Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Brandshúsa- bréfin Erfikenningin Hænir skýjaguðinn Loki Þekkingin BRANDSHÚSABRÉFIN Halldór Einarsson (1893-1977) tré- skurðarmeistari var ötull bréfritari, ekki síst þegar hann bjó í Chicago. Öll hans bréf eru glötuð en hann aftur á móti hélt til haga öllum bréfum sem honum bárust. Dory Í Brandshúsabréfunum eru þessi bréf nú birt í fyrsta sinn. Bréfin eru flokkuð eftir því hvort þau eru frá foreldrum hans eða systkinum. Í bókinni er einnig fjallað um sýninguna sem Dory setti upp með mununum sínum á Sel- fossi og hvernig hann og einn bróðir hans fóru ólíkar leiðir í lífi sínu. Ritstjóri verksins, Árni Blandon Einarsson, stiklar á stóru í nokkrum neðanmálsgreinum á atriðum er tengjast ævi Dóra. Útgefandi: BRÚ Dreifing: Forlagið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ökutími Sigurður Valur Jakobsson og Logi Stefánsson, nemandi hans, voru á rúntinum í gærdag og fóru þá um austurhluta borgarinnar; Grafarvog og Hálsa og niður að Rauðavatni þar sem þessi mynd var tekin í góða veðrinu. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is A uðvitað fylgist ég eins og tök leyfa með krökkunum sem ég kenni þegar þau eru komin með bílpróf. Flestir eru nemendur mínir héðan úr Grafarvoginum þar sem ég bý og starfa og því eru heimatökin hæg,“ segir Sigurður Valur Jakobsson ökukennari. „Flestir hafa nemend- urnir verið það ég best veit farsælir ökumenn en sumum hættir þó stundum til að ofmeta eigin getu og hæfileika. Það segir sig sjálft að enginn er fullnuma sem bílstjóri sautján ára gamall. Oft er sagt að þú sért fyrst orðinn fullþroska sem ökumaður 23 ára sem er sennilega nærri lagi.“ Fornámið er góður undirbúningur Sigurður Valur og Sigurður Pétursson, tengdafaðir hans, hafa lengi starfað saman við ökukennslu. „Ég kom inn í þetta fyrir rúmum átta árum en tengdapabbi hefur verið miklu lengur í þessu og er núna farinn að kenna börnum þess fólks sem var ökunemar á fyrstu ár- um hans í faginu. Báðir höfum við lengi starfað saman við Foldaskóla hér í Grafarvogi svo þetta er ein stór hringrás,“ segir Sigurður Valur sem einkum kennir náttúrufræði- greinar við skólann. Einnig fornám fyrir ökunám sem nemendum býðst í 10. bekk. Aðsókn í það nám hefur verið góð og krakkarnir koma klár- lega betur undirbúin en ella væri í sjálft ökunámið, sem þau mega hefja á 16 ára afmælisdaginn. „Fornámið gengur út á einföld- ustu atriðin; að þekkja merki og helstu umferðarreglur. Margir nemendur mínir í ökukennslunni hafa áður verið hjá mér í fornáminu í grunnskólanum og það er gaman að fylgja þeim svona eftir. Sumir krakkanna, ekki síst strákarnir, hafa oft mikla bíladellu; hafa sumir fengið á prófa að keyra úti í sveit eða á afskekktum vegum og eru þannig komnir með ákveðna undir- stöðu. Aðrir eru algjörir byrj- endur.“ Aka við allar aðstæður Í ökunámi eru fyrst eru teknir um það bil tíu verklegir tímar hjá ökukennara. Ef allt gengur vel geta ökunemarnir farið í æfingaakstur hjá til dæmis foreldrum og öðlast þannig nauðsynlega þjálfun. „Æfingaaksturinn hefur mikið að segja, því þar fá ökunemarnir góða þjálfun við raunverulegar að- stæður. Þá er líka gott að krakk- arnir fái að keyra við allar mögu- legar aðstæður, bæði í borgar- umferð og úti á landi og það á við í öllum veðrum,“ segir Sigurður Valur. Einnig er farið hjá kennara í bóklega þáttinn, sem nemendur taka þó að mestum hluta sjálfir í fjarnámi og -prófum yfir netið. Þá er tekin þjálfun í svonefndum öku- skóla 3, þar sem æfður er akstur í hálku og við aðrar háskalegar að- stæður á sérútbúnum bíl á kennslu- svæði sem er í Kapelluhrauni rétt sunnan við Hafnarfjörð. Gengur bara betur næst Alltaf er nokkuð um og fer raunar vaxandi að krakkar taki bíl- prófið seinna en við sautján ára aldurinn, sum eru komin undir tví- tugt þegar það gerist. „Já, þetta hefur talsvert breyst þó svo að sum geti hreinlega ekki beðið eftir því að mega byrja. Já, það er alltaf talsvert um fall hjá nemendum í bóklega prófinu – mjög margir þurfa tvær atrennur. Verklega prófið hefur yfirleitt ekki reynst jafn erfitt; en áður erum við búin að þjálfa krakkana við allar mögulegar aðstæður, það er í akstri á beinum vegi, að bakka, bakka inn í stæði og upp og niður brekkur, í þröngri borgarumferð, úti á mal- arvegum og jafnvel er farið upp á Akranes í gegnum Hvalfjarðar- göngin. Tímar hjá ökukennara mega ekki vera færri en fimmtán, sumir krakkar þurfa raunar fleiri tíma, þau sem hafa ekki sinnt æf- ingaakstrinum eða eru ekki nógu vel undirbúin,“ segir Sigurður Valur og bætir við: „Annars á verklega ökuprófið ekki að vera neitt mál, ef krakkar eru vel undirbúnir. Stundum hendir þó að þau eru stressuð í prófinu, drepa á bílnum, gleyma að gefa stefnuljós eða gera einhver önnur mistök sem gefa refstig. Það getur alla hent og þá gengur bara betur næst.“ Flest verða þau farsælir ökumenn Sigurður Valur Jakobsson er ökukennari í Grafarvogi. Nemendur fá þjálfun hjá kennara í að aka við allar mögulegar aðstæður og æfingaaksturinn er mikil- vægur hluti af ferlinu. Enginn verður þó fullnuma sem ökumaður fyrr en eftir nokkur ár á ferðinni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Miklabraut Vandasamt getur verið að aka í þéttri borgarumferð eins og hér sést. Farið er í þau efni í ökunáminu og raunar ótalmargt fleira. Opnuð verður kl. 17 á morgun, 1. júní, í Menningarhúsinu í Spönginni í Reykjavík sýning á ljósmyndum íbúa í Grafarvogi í Reykjavík af hverfinu sínu. Borgarbókasafnið í Spönginni stóð í vor fyrir ljósmyndasamkeppni og var þátttakan góð. Skilyrt var að myndefnið væri úr Grafarvogi. Það eina sem þurfti til var myndavél, það er í símanum, í spjaldtölvunni eða hefðbundin vél. Grafarvogurinn er eitt fjölmenn- asta hverfi Reykjavíkur með um 17 íbúa. Þar er blómlegt skólalíf, marg- vísleg atvinnustarfsemi og sí- breytileg náttúra allt um kring, Myndefnin eru því mörg eins og sést á sýningunni. Markmiðið með henni og sýningunni var meðal annars að vekja athygli á áhugaverðum stöðum í hverfinu, jafnvel leynistöðum, sem gaman væri að kanna nánar á göngu- og hjólaferðum sumarsins sem fram- undan er. Ekki er síður áhugavert að bregða nýju ljósi á hversdagsleg fyrirbæri sem blasa við okkur á hverj- um degi í þessu hverfi sem var byggt upp frá 1982 og fram að aldamótum. Ljósmyndasýning í Spönginni opnuð á morgun Ljósmyndir af leynistöðum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grafarvogur Horft yfir Húsahverfið úr fallegri lúpínublárri blómabrekku. „Þetta hefur gengið ljómandi vel. Að stíga rétt á kúplinguna þannig að bíllinn taki ekki rykk er kannski mesta kúnstin í þessu,“ segir Logi Stefáns- son. Hann var í sínum sjötta ökutíma hjá Sigurði Val í gær og fær senn leyfi til æfinga- aksturs undir leiðsögn for- ráðamanns. „Ég reikna með að við pabbi verðum á ferð- inni í sumar. Þannig fæ ég fína þjálfun við ýmsar að- stæður. Við förum út á land en einnig hér um bæinn því það er nauðsynlegt að fá þjálfun í borgarumferð, sem stundum er stressandi.“ Kúplingin er kúnstin MIKILVÆG ÞJÁLFUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.