Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 ✝ Birna Hjalte-sted Geirsdótt- ir fæddist 11. októ- ber 1944 í Reykjavík. Hún lést eftir stutta sjúkralegu á líkn- ardeild Landspít- alans 21. maí 2018. Foreldrar Birnu voru Geir Stef- ánsson stórkaup- maður, f. 22. júní 1912 á Vopnafirði, d. 25. maí 2001, og kona hans Birna Hjaltested, f. 4. apríl 1904 í Reykjavík, d. 19. janúar 2002. Birna átti tvær systur, elst þeirra er Guðrún Sigríður, f. 29. maí. 1938, og næstelst er Anna Þórunn, f. 3. september 1942, en Birna var þeirra yngst. Haustið 1945, þegar Birna var ársgömul, flutti hún með fjölskyldunni til Stokkhólms, þar sem Geir stundaði fram- haldsnám í alþjóðarétti en starfaði jafnframt við sendiráð Íslands í Stokkhólmi og að lok- síðar húsameistara ríkisins. Garðar fæddist 5. júlí 1942 í Reykjavík, sonur Margrétar Garðarsdóttur og Halldórs H. Jónssonar arkitekts. Birna og Garðar stofnuðu heimili á Sól- vallagötu 18 í Reykjavík, þar sem þau bjuggu í 15 ár, en fluttust síðar að Skildinganesi 42 í Skerjafirði, í hús sem Garðar hannaði fyrir fjölskyld- una. Þar hélt Birna heimili þar til hún lést. Börn Birnu og Garðars eru: 1) Margrét Birna, kennslu- og uppeldisfræðingur, f. 30. júlí 1972, en hún á einn son, Garðar Árna, með Garðari Árnasyni, flugstjóra hjá Landhelgisgæslunni. 2) Helga María viðskiptafræðingur, f. 25. desember 1975, gift Ingvari Vilhjálmssyni, viðskiptafræð- ingi og framkvæmdastjóra. Börn þeirra eru Þóra Birna, Anna Fríða og Vilhjálmur. Eftir að Birna og Garðar giftu sig helgaði Birna sig heimilisstörfum og uppeldi dætranna. Eftir að dæturnar komust á legg starfaði Birna um nokkurra ára skeið sem safnvörður við Listasafn Ís- lands. Útför Birnu fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 31. maí 2018, og hefst at- höfnin kl. 15. um við eigin at- vinnurekstur. Árið 1954, þegar Birna var níu ára, fluttist fjölskyldan aftur til Reykjavíkur og bjó um skeið á Kvisthaga í Reykjavík en lengst af í Mýrar- húsum á Seltjarn- arnesi. Birna hóf al- menna skólagöngu í Svíþjóð en var frá níu ára aldri í Mela- skólanum í Reykjavík og lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar í Reykjavík. Síðar var hún einn vetur við verslunar- og mála- nám í Gautaborg í Svíþjóð. Hún starfaði um hríð í útibúi Útvegsbankans á Laugavegi en fluttist síðan til Bandaríkjanna, þar sem hún starfaði í nokkur ár við fyrirsætustörf og um skeið sem ritari við sænska út- varpið í New York. Birna giftist 3. júlí 1971 Garðari Halldórssyni arkitekt, Það eru hartnær 38 ár síðan ég man fyrst eftir henni Birnu, það var í Norðurárdalnum í Borgarfirði. Þar var ég smápeyi og grunaði aldrei að Birna yrði tengdamóðir mín. Birna hafði sterkar skoðanir á lífinu og tilverunni og lá sjaldn- ast á þeim. Hún gat verið mjög beinskeytt en þó ávallt sann- gjörn. Hún hafði mikinn áhuga á því sem tengdist tækni og vís- indum og ekki síst því sem var á mörkum þess yfirnáttúrlega. Dýravinur var hún mikill, hvort sem um var að ræða fer- fætlinga eða fugla. Fuglalífið á Snæfellsnesi, þar sem griðastað- ur fjölskyldunnar er, fangaði at- hygli Birnu, hvort sem um var að ræða uglur, hrafna eða smá- fugla. Söfnunargleði einkenndi hana Birnu. Hún vildi hafa fallega hluti í kringum sig, en hún átti það til að hafa helst til mikið af öllu. Hún undi sér illa í mjög formföstu umhverfi, vildi fremur hafa hlutina sína hjá sér og var ófeimin við að blanda saman gripum úr öllum áttum. Garðvinna átti hug hennar allan og varð garðurinn í Skild- inganesinu hennar eftirlætis- staður. Þar gat hún tímunum saman gengið um og hugað að ýmsum plöntum. Hún lagði mik- ið upp úr því að túnbletturinn væri ávallt nýsleginn og ekki nóg með það, heldur þyrftu rendurnar eftir sláttuvélina að vera beinar. Það var ekki í boði að kasta til hendinni og fara þvers og kruss yfir blettinn. Hestamennskan skipaði stór- an sess í lífi hennar eftir að hún og Garðar giftu sig. Upp frá því var tónninn sleginn og má segja að Birna hafi verið nátengd hestamennskunni fram undir það síðasta. Okkar síðasti reið- túr saman var fyrir tveimur ár- um, 2016. Þá riðum við Löngu- fjörur á Snæfellsnesi, slíkar ferðir hafa verið einn af há- punktum fjölskyldunnar hvert sumar. Því var það að mörgu leyti táknrænt fyrir hana að hafa þessa ferð þá síðustu. Seinni ár hafa barnabörnin tekið að sér að þjálfa hestana hennar Birnu og munu gera það áfram af þeirri alúð sem hún hefði óskað. Fjölskyldan skipaði ávallt stóran sess í lífi Birnu. Það að báðar dætur hennar hafi ákveðið að búa í sama hverfi og foreldr- arnir segir mikið til um hvað fjölskyldan var náin. Ég var oft spurður hvort það væri ekki íþyngjandi að búa í næsta húsi við tengdamóður mína, en því var auðsvarað af minni hálfu, nei, því kostir þess voru mun fleiri en gallar, fyrir báða aðila. Þakklæti er mér ofarlega í huga þegar hugsað er til baka. Það að hafa ömmu heima að skóla loknum var börnum okkar mjög mikilvægt, og höfðu þau oft orð á því hve gott væri að geta leitað til hennar þegar við foreldrarnir vorum að heiman. Ég þakka fyrir þann tíma sem ég átti með Birnu. Minn- ingin um hana lifir áfram með okkur. Ingvar Vilhjálmsson. Amma okkar, Birna Geirs- dóttir, var engri lík. Það fór aldrei á milli mála ef hún var í herberginu enda ófeimin við að láta í sér heyra. Hún hafði ískaldan húmor að vopni alveg til síns hinsta dags og það var ekki annað hægt en að hlæja með henni enda stór- skemmtileg kona. Þetta var töff- arinn í henni sem hún oft klæddi þó upp í líki hefðardömu. Amma var ein allra mesta skvísa sem við höfum kynnst. Hún hefði getað gefið út bók með fegurðarráðum og látið fylgja snyrtivörur úr safni sínu með hverju seldu eintaki. Þegar eitthvað mikið stóð til gat hún eytt hálfum deginum í undirbún- ing, með góðum árangri. Þegar hún var svo lögð inn á spítala stoppaði það hana ekki í að lita á sér augabrúnirnar og snyrta neglurnar. Hún var ekki síður falleg að innan en utan. Amma var með risastórt og hlýtt hjarta og pass- aði vel upp á sitt og sína. Hún tryggði það að við vissum hvað henni þætti vænt um okkur og við gátum alltaf leitað í opinn faðm hennar, fengið hjá henni heitt súkkulaði eða te og kex. Hún var einstaklega góð við öll dýr og hélt uppi heilu fugla- stofnunum á veturna. Kettir hafa líka verið stór hluti af hennar lífi frá því að við munum eftir okkur en dýrum leið alltaf vel í návist hennar og öfugt. Það er sárt að kveðja þessa einstöku konu en eftir sitja góð- ar minningar auk svo margs sem hún hefur kennt okkur. Víst er að hún verður með okkur í anda og mun halda verndar- hendi yfir okkur líkt og hún sagði svo oft. Takk fyrir allt elsku amma, hvíldu í friði og fegurð. Þóra Birna, Anna Fríða og Vilhjálmur. Þegar ég sit hérna við eldhús- borðið heima og rifja upp allt það sem mig langar að segja um ömmu mína þá skjótast upp í hugann margar fallegar minn- ingar sem ég á um ömmu Birnu. Eins og þeir þekkja til sem þekktu hana ömmu þá var hún dálítið litríkur og skemmtilegur karakter á góðum stundum. T.d. var hún ófeimin við að segja sín- ar skoðanir sérstaklega þegar eitthvað féll ekki í kramið hjá henni en svo var hún líka húm- oristi og hafði gaman af að hafa góðar sögur eftir eða endurtaka brandara sem við barnabörnin hennar köllum „dónabrandara“ sem hún og Svavar klippari deildu sín á milli. Ég á margar ljúfar og nánar minningar frá því ég var lítill og amma passaði mig eða þegar við mamma vorum nýflutt í Skerja- fjörðinn og ég stundaði það að stinga af til ömmu til að fá afa- graut. Amma var alltaf að spara sykurinn í grautinn enda algjört hollustugúrú svo ömmugrautur breyttist í afagraut þegar afi laumaði auka sykri í skálina þegar amma fór að bjástra við kisurnar sínar. Ég hef heldur ekki langt að sækja það að vera mikill gourmet-maður og sá amma til þess að kenna mér að meta góðan mat og það sem hún kallaði að setja punktinn yfir i-ið í gourmet-matseld. Amma var listakokkur og alltaf gaman að koma til hennar og afa að borða góðan mat. Þegar ég vildi ekki borða eitthvað eins og hrátt grænmeti hvort sem það voru rófubitar eða skorið blómkál þá var hún lunkin að koma því ofan í mig með því að búa til spenn- andi sögur sem fönguðu athygl- ina og síðan skar hún stundum hrámetið niður í alls kyns sögu- persónur sem fylgdu sögunni. Þetta þótti mér svo spennandi að ég steingleymdi að hrátt grænmeti væri vont og upp í munn og ofan í maga hvarf allt sem á diskinum var. Einn að- algaldurinn hennar var að plata ofan í mig allt sem ég vildi ekki borða með því að segja að undir borði væri mús í felum sem laumaði sér í matinn á diskinum þegar ég sæi ekki til. Það kom ekki til greina að láta músina stela matnum og þess vegna lét ég platast og auðvitað borðaði ég þá matinn minn. Við amma brölluðum oft mikið saman og grínuðumst mikið enda hafði hún húmor fyrir hinum ýmsu hlutum. Hún var líka sú sem tók ávallt fyrst upp hanskann fyrir mér þegar ég hafði komið mér í vandræði. Síðan var hún líka fyrst til að siða mig til og ala upp þegar henni þótti upp á góða siði vanta. Það er erfitt að kveðja þessa yndislegu og frá- bæru ömmu sem hún var. Skild- inganesið verður tómlegt þegar maður hættir að sjá ömmu skot- tast um á náttsloppnum að gefa krumma og fuglunum í þak- hreiðrinu. Garðurinn hennar verður tómlegur þegar amma hættir að stinga niður haust- laukum í grasbrekkuna sína en mest af öllu sakna ég þess að koma ekki í góðan matarbita í eldhúskróknum hennar. Guð blessi minningu hennar sem lifir um ókomna tíð í hjarta mínu. Garðar Árni Garðarsson. Mig langar til að minnast hennar Birnu móðursystur minnar með örfáum orðum. Hún Birna frænka mín var veraldarvön heimskona, glæsileg svo eftir var tekið, meistara- kokkur, fagurkeri, dýravinur, húmoristi mikill og með lykt- arskyn sem sporhundur lögreglu gæti verið stoltur af. Birna frænka var líka afar góð vinkona mín og mér þótti óendanlega vænt um hana. Hún tók mér opnum örmum þegar mamma mín kom með mig hvít- voðunginn frá Kaliforníu til hennar í New York. Mamma sagði mér frá því að hún hefði sjaldan fengið eins mikið af vít- amínum og þá en Birna frænka dældi þeim ofan í hana svo hún næði sér vel á strik eftir barns- burðinn, keypti ógrynni af barnafatnaði á mig og vildi alltaf hafa mig í fanginu, svona a.m.k. eftir hádegið. Eftir þetta varð ekki aftur snúið og á milli okkar Birnu frænku varð til strengur kærleiks og tryggða sem hélst alla tíð. Þessa dagana dreymir mig Birnu frænku mína mikið. Sumt eru kunnugleg minningabrot en annað skýst úr hugarfylgsnum mínum, án efa framleitt í þeim tilgangi að veita mér huggun. Oftar en ekki er Birna frænka að segja eitthvað fyndið svo að eftir situr notaleg tilfinning þeg- ar ég vakna. Þó að það sé erf- iðara en orð fá lýst að fá ekki að njóta nærveru hennar áfram er það huggun harmi gegn að hún er laus við þá vanlíðan sem fylgdi þeim illvíga sjúkdómi sem tók hana til sín að lokum. Hún Birna frænka skildi eftir sig svo margt frábært í dætrum sínum, Margréti Birnu og Helgu Maríu. Húmor og kátínu sem er svo smitandi og á stundum næstum óbeislanleg, matar- áhugann, næmt auga fyrir því sem er smekklegt, ást á dýrum og lyktarskynið, þetta er þarna allt saman og lifir áfram og mun gera kynslóð fram af kynslóð. Garðar, eiginmaður Birnu frænku, var aldrei langt undan. Ávallt gætti hann þess þá, öð- lingurinn sem hann er, að yf- irskyggja ekki eiginkonu sína, en það er afar mikilvægt þegar maður er giftur konu af Hjalte- steds-ætt. Mannkostir hans eru óteljandi og dýrmætir og ég hef svo sannarlega fengið að njóta þeirra í gegnum árin. Elsku Garðar, Margrét Birna, Helga María og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður Hjaltested (Níní). Mér er minnisstætt þegar ég sá Birnu í fyrsta sinn. Hún var þá nýkomin til landsins eftir að hafa búið lengi í Svíþjóð og var komin í Melaskóla. Hún bar með sér ferskan blæ og ég man hvað hún var brosmild og var í fínum fötum. Við kynntumst Birnu síð- ar þegar Garðar kom með hana inn í vinahópinn. Eins og fyrr skar hún sig úr, hafði dvalist er- lendis, var glaðlynd og kímnin aldrei langt undan og gamanið alltaf græskulaust. Birna var að ýmsu leyti óvenjuleg, m.a. var hún einstak- ur dýravinur sem mátti ekkert aumt sjá og dýr, jafnt ferfæt- lingar sem fuglar, löðuðust að henni. Hún var mótfallin allri sóun á matvælum, það sem dýr- in gátu ekki nýtt sér af afgöng- unum fór í safnhauginn. Eitt af því sem einkenndi Birnu var hversu föst hún gat verið fyrir væri henni eða því sem henni þótti vænt um mis- boðið. Birna var einstaklega smekk- leg og hafði næmt auga fyrir fal- legum hlutum, gömlum sem nýj- um og naut þess að skoða söfn þegar færi gafst. Hún hafði líka áhuga á sögu og samhengi hlut- anna og leit gjarnan inn í búð- irnar í söfnunum og keypti bæk- ur til að geta betur deilt með barnabörnunum því sem hún hafði séð og lært. Hún var líka mjög áhugasöm um myndlist og var gaman að fylgjast með, þeg- ar við skoðuðum saman Salva- dor Dali-safnið í Figueres, hversu vel hún tók eftir minnstu smáatriðum í þessu ótrúlega safni. Það var gaman að vera á ferð- inni með Birnu því að henni var alls staðar svo vel tekið vegna persónuleika hennar og fram- komu. Garðar og Birna voru höfð- ingjar heim að sækja. Allt sem þau gerðu fyrir gesti sína var gert af alúð og smekkvísi. Þar voru smáatriðin útfærð af natni. Fyrir tæpum þremur árum dró ský fyrir sólu þegar ljóst var að Birna var með ólæknandi sjúkdóm. Hún barðist hetjulegri baráttu og um stund leit út fyrir að hægt væri að halda vágest- inum í skefjum en því miður dugðu nýjustu aðferðir lækna- vísindanna ekki til. Að leiðarlokum koma upp í hugann myndir af hjartahlýrri manneskju sem sló birtu á um- hverfi sitt. Minningarnar um Birnu eru okkur dýrmætar. Innilegustu samúðarkveðjur sendum við Garðari, Margréti Birnu, Helgu Maríu og fjöl- skyldum þeirra og systrunum Sigríði og Önnu. Sigríður og Ingimundur. Í dag kveðjum við góða vin- konu okkar, Birnu Geirsdóttur, en hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi eftir skamma legu, þar sem hún naut góðrar umönnunar starfsfólks og fjölskyldu sinnar. Það voru þungbærar fréttir, sem bárust okkur í sauma- klúbbnum fyrir u.þ.b. þremur árum, þegar Birna greindist með illvígan sjúkdóm. Það var aðdáunarvert hve hún tók örlög- um sínum af miklu æðruleysi al- veg frá byrjun. Hún sagði að úr því sem komið væri ætlaði hún að nota tímann vel, hafa það skemmtilegt og hlæja og það gerði hún svo sannarlega eins og hægt var. Minningarnar leita á hugann og margs er að minnast, enda höfum við verið saman í sauma- klúbb um margra áratuga skeið. Þar var oft glatt á hjalla og átti Birna mikinn þátt í því. Hún hafði leiftrandi húmor og gat alltaf gert grín að hlutunum og þá ekki síst sjálfri sér. Við minn- umst ótal stunda, þar sem við hlógum dátt þegar Birna sagði frá, færði í stílinn, en alltaf á já- kvæðum nótum. Margt var gert í sauma- klúbbnum og á vegum hans en lítið saumað. Margar ferðir voru farnar bæði innanlands og utan og oft með mökum okkar, enda nutu þeir ekki síður samverunn- ar en við. Þetta voru góðar ferð- ir. Við minnumst sérstaklega ferðarinnar til Rómar. Í þeirri ferð var mikið hlegið, enda Birna og Garðar í essinu sínu og hrókar alls fagnaðar. Birna var falleg og glæsileg kona, alltaf vel tilhöfð, enda list- ræn og smekkleg í öllum sínum gjörðum. Hún var að eðlisfari mikill dýravinur og náttúrubarn og mátti ekkert aumt sjá. Þá hafði hún yndi af hestaferðum og ekki má gleyma öllum kis- unum, en þær komu stundum úr öllum áttum og fylgdu henni inn í húsið og eins í gönguferðum hennar um nágrennið. Þá sinnti hún fuglum himinsins, þegar hart var í ári hjá þeim. Garð- urinn var í miklu uppáhaldi hjá Birnu og hafði hún alltaf nóg verkefni þar. Fjölskyldan var þó í fyrirrúmi og voru barnabörnin augastein- ar hennar. Sóttu þau mikið til afa og ömmu, enda fjölskyldan afar samhent í öllu því, sem hún tók sér fyrir hendur. Þau Garð- ar áttu glæsilegt heimili og voru höfðingjar heim að sækja, enda listakokkar er nutu þess að veita gestum vel. Góð vinkona er kvödd og er söknuður okkar vinanna mikill. Við sendum Garðari, Mar- gréti Birnu, Helgu Maríu, Ingv- ari og barnabörnum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Hildur, Snæfríður, Sigríður (Sigga Dóra), Guðrún og Gyða. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Við andlátsfrétt vinkonu minnar og fyrrum nágranna, Birnu Geirsdóttur, sit ég hljóð og hugleiði góðar minningar. Það er sárt að sjá á eftir góðri og gefandi vinkonu sem hverfur ótímabært af lífsins vegi. Fyrir skömmu áttum við ljúfa stund saman þar sem við litum yfir liðna tíð, skoðuðum gamlar myndir og minntumst ógleym- anlegra samverustunda. Birna hafði einstaklega góða nærveru og kom jafnan með gleðina með sér. Ég minnist þess þegar hún birtist einlæg, glaðvær og glæsi- leg. Okkar góðu kynni hófust þegar við urðum nágrannar fyr- ir rúmlega 40 árum. Dætur okk- ar léku sér saman og urðu góðar vinkonur. Í framhaldi af því kynntumst við foreldrar stúlkn- anna og einlæg vinátta mynd- aðist milli fjölskyldnanna. Þetta er vinátta sem hefur enst allt til þessa dags og öll samskipti ver- ið einstaklega ánægjuleg. Á sorgarstundu sem þessari streyma minningar um hugann. Minningin um Birnu er full af birtu, gleði og þakklæti. Ég og fjölskylda mín sendum Garðari, dætrum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Arnheiður Guðmundsdóttir. Birna Hjaltested Geirsdóttir FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.