var almennt ekki talið að lífverur gætu þrifist á djúpsævisbotninum, fjarri sólar- ljósi, og því var ekki fjallað um réttarstöðu þeirra í hafréttar- samningnum. Nú vita menn hins vegar að þar er að finna verðmætar hitakærar erfðaauðlindir sem verða til við efnahvörf. Unnið er að nýjum al- þjóðasamningi undir hafréttar- samningnum um líffræðilegan fjöl- breytileika sem m.a. mun fjalla um þessar auðlindir. Einnig má nefna að skilningur manna á land- grunninu og skilgreiningu ytri marka þess hefur jafnframt aukist mjög. Hins vegar verður lögð áhersla á málefni hafréttarins þar sem grundvallarbreytingar eru að eiga sér stað vegna hnattrænnar hlýn- unar. Sjávarborð fer til að mynda hækkandi og getur haft áhrif á grunnlínur ríkja og markalínur milli hafsvæða ríkja, auk þess sem eyjar og jafnvel heil ríki kunna að hverfa í sæ. Einnig má nefna að Norður-Íshafið, sem hefur verið hulið ís, er að opnast fyrir sigl- ingum og fiskveiðum.“ Nýjar siglingaleiðir og hugsanlega ný fiskimið Tómas segir að þegar rætt sé um hlýnun jarðar í okkar heims- hluta komi Norður-Íshafið fyrst upp í hugann, en bráðnun hafíss sé að opna þar nýjar siglingaleiðir og hugsanlega ný fiskimið. Um síð- arnefnda atriðið verður fjallað á ráðstefnunni og er Jóhann Sigur- jónsson á meðal ræðumanna, en hann er sérlegur erindreki í mál- efnum hafsins í utanríkisráðuneyt- inu. Tómas bendir á að nýlega hafi tíu ríki, þar á meðal Ísland, náð samkomulagi um texta samnings um fiskveiðar á Norður-Íshafi sem bíði undirritunar. Upplýsingar um pallborð og ein- staka fyrirlestra er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar: Ice- landKMIConference2018.com. Ný þekking og hnattræn hlýnun  Alþjóðleg ráðstefna um hafréttarmál haldin í Reykjavík í lok júní  Á fjórða tug sérfræðinga flytur erindi í átta pallborðum  Þekkingu hefur fleygt fram frá 1982 er hafréttarsamningurinn var gerður Hafréttur Tómas H. Heiðar flutti erindi um fiskveiðideilur á málstofu á veg- um Alþjóðlega hafréttardómsins í Hamborg í Þýskalandi í mars á síðasta ári í tilefni af 20 ára afmæli dómsins haustið áður. Hafréttarstofnun » Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun við Háskóla Íslands og er meginmarkmið stofnunarinnar að treysta þekkingu á reglum hafréttar. » Að stofnuninni standa, auk HÍ, utanríkisráðuneytið og at- vinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið. Eini starfsmaður Hafréttarstofnunar er for- stöðumaðurinn, Tómas H. Heiðar, sem er í hlutastarfi. » Stofnunin á í samstarfi við öflugar systurstofnanir erlend- is og á m.a. aðild að Ródos- akademíunni í hafrétti, sem hefur menntað á sjöunda tug Íslendinga á undanförnum 17 árum. „Miklir hagsmunir geta falist í því hvort Reykjaneshryggur langt suð- vestur af Íslandi verður skil- greindur sem hæð eða hryggur og hefur mikil áhrif á stærð land- grunnsins sem tilheyrir Íslandi,“ segir Helga Guðmundsdóttir, lög- fræðingur í Belgíu. Hún segir að mikil deigla sé í slíkum málum um allan heim þó svo að ýmsum finnist mál ganga hægt fyrir sig hjá land- grunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Helga lauk meistaraprófi frá Harvard í fyrra og skrifaði meist- araritgerð um landgrunnið með áherslu á neðansjávarhryggi og -hæðir. Þar áður lauk hún meist- aranámi við HÍ og meistaranámi í alþjóðalögum og lausn deilumála við Friðarháskóla Sameinuðu þjóð- anna. Hún starfar nú á lögfræði- stofunni Van Bael & Bellis í Bruss- el og fjallar einkum um samkeppnisrétt, en kemur einnig að verkefnum þar sem samkeppn- isréttur og alþjóðaréttur skarast. Margvíslegir hagsmunir Helga verður meðal frummæl- enda á alþjóðlegri ráðstefnu um hafréttarmál í Reykjavík í lok júní og fjallar um efni meistararitgerð- arinnar og stöðuna varðandi tilkall Íslands til landgrunnsréttinda á Reykjaneshrygg utan 200 mílna efnahagslögsögu. Hún segir að á hafsbotni utan efnahagslögsögu geti verið margvíslegir hagsmunir hvað varðar til dæmis olíu, gas, jarðvarma og málma. Á Reykjanes- hrygg sé t.d. mikinn jarðvarma að finna. Hafsbotninn sé að stórum hluta lítt rannsakaður, en tækni til rannsókna og nýtingar fleygi fram. Til framtíðar skipti hafsbotninn miklu máli. „Ísland hefur gert kröfu um að ákveðin svæði utan 200 sjómílna verði skilgreind sem landgrunn Ís- lands og þar á meðal á Reykjanes- hrygg,“ segir Helga. „Ef um er að ræða náttúrulega framlengingu landgrunns utan 200 sjómílna geta strandríki gert tilkall til þess og það er krafa Íslands á Reykjanes- hryggnum. Tvær takmörkunarreglur Í hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna eru tvær takmörkunar- reglur sem segja annars vegar að ytri mörk landgrunns skuli ekki ná lengra en 350 sjómílur frá landi og hins vegar að þau skuli ekki ná lengra en 100 sjómílur frá 2500 metra dýptarlínu. Beiting þessara reglna tekur meðal annars mið af því hvort viðkomandi svæði sé skil- greint sem neðansjávarhryggur eða neðansjávarhæð. Á neðansjávarhryggjum er ekki hægt að gera tilkall lengra en að 350 sjómílum og þar er því ekki hægt að nota dýptarmælikvarða. Á neðansjávarhæðum er hins vegar heimilt að nota hvora viðmiðunina sem er, 350 sjómílur frá landi eða dýptarregluna. Á Reykjaneshrygg gæfi síðarnefnda viðmiðið hagfelld- ari niðurstöðu. Ekki mikill rökstuðningur Ísland sendi árið 2009 til land- grunnsnefndarinnar ítarlega greinargerð sem byggðist á rann- sóknum á hafsbotninum. Undir- nefnd landgrunnsnefndarinnar var falið að fjalla um málið og féllst á þau sjónarmið Íslands að Reykja- neshryggurinn væri neðansjávar- hæð, en ekki neðansjávarhryggur. Þar af leiðandi gæti Ísland gert tilkall umfram 350 sjómílur. Málið fór þá að nýju til land- grunnsnefndarinnar í heild sem komst að þeirri niðurstöðu 2016 að niðurstaða undirnefndarinnar væri ekki byggð á nægum gögnum. Gögn landgrunnsnefndarinnar hafa ekki öll verið gerð opinber en miðað við þau gögn sem ég hef séð fylgir ekki mikill rökstuðn- ingur ákvörðun landgrunns- nefndarinnar. Í erindi mínu velti ég því líka upp hvort landgrunnsnefndinni hafi verið heimilt samkvæmt haf- réttarsamningnum að gera aðra tillögu en undirnefndin hefur áður gert,“ segir Helga Guðmunds- dóttir. aij@mbl.is Er Hryggurinn hæð eða hryggur?  Skilgreining á Reykjaneshrygg utan 200 mílna efnahagslögsögu getur skipt miklu máli Ráðstefna Helga Guðmundsdóttir verður meðal frummælenda. Kröfugerð Íslands um mörk landgrunns á Reykjaneshrygg 200 sjómílna efnahagslögsaga Ytri mörk kröfugerðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.