Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 84
FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 151. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Konan er látin 2. Fór yfir strikið í gleðskap Arion banka 3. Flutti of seint heim til Íslands 4. Kunna hvorki mannasiði né á klósett »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Listahátíð í Reykjavík hefst á morgun og á laugardag munu risa- vaxnar skepnur frá forsögulegum tímum gleðja vegfarendur í mið- bænum. Skepnurnar eru sköpunar- verk hollensks leikhóps, Close-Act Theatre, sem þekktur er fyrir mynd- rænt götuleikhús í yfirstærð, eins og því er lýst á vef hátíðarinnar. Sýn- ingin heitir Saurus og hefst kl. 14 við Iðnó. Á sunnudag verða skepnurnar svo í Egilshöll í Grafarvogi kl. 11. Ljósmynd/Bert Holtmann Skepnur í miðbænum  Út er komið nýtt hefti af Sögu – tímariti Sögu- félags og í kvöld kl. 19.30 efnir fé- lagið til Sögu- kvölds á Þjóð- skjalasafni Íslands og er það tileinkað bæði vorheftinu 2018 og haustheftinu 2017. Ritstjórar Sögu, þau Erla Hulda Halldórsdóttir og Vilhelm Vilhelms- son, kynna efnið stuttlega og nokkrir greinahöfundar ræða viðfangsefni sín nánar og svara spurningum. Sögukvöld í safni  Sýning á verkum þýska myndlistar- mannsins Ignacios Uriartes verður opnuð í i8 galleríi í dag kl. 17. Uriarte hefur sýnt áður í galleríinu og að þessu sinni lætur hann liti eiga sig og einbeitir sér að svörtum og hvítum í verkum sínum. Lista- maðurinn býr og starfar í Berlín og er þetta þriðja sýning hans í i8. Uriarte í i8 galleríi Á föstudag Fremur hæg V-læg átt, en SV 10-15 m/s NV-til. Skýjað með köflum en bjartviðri eystra. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast austanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG V 5-13 m/s, hvassast á Vestfjörðum og yfirleitt skýjað en þurrt. Hægari breytileg átt A-til og víða bjart. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SA-til. VEÐUR Íslandsmeistarar Vals eru komnir í átta liða úrslitin í bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir að hafa lagt bikarmeistara ÍBV að velli, 3:2, í framlengdum leik á Hlíðarenda í gær- kvöld. Sindri Björnsson jafnaði fyrir Val skömmu fyrir leikslok, ÍBV missti fyrirliða sinn af velli og Tobias Thomsen skoraði sigurmarkið í framleng- ingunni. »3 Meistarar unnu bikarmeistara „Ég er á réttri braut ennþá og er mjög bjartsýnn á að vera klár fyrir Argentínuleikinn. Það hefur verið planið og ég er á réttum stað í ferl- inu,“ segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, sem skokkaði hringinn í kringum Laugar- dalsvöllinn í gær á meðan félagar hans í landslið- inu æfðu á vell- inum. »1 Aron kveðst vera á réttum stað í ferlinu Lokaúrslitin hefjast í NBA-deildinni í nótt og eru vel þekkt lið sem þar eigast við. Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í úr- slitunum fjórða árið í röð, en það hefur aldrei áður gerst í sögu deildarinnar. Jafnvel Los Angeles Lakers og Boston Celtics náðu ekki slíkum árangri þegar þau voru yfir- burðalið á níunda áratugnum. »4 Aldrei áður sömu lið fjögur ár í röð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Listakonan Björg Ísaksdóttir er 90 ára í dag. Hún heldur upp á tímamótin með því að opna málverkasýningu, þar sem ný olíumálverk verða í fyrirrúmi, í Galleríi Gróttu inn af Bókasafni Seltjarnarness á Eiðistorgi klukkan 17. „Ég hef gert svo margt um dagana,“ segir Björg um málverkin á sýningunni. „Ég er enda ekki við eina fjölina felld, er listmálari, myndhöggvari og fatahönnuður með meiru.“ Björg var við nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík 1967-1977. „Ég datt út úr skóla kornung þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn – þau urðu alls fimm – og ég gat ekki haldið áfram í skóla fyrr en þau voru komin vel á legg.“ Þegar hún var um fimmtugt fór hún í framhaldsnám til Svíþjóðar og sótti námskeið m.a. í Finnlandi og á Ítalíu. Auk þess vann hún í New York um tíma. „Maður getur lært ýmislegt án þess að fara í skóla og í sambandi við saumaskapinn las ég mér bara til.“ Björg var forstöðukona saumastofu Leik- félags Reykjavíkur í nokkur ár en byrjaði í at- vinnulífinu sem verkstjóri á Saumastofunni Dúki. „Við höfðum bara saumað kvenfatnað en svo átti ég að fara að segja konunum til við að sauma karlmannabuxur. Það versta sem verk- stjóri gerir er að kunna ekki sitt fag og ég fór því að kynna mér málið, fann loks bók á þýsku um saumaskapinn, vakti heila nótt og las text- ann með hjálp orðabókar, því ég var ekki sleip í þýsku, og lagði svo verkefnið fyrir konurnar um morguninn. Þeim leist ekki á það en ég gaf ekkert eftir, fór alveg eftir bókinni og bux- urnar slógu í gegn.“ Vann við hirð Svíakonungs Á Svíþjóðarárunum vann Björg við hirð Karls Gústafs Svíakonungs á sjötta ár. „Starf saumakonu hjá kóngsa var auglýst, ég sótti um, var tekin í viðtal og var ráðin,“ rifjar hún upp. „Ég vann aðallega við gardínusaum og merkingar og var móttökustjóri þegar Vigdís forseti kom í heimsókn, en við vorum bekkjar- systur í Landakotsskóla, þótt hún væri tveim- ur árum yngri.“ Listin lá fyrir Björgu á unga aldri. „Ég var kölluð listakona bekkjarins í Kvennó,“ segir hún. Hún segist hafa ætlað að fara í lista- háskóla í Danmörku að loknu stúdentsprófi, en fyrsta barnið hafi sett strik í reikninginn. „Það kemur ýmislegt fyrir á lífsins leið,“ segir hún og bendir á að elsta dóttirin sé 72 ára. „Ég var of snemma á ferðinni í listinni,“ heldur hún áfram. „Konur hneyksluðust á mér fyrir að vera að mála þegar ég átti frekar að vera að staga í buxur eða annað slíkt. Ég var ekki kona sem sat og sagði já við karlana mína.“ Björg er fædd og uppalin á Seltjarnarnesi og býr þar. Hún hefur verið iðin við kolann og haldið sýningar víða, en næsta sýning verður opnuð í dag. „Ég er á fullu enda er íbúðin undirlögð af málverkum eins og sjá má,“ segir hún. „Heilsan er góð og ég hugsa ekki eins og níræð kona. Ég fatta ekki að ég sé orðin svona gömul. En ég var reyndar mjög lasin í vetur og hélt að ég væri að deyja. Svo fór ég með vinkonu minni til Kanarí, þar sem við vorum í þrjár vikur, og ég kom alsæl til baka. Ég hef voðalega gaman af því að ferðast og kynnast ólíkum menningarheimum. Ferðirnar eru mér innblástur í listinni, ekki síst litirnir.“ Listin framar öllu öðru Morgunblaðið/Árni Sæberg Listamaður Björg Ísaksdóttir var kölluð listakona bekkjarins í Kvennó og er iðin við kolann.  Björg Ísaksdóttir held- ur upp á 90 ára afmælið með málverkasýningu List Eitt af mörgum verkum Bjargar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.