Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Með grein undirritaðs um Víkur- garð, „Forni Víkurgarður og gleymd þekking um hann“ í Morgunblaðinu 16. október sl., fylgdi uppdráttur sem Landssíminn lét gera árið 1966, og var endurbættur (ÖH) og með við- bótum. Afstaðan við Austurvöll var ekki sýnd. Margir hafa beðið undirritaðan að fá birtan í Morgunblaðinu hinn endurbætta og aukna uppdrátt í af- stöðumynd með Austurvelli. Rétt umfang (umfeðmi) Víkur- garðs o.fl.: I) Árni Óla, mikill fræðimaður um sögu Víkur og reit margar bækur um sögu Reykjavíkur og rannsakaði margt, benti á að Víkur- garður hefði náð að miðjum „bragga“ (skúr) sem var vestan við lyfjabúðina við Austur- völl. 2) Grafaspildan sem aðgangsharðir forkólfar um hótelbyggingu fengu fornleifafræðing á sínum vegum til að grafa er aðeins um 12x12 m og segir ekki alla söguna. Þetta var gert án til- lits til laga um kirkju- garða, grafarhelgi og virðingar við þá sem þarna hvíla. Ókönnuð eru svæðin um og út frá spildunni og m.a. mannabein undir gangstéttum. 3) Einskis metnar virðast þær heil- legu 20 kistur sem fundust 2016 með heillegum beinagrindum. Gert er sem minnst úr mikilvægi garðsins í aust- urátt. Í nýlegri umsögn skipulagsfull- trúa er látið sem hann hafi aðeins náð að vesturhlið Landssímahúss. 4) Það má búast við að enn séu grafir undir gólfi viðbyggingar frá 1967 (svo í umsögn Borgarsögusafns, 6.10.2017) og þaðan í átt að Austur- velli, í austurhluta. Má nefna marga nafnmerka sem eru grafnir í Vík- urgarði, m.a. Narfa Ormsson, síðasta óðals- bóndann í Reykjavík, sem var jarðsettur árið 1613 (farið eftir Theil- mann (dönskum) sem starfaði við rannsóknir fornminja). Líka er vitað að Geir Vídalín góði, Reykja- víkurbiskup (d. 1823), var grafinn sunnan við Aðalstræti 11, að eigin ákvörðun. Um þetta má lesa í litríkri lýsingu Espólíns. Þarna eru líka grafnir ábúendur á Arnarhóli og í Skildinganesi, m.a. einn lögréttumaður þar, Bergsteinn Bjarnason (1635). Það upplýsir ætt- fróður æviskrárritari, Oddur Helga- son, að séu forfeður sínir. 5) Ótal blaðagreinar mikils metins fólks hafa birst til verndar Víkurgarði – og m.a. heyrðist rödd kirkjunnar, í blaðagrein, að henni hrysi hugur við byggingu þarna. 6) Séra Þórir Stephensen hefur rit- að flestar andmælagreinanna – enda fróðastur um Dómkirkjuna og Vík- urkirkjugarðinn, sem lesa má í bók hans „Dómkirkjan í Reykjavík“. – Líka hefur ritað fjölmargar greinar, með yfirgripsmikla þekkingu um Vík og Víkurgarð, Helgi Þorláksson, pró- fessor emeritus í sögu. Eins Friðrik Ólafsson, stórmeistari í skák, fv. for- seti FIDE og fv. skrifstofustjóri Al- þingis; Þór Magnússon, fv. þjóð- minjavörður; Hjörleifur Stefánsson arkitekt og margir fleiri merkir greinahöfundar. Es: Á sínum tíma gerði Minja- stofnun margar athugasemdir við deiliskipulag af Landssímareit, sem unnið var á grundvelli samkeppni um reitinn. Borgin tók ekkert mark á þeim þá. Nú beinast augu allra þeirra, sem bera virðingu fyrir fornri arfleifð og grafarhelgi 30 kynslóða Víkverja, til Minjastofnunar sem getur stöðvað þessa ókræsilegu hótelbyggingu í Víkurgarði. Stöðvað þessa skugga- varpandi (m.a. á Austurvöll) risa- byggingu sem „lítilsvirðir“ Alþingi með stærð sinni og smækkar það. Árið 2014 kærði Alþingi, sem þótti þrengt að sér, hótelbyggingu Landssímareits út að Kirkjustræti. Víkurgarður, rétt umfang hans og staðreyndir Eftir Örnólf Hall »Margir hafa beðið undirritaðan að fá birtan í Morgunblaðinu hinn endurbætta og aukna uppdrátt í afstöðu- mynd með Austurvelli. Eldri uppdráttur Landssímans af Víkurgarði og útlistanir og viðbót undirritaðs við hann með skýr- ingum Árna Óla, fræðimanns og rannsakanda: I-a: Eldri bygging Landssímans. I-b: Síðari bygging Landssímans; ljósbláar línur. II: Lyfjabúðin sem var við Aust- urvöll. III: „Bragginn“ sem Árni Óla miðaði austurmörkin við. IV: Rauði ferhyrningurinn (um 12 m x12 m) er uppgröfturinn, 2016, með fornu gröfunum. V: Bein og kistubrot eru undir gang- stéttunum (ÁÓ). 1-5: Nokkrir þekktir síðustu leg- staðir. Höfundur er arkitekt. Örnólfur Hall Sjálfstæðisyfirlýsing Ísraels hinn 14. maí árið 1948 átti sér langan að- draganda. Síonisminn, eða þjóðernishyggja gyðinga, varð til í lok 19. aldar og það var Austurríkismaðurinn Theodor Herzl sem mótaði stefnuna á fyrsta þingi síonista í Basel árið 1898 með bók sinni „Gyðingaríkið“. Theodor Herzl var að eigin sögn trúlaus gyð- ingur og skrifaði bókina á meðan hann dvaldi í París sem fréttaritari fyrir Vínarblaðið „Neue Freie Presse“. Hann hafði þar fylgst með Dreyfusréttarhöldunum svokölluðu árið 1894. Þar var franskur ofursti af gyðingaættum dæmdur saklaus sem njósnari Þjóðverja, bara af því að hann var gyðingur. Gyðingahatur var landlægt í Evrópu og hafði verið það um aldir og það fór vaxandi á 19. öld og í byrjun þeirrar tuttugustu. Herzl komst að þeirri niðurstöðu að eina færa leiðin fyrir gyðinga undan of- sóknum og hatri væri ef gyðingar stofnuðu eigin ríki og réðu sér sjálfir. Margir litu svo á að hann væri ekki með öllum mjalla. Áhrifamenn í röð- um gyðinga víða um Evrópu hrópuðu líka niður hugmyndina. Ekki væri hægt að endurvekja ríki sem hefði horfið fyrir 1.800 árum á tímum Róm- verja! En hugmynd Herzl náði smám saman eyrum gyðinga. Alveg frá upp- hafi leit Herzl svo á að Palestína væri eina svæðið sem kæmi til greina sem framtíðarríki gyðinga. Palestína, eins og allur Arabíuskaginn, heyrði á þessum tíma undir veldi Tyrkja- soldáns sem stýrði frá Ístanbúl. Honum datt auðvitað ekki í hug að verða við óskum Herzl og félaga. Herzl velti því þess vegna fyrir sér hvort mögulegt væri að koma ríkinu á fót í Arg- entínu eða Úrúgvæ í Suður-Ameríku. Þar buðu Englendingar honum reyndar land- svæði. En á síonista- þinginu í Basel varð niðurstaðan sú að ekkert landsvæði annað en Palestína kæmi til greina fyrir ríki gyðinga. Á þessum tíma bjuggu arabar í Palestínu, höfðu búið þar allt frá árinu 648 og voru þar fjölmennastir. En þar var einnig nokkur hópur gyð- inga. Í Jerúsalem voru gyðingar til dæmis fjölmennasti íbúahópurinn ár- ið 1850 – sem oft vill gleymast í dag. Arabar litu svo á að þeir væru hluti af hinni stóru arabísku menningarheild innan ottómanska/tyrkneska ríkisins. Þeir höfðu enga þörf fyrir að skil- greina sig sérstaklega sem Palest- ínumenn. Hugtakið „Palestína“ var fyrst notað í nútímalegri merkingu árið 1911 í tímaritinu „Al-Filastin“, sem kristnir arabar gáfu út í Jaffa. Um þetta leyti var arabísk þjóðerins- hyggja að kvikna sem andsvar við síonismanum. Ottómanar studdu Þjóðverja og Austurríkismenn í fyrri heimsstyrjöldinni og í lok hennar hrundi ríki þeirra. Bretar tóku Pal- estínu árið 1917 með hjálp arabískra hersveita. Sama ár samþykkti breska stjórnin yfirlýsingu sem kennd var við utanríkisráðherra Breta, Arthur Balfour. Þar tóku Bretar undir sjón- armið síonista um „þjóðarheimili gyð- inga“ eins og það kallaðist. Í lok stríðsins fluttu sífellt fleiri gyðingar til Palestínu. Þjóðaráðið, fyrirrennari Sameinuðu þjóðanna, studdi hug- myndina um ríki gyðinga. Bretar fengu frá Þjóðaráðinu umboð til að stýra Palestínu og hugmyndin um að koma á fót „þjóðarheimili gyðinga“ var hluti af umboðinu. Ætlun Þjóðaráðsins var sú að um- boðssvæði Breta yfir Palestínu myndi smátt og smátt þróast yfir í tvö sjálf- stæð ríki araba og gyðinga. Án þess að það kæmi niður á réttindum araba. Arabar mótmæltu kröftuglega. Deil- ur blossuðu upp og átök milli gyðinga og araba. Illvirki voru framin á báða bóga og Bretar lentu oft mitt á milli. Bretar studdu síonista allt fram undir síðari heimsstyrjöld. En skömmu áður en styrjöldin braust út breyttu Bretar um áherslu. Árið 1939 talaði breska herstjórnin um eitt ríki araba og gyðinga þar sem arabar yrðu í meirihluta. Ástæðan var auðvitað sú að Bretar vildu ekki hafa araba sem óvini ef til stríðs við Þjóðverja kæmi. Til að ganga enn frekar til móts við araba bönnuðu Bretar innflutning gyðinga til Palest- ínu umfram 15.000 manns á ári síð- ustu árin allt fram að upphafi stríðins. Eftir það var öllum gyðingum bannað að flytja til Palestínu. Og það á meðan þjóðarmorð Þjóðverja á gyðingum stóð sem hæst! Þá lokuðu Bretar þeirri flóttaleið undan böðlum Þjóð- verja. Skömm þeirra er því mikil. Rétt eins og íslenskra stjórnvalda, sem um svipað leyti neituðu gyð- ingum um að koma til Íslands. Nánar verður fjallað um þróunina eftir stríð í næstu grein. Ísrael 70 ára – aðdragandinn Eftir Þórhall Heimisson » Til að ganga enn frekar til móts við araba bönnuðu Bretar innflutning gyðinga til Palestínu umfram 15.000 manns á ári síðustu árin allt fram að upphafi stríðins. Eftir það var öllum gyðingum bannað að flytja til Palestínu. Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur. Á Betlehemsvöllum í dag. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.